12.2.2018 | Vilt þú hafa áhrif á hönnun Sigtúnsgarðs? – Opinn íbúafundur

Forsíða » Auglýsingar » Vilt þú hafa áhrif á hönnun Sigtúnsgarðs? – Opinn íbúafundur

Sigtúnsgarður

image_pdfimage_print

Sveitarfélagið Árborg stendur fyrir opnum íbúafundi laugardaginn 17. febrúar n.k. kl. 13 til 15 á Hótel Selfossi um hönnun útivistarsvæða miðsvæðis á Selfossi. Nánar tiltekið er um að ræða Sigtúnsgarð, Tryggvagarð og leikvöll við Heiðarveg.  Á fundinum gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum um hönnun útivistarsvæðanna og verður unnið í nokkrum hópum. Allir eru velkomnir og verður boðið upp á hópa fyrir börn sem vilja koma með sínar hugmyndir.

 

Sveitarfélagið Árborg