12.6.2019 | Vinnuskóli Árborgar fer af stað

Forsíða » Fréttir » Vinnuskóli Árborgar fer af stað

image_pdfimage_print

Nú er Vinnuskóli Árborgar byrjaður og vinnuhópar lagðir af stað til að fegra og bæta samfélagið okkar í sumar. Verkefni vinnuskólans eru fjölbreytt og koma starfsmenn m.a. að ýmiskonar viðhaldsverkefnum og hreinsun grænna svæða og gatnakerfis Árborgar. Innan vinnuskólans sumarið 2019 er einnig starfræktur hópur sem heitir Grænjaxlinn en hann kemur að fréttablaði vinnuskólans sem kemur út tvisvar yfir sumarið ásamt öðrum skapandi verkefnum.

Heimastöð Vinnuskóla Árborgar er í félagsmiðstöðinni Zelsíuz, Austurvegi 2b á Selfossi.  

Yfirmenn vinnuskólans sumarið 2019 eru Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, forvarnar- og tómstundafulltrúi og Magnús Sigurjón Guðmundsson, vinnuskólastjóri.

Símanúmer vinnuskólans:   480-1951 og 480-1952
Tölvupóstur vinnuskólans:  vinnuskolinn@arborg.is.

Markmið vinnuskólans

  • Gefa unglingum kost á vinnu, þjálfun og fræðslu í sumarleyfi sínu
  • Fegra og snyrta bæinn okkar
  • Kenna unglingum fagleg vinnubrögð og meðferð verkfæra
  • Unglingarnir læri virðingu, stundvísi og aga á vinnustað
  • Unglingar læri að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og bænum sínum
  • Viðhalda jákvæðri ímynd um vinnuskólann og gera hana enn jákvæðari

 

Nánari upplýsingar um Vinnuskóla Árborgar má sjá hér að neðan:

Vinnuskóli Árborgar