1.2.2018 | Votmúli 2 – Austurkot  – lýsing deiliskipulagsáætlunar

Forsíða » Auglýsingar » Votmúli 2 – Austurkot  – lýsing deiliskipulagsáætlunar
image_pdfimage_print


Sveitarfélagið Árborg
Votmúli 2 – Austurkot  – lýsing deiliskipulagsáætlunar.

Sjá skipulagslýsingu

Samkvæmt 1.mgr.40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt  lýsing deiliskipulags fyrir lóðina Votmúla 2 (landnr. 192087) og spildu úr landi Austurkots (landnr. 166176) í Sveitarfélaginu Árborg.

Um er að ræða deiliskipulag á skipulagssvæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði.

Skipulagssvæðið afmarkast af lóðamörkum Votmúla 2 í vestri og norðri, af lóðamörkum Austurkots í norðri og austri og lóðamörkum við Votmúlaveg í suðri. Svæðið er samtals um 21.7 ha.

Í fyrirhuguðu deiliskipulagi er gert ráð fyrir fimm lóðum undir íbúðarhús, gestahús og útihús.Gert er ráð fyrir nýrri sameiginlegri aðkomu að lóðunum innan skipulagssvæðisins frá Votmúlavegi (310). Kvöð verður um umferðarétt fyrir lóðirnar um hinn nýja aðkomuveg. Byggingarreitirnir eru hafðir rúmir svo að hægt sé að velja hentuga staðsetningu fyrir mannvirkin.

Lýsing deiliskipulagsáætlunarinnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi og í Ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2 Selfossi á skrifstofutíma frá kl. 8-15. Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sama stað og á netfangið bardur@arborg.is fyrir 16. febrúar 2018. Einnig er hægt að kynna sér lýsinguna á heimasíðu Sveitarfélagsins, http://www.arborg.is