Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fullorðinsteymi

Fullorðinsteymi samanstendur af hópi fagfólks með menntun sem og sérhæfingu á sviðum er varðar málefni einstaklinga og fjölskyldna þeirra. 

Aðsetur | Ráðhús Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfoss
Opnunartími | mánudaga - fimmtudaga kl. 09 - 15:00 og föstudaga kl. 09:00 - 12:00
Sími | 480 1900
Netfang | fullordinsteymi@arborg.is

Fullorðinsteymið er með móttökuhóp á Signet transfer undir Sveitarfélaginu Árborg

Félagsleg ráðgjöf

Markmið félagslegrar ráðgjafar er tvíþætt; annars vegar að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál og hins vegar stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda svo sem virkni og atvinnuleysi. 

Haft er að leiðarljósi að styðja einstaklinga og fjölskyldur til sjálfshjálpar þannig að hver og einn geti notið sín sem best í samfélaginu. 

Félagsleg ráðgjöf tekur meðal annars til ráðgjafar á eftirtöldum sviðum: 

  • Félagsleg ráðgjöf
  • Ráðgjöf vegna fjármála
  • Ráðgjöf húsnæðismála
  • Ráðgjöf vega samskiptavanda.  
  • SES – Samvinna eftir skilnað 
  • Sérhæfð ráðgjöf
  • Ráðgjöf til eldir íbúa sveitarfélagsins
  • Unglinga- og ungmennaráðgjafar 
  • Virkniráðgjöf

Ávallt er leitast við að veita ráðgjöfina í samhengi við önnur úrræði ef við á og tengja hana þjónustu annarra aðila eftir því sem hentar, svo sem heilsugæslustöðvar, Vinnumálastofnun, skóla o.fl. 

Félagsleg ráðgjöf er meðal lögbundinna verkefna sveitarfélaga. Allir sem orðnir eru 18 ára og eiga lögheimili í Árborg geta leitað ráðgjafar sér að kostnaðarlausu með því að snúa sér til velferðarþjónustu sveitarfélagsins. 

Starfsfólk í Velferðarþjónustu Árborgar er bundið þagnarskyldu um málefni einstaklinga sem þangað leita. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera samkvæmt lagaboði, svo sem ef barni er hætta búin. 

Beiðni um ráðgjöf og viðtal berist í síma 480 1900 eða á netfangið fullordinsteymi@arborg.is

Virkniráðgjöf er ætluð einstaklingum eldri en 15 ára

Hlutverk virkniráðgjafa er að aðstoða við markmiðasetningu, gerð ferilskráa, kanna áhugasvið og vinna með styrkleika. Viðtal við virkniráðgjafa fer fram að beiðni ráðgjafa einstaklingsins hjá Velferðarþjónustunni.

Ungmennahúsið er hugsað sem samkomustaður fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára þar sem þau fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og í framkvæmd, vinna að áhugamálum sínum og fást við skemmtileg verkefni

Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglum sveitarfélagsins, en samkvæmt þeim er hverjum og einum skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára.

  • Aðstoðin getur verið í formi styrks eða láns.
  • Fjárhagsaðstoð er eingöngu ætluð til framfærslu, en ekki til greiðslu skulda eða fjárfestinga
  • Fjárhagsaðstoð til framfærslu er skattskyld
  • Aðstoðin er alltaf tímabundið úrræði

Reglur Árborgar um fjárhagsaðstoð

Eftirfarandi skilyrði þurfa að vera uppfyllt:

  • Ert fjárráða einstaklingur, 18 ára eða eldri
  • Átt lögheimili í Árborg.
  • Tekjur (fyrir skatt) og eignir þínar (og maka) eru undir ákveðnum viðmiðunarmörkum
  • Að þú eigir ekki rétt á greiðslum annar staðar frá til dæmis: almannatryggingum ( Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands, Fæðingarorlofssjóði), atvinnuleysistryggingum (Vinnumálastofnun), lífeyrissjóði og sjúkrasjóðum stéttarfélaga.

Skilyrði er að einstaklingar sem þiggja fjárhagsaðstoð til framfærslu séu í virkum samskiptum við ráðgjafa fullorðinsteymis Velferðarþjónustu Árborgar.

Hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð hvenær sem er mánaðarins en umsókn gildir að jafnaði í einn mánuð í senn og er eftirágreidd. Greitt er í lok hvers mánaðar eða síðasta lagi fyrsta virka dag næsta mánaðar. Hafa skal í huga að afgreiðsla umsókna fer að jafnaði fram fyrir 25. hvers mánaðar. Svo hægt sé tryggja að greiðsla berist um mánaðamót þarf umsókn að hafa borist fyrir þann tíma.

Umsókn um fjárhagsaðstoð til framfærslu | Umsókn fer fram í gegnum island.is

Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sérstakra aðstæðna

Hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð vegna sérstakra aðstæðna og á það sérstaklega við þá sem þiggja fjárhagsaðstoð til framfærslu. Um er að ræða styrki til þeirra sem verða fyrir óvæntum áföllum, sérfræðiaðstoð, aðstoð vegna barna á framfæri, námsaðstoð og aðstoð vegna endurhæfingar. Aðstoðin er oft bundin við markvissa ráðgjöf og stuðning til umsækjanda þar sem gerður er samningur um félagslega ráðgjöf.

Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sérstakra aðstæðna

 Eldri borgarar

Einstaklingur sem er 67 ára eða eldri skilgreinist sem eldri borgari. Eldra fólk hefur misjafnar þarfir og þurfa ólíkan stuðning og þjónustu. Markið Velferðarþjónustu í Árborg er að einstaklingur geti búið á sínu eigin heimili eins lengi og það vill og getur.

Eldri borgarar geta sótt sér ráðgjöf hjá Velferðarþjónustu Árborgar. Félagsleg ráðgjöf er meðal lögbundinna verkefna sveitarfélaga. Allir sem orðnir eru 18 ára og eiga lögheimili í Árborg geta leitað ráðgjafar sér að kostnaðarlausu með því að snúa sér til velferðarþjónustu sveitarfélagsins. 

Starfsfólk í Velferðarþjónustu Árborgar er bundið þagnarskyldu um málefni einstaklinga sem þangað leita. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera samkvæmt lagaboði, svo sem ef barni er hætta búin. 

Beiðni um ráðgjöf og viðtal berist í síma 480 1900 eða á netfangið fullordinsteymi@arborg.is

Dagdvalir

Dagdvöl er stuðningsúrræði fyrir þá sem þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl er reynt að sníða aðstoðina að hverjum notenda.

Forstöðumaður dagdvalanna Árbliks og Vinaminnis | Bylgja Dögg Kristjánsdóttir | bylgjadk@arborg.is
Sími: 480 1900

  • Árblik

    Árblik er að Austurvegi 51. þar er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan og félagsleg einangrun rofin.

    Þjónustuþegar fá morgunmat, hádegismat og kaffi og geta fengið aðstoð við böðun. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, gönguferðir og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í alla daga vikunnar. Þeir sem það vilja eru sóttir og keyrðir heim að degi loknum.

    Farið er í ferðir á vegum Árbliks, vor og haustferð, jólahlaðborð og fleira ef aðstæður leyfa.

    Notendur dagþjálfunar greiða daggjald fyrir veru sína hverju sinni samkvæmt reglugerð Velferðarráðuneytisins um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum. Umsókn skal koma til forstöðumanns Dagdvala Árborgar að Austurvegi 51.

    Dagþjálfunin er opin er alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00. Lokað á rauðum dögum.
  • Vinaminni

    Vinaminni er að Vallholti 19. Þar er sérhæfð dagdvöl. Dagdvölin er mikilvæg til þess að virkja þann sem er með heilabilun, örva og hvetja til alls þess sem hann ræður við, efla sjálfstraust, draga úr vanlíðan og vanmætti. Dagdvölin er ekki síður mikilvæg til að geta létt undir með ástvinum og aðstandendum og veita þeim ráðgjöf og stuðning til að takast á við þau áskoranir sem upp kunna að koma.

