9.1.2018 | Vinningshafar í jólagátunni 2017

Forsíða » Fréttir » Vinningshafar í jólagátunni 2017

F.h. Hilmar, Elvar og Viktor ásamt Ástu.

image_pdfimage_print

Mánudaginn 8. janúar voru afhent verðlaun fyrir „Jólagátuna 2017“ sem fjölmargir krakkar leystu í desember. Gátan virkaði þannig að skoða þurfi jólagluggana sem opnuðu frá 1 – 24. desember og finna bókstaf í hverjum glugga sem síðan var raðað á þátttökueyðublaðið. Þegar allir bókstafirnir voru komnir á blaðið var hægt að mynda setningu, svara tveimur spurningum og skila inn lausninni. Dregnir voru út þrír vinningshafar úr innsendum lausnum en það voru þeir Hilmar Dreki Guðmundsson 4 ára, Viktor Logi Sigurðsson 9 ára og Elvar Ingi Stefánsson 8 ára. Þeir fengu í verðlaun borðspilið „Teninga Alias“ og bíómiða í Selfossbíó.

Á myndinni er vinningshafar ásamt Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins