4.12.2018 | Viltu starfa sem persónulegur ráðgjafi í barnavernd og við félagslega liðveislu

Forsíða » Auglýsingar » Viltu starfa sem persónulegur ráðgjafi í barnavernd og við félagslega liðveislu

image_pdfimage_print

Viltu starfa sem persónulegur ráðgjafi í barnavernd og við félagslega liðveislu í málefnum fatlaðs fólks.

Persónulegur ráðgjafi starfar á vegum barnaverndar og veitir börnum ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja barnið félagslega og tilfinningalega svo sem í sambandi við tómstundir, menntun og vinnu.

Félagsleg liðveisla starfar á vegum málefna fatlaðs fólks og veitir börnum, ungmennum og fullorðnu fólki með fötlun félagslegan stuðning sem miðar að því að auka félagslega færni og getu til að njóta menningar og félagslífs.

Um er að ræða tímavinnu og starfmenn vinna sjálfstætt en hafa stuðning frá ráðgjöfum félagsþjónustunnar eftir þörfum. Vinnutíminn er oftast nær seinnipart dags og/eða um helgar. Starfið gæti því hentað vel með námi eða með annarri vinnu.

Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri.

Hæfniskröfur:

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og leikni í að bregðast við óvæntum aðstæðum
  • Frumkvæði og sveigjanleiki
  • Jákvæðni í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hreint sakavottorð
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf

Starfið hæfir jafnt konum sem körlum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOSS og Launanefndar sveitarfélaga. 

Upplýsingar um störfin veita:

Barnavernd: Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi anny@arborg.is  eða í síma 480-1900

Málefni fatlaðs fólks : Halla Steinunn Hinriksdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi hallast@arborg.is  eða í síma 480-1900    

Sjá umsóknareyðublað