7.3.2014 | Vor í Árborg – undirbúningur í fullum gangi

Forsíða » Fréttir » Vor í Árborg – undirbúningur í fullum gangi

image_pdfimage_print

Bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg verður haldin dagana 24. – 27. apríl nk. í Sveitarfélaginu Árborg. Fjölbreyttir viðburðir verða í boði um allt sveitarfélagið og fjölskylduleikurinn Gaman Saman verður á sínum stað. Setja á upp stóra viðburði í öllum byggðarkjörnum hver með sínum sérkennum auk þess sem sérstök hátíðarhöld verða í kringum sumardaginn fyrsta á fimmtudeginum 24.apríl. Skátafélagið Fossbúar sem einnig fagnar stórafmæli á árinu sjá um hátíðarhöldin tengd sumardeginum fyrsta. Áhugasamir sem vilja taka þátt í Vori í Árborg eða vera með dagskrárlið geta haft samband við Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa í síma 480-1900 eða í tölvupósti á bragi@arborg.is.

Fjölskylduleikurinn Gaman Saman er stimpilleikur en gefið er út sérstakt vegabréf með dagskrá hátíðarinnar sem stimplað er í eftir þátttöku í ákveðnum viðburðum. Síðan er hægt að skila inn vegabréfinu og eiga möguleika á veglegum vinningum.