12.4.2018 | Vor í Árborg – dagskrá hátíðarinnar komin á netið

Forsíða » Fréttir » Vor í Árborg – dagskrá hátíðarinnar komin á netið

image_pdfimage_print

Bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg verður haldin dagana 18. – 22. apríl nk. og er dagskrá hátíðarinnar komin á netið. Þetta árið er hún hluti af 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Árborgar og verða t.a.m. stórir afmælistónleikar miðvikudaginn 18. apríl kl. 20:00 og ljósmyndasýning sem sýnir 20 ára brot af mannlífssögu sveitarfélagsins. Fjölmargir aðrir áhugaverðir viðburðir verða alla helgina og má nefna tónleika með Agli Ólafssyni í Stokkseyrarkirkju, opið hús í Konubókastofunni á Eyrarbakka og menningarverstöðinni á Stokkseyri, skátadagskrá á Sumardaginn fyrsta, fuglatónleika með Valgeiri Guðjóns í gamla frystihúsinu á Eyrarbakka. Vegabréfaleikurinn „Gaman Saman“ er á sínum stað og fá börnin vegabréf sent með sér heim úr skólanum ásamt því að það fylgir dagskrá hátíðarinnar. 

Nánari dagskrá má sjá hér að neðan:

Vor í Árborg 2018 – Dagskrá hátíðarinnar