    Hlutverk starfsmannanna er að þjálfa, styðja og styrkja vitsmunalega og líkamlega hæfni einstaklingsins svo að hann geti viðhaldið sjálfstæði sínu eins lengi og kostur.

    Markmið er að öllum líði vel og hlakki til að koma til okkar á morgnana. Lögð er áhersla á að skapa rólegt og notalegt andrúmsloft í Vinaminni og hafa hlýju og umhyggju að leiðarljósi. Hinn siðfræðilegi grunnur sem byggt er á er að allar manneskjur eru jafn mikilvægar burtséð frá sjúkdómnum, aldri, menningarlegum uppruna, kyni og kynhegðun. Lögð er áhersla á að hafa þjónustuna eins einstaklings miðaða og kostur er. Hver dagur er tekin fyrir sig og dagsform hvers og eins stjórnar því hvað er tekið fyrir hendur. Í gegnum söng, tónlist, teikningar, málun, spil, matartilbúning, samtöl og gönguferðir, svo eitthvað sé nefnt reynum við að koma til móts við þá einstaklinga sem eru í dagdvöl.

    Farið er í ferðir á vegum Vinaminnis, vor og haustferð, jólahlaðborð og fleira ef aðstæður leyfa.

    Í okkar huga eru aðstandendur ekki síður mikilvægir og lögð er áhersla á samvinnu, samráð og reglulega upplýsinga gjöf til þeirra. Eins og í almennu dagdvölinni er boðið upp á máltíðir og ferðir til og frá staðnum.

Félagsstarf

Í Sveitarfélaginu Árborg er félagsstarf í höndum félaga eldri borgara með stuðningi frá sveitarfélaginu samkvæmt sérstökum þjónustusamningi.

Félag eldri borgara á Selfossi - FEBSEL
Félagið er með aðstöðu í Grænumörk 5, Þjónustumiðstöð aldraðra. Boðið er uppá fjölbreytt starf s.s. glerlist, lestur fornbókmennta og öndvegisrita, gönguferðir, ýmis konar handavinnu, öflugir spilahópar, leiklestur, leikhúsferðir og kór. Í íþróttahúsinu Iðu er Boccia, hjá Golffélagi Selfoss er boðið uppá pútt og sveitarfélagið býður í styrktaræfingar með þjálfara í Selfosshöllinni.

Stundaskrá yfir afþreyingu er gefin út hvert haust og birt á heimasíðu FEBSEL.is og á facebook síðu Félags eldri borgara, Selfossi.

Opin hús eru alla fimmtudaga frá miðjum september fram í miðjan maí.

Skrifstofa félags eldri borgara á Selfossi er opin alla fimmtudaga frá kl. 13:00 - 15:00 yfir vetrarmánuðina, frá sept. - maí.

Í stjórn félagsins sitja:

  • Magnús J. Magnússon, formaður
  • Ólafía Ingólfsdóttir, varaformaður
  • Guðrún Guðnadóttir, gjaldkeri
  • Guðrún Þ. Jónsdóttir, ritari
  • Ólafur Bachmann, meðstjórnandi

Varastjórn:

  • Ólafur Sigurðsson og Valdimar Bragason

Félag eldri borgara á Eyrarbakka

Félagið er með aðstöðu að Búðarstíg 22, Eyrarbakka. Félagsmenn hittast tvisvar í viku þ.e. á mánudögum frá kl. 13:00 - 16:00 til að spila og spjalla og svo á miðvikudagskvöldum frá kl. 20:00 - 22:00 en þá er prjónakvöld. Einnig er leikfimi fyrir 60+ í félagsheimilinu Stað mánudaga og miðvikudaga frá kl. 11:15 - 12:15

Í stjórn félagsins sitja:

  • Unnur Ósk Kristjónsdóttir, formaður
  • Jón Gunnar Gíslason, gjaldkeri
  • Jónína Kjartansdóttir, ritari
  • Björg Guðmundsdóttir, meðstjórnandi

Félag eldri borgara á Stokkseyri

Opið hús í safnaðarheimilinu Ásgeirsbúð á miðvikudögum frá kl. 14:00 - 16:00 til að spjalla, prjóna og boðið upp á kaