Vor í Árborg – opnun sýningar og bókaspjalla í Bókasafninu á Selfossi

Það verður líf og fjör hjá okkur á bókasafninu á Sumardaginn fyrsta þann 20. apríl næstkomandi. Þær Steinunn  Sigurðardóttir og Heiða Guðný  Ásgeirsdóttir munu mæta á svæðið klukkan 13:00 og spjalla  um tilurð  bókarinnar Heiða: fjallabóndinn og lesa úr kaflanum um vorið. Siggi Jóns opnar síðan sýningu sína Vinnugleði í Listagjánni í hádeginu þennan sama dag. Sigurður Jónsson er fæddur 1948 og er Selfyssingum að góðu kunnur. Hann  fór að mála eftir mikið áfall sem hann varð fyrir í lok árs 2007 þegar hann lamaðist hægra megin í líkamanum. Hann málar með vinstri hendi en var rétthentur fyrir áfallið. Sigurður byrjaði að  mála á steina en í dag málar hann einnig á striga. Sýning Sigurðar heitir, eins og áður segir, Vinnugleði og opnar kl. 12:00 á Sumardaginn fyrsta í Bókasafni Árborgar á Selfossi. 

Hlökkum til að sjá ykkur með sól í hjarta á Vor í Árborg.