16.4.2018 | Vor í Árborg hefst nk. miðvikudag 18. apríl – bókmenntaganga og stórtónleikar í íþróttahúsi Vallaskóla

Forsíða » Fréttir » Vor í Árborg hefst nk. miðvikudag 18. apríl – bókmenntaganga og stórtónleikar í íþróttahúsi Vallaskóla

image_pdfimage_print

Vor í Árborg hefst nk. miðvikudag með bókmenntagöngu á Selfossi kl. 17:00 og afmælistónleikum kl. 20:00. Það eru Bókabæirnir austan fjalls sem bjóða til göngunnar en farið er frá Bókasafninu á Selfossi. Það verður svo öllu tjaldað til í íþróttahúsi Vallaskóla um kvöldið þegar afmælistónleikar Sveitarfélagsins Árborgar verða haldnir en 20 ára eru frá stofnun sveitarfélagsins árið 1998. Þetta verður tónlistarsöguferð þar sem fram koma m.a. Labbi í Mánum, Skítamórall, Ingó, Hjördís Geirs ásamt stórsveit, Karítas Harpa, Kiriyama family, Valgeir Guðjóns, Guðlaug Dröfn og fleiri og fleiri en um 20 söngvarar koma fram á tónleikunum auk Karlakórs Selfoss og Jórukórsins. Menningarviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar 2018 verður afhent ásamt samfélagsviðurkenningum. Frítt er inn á tónleikana og eru allir velkomnir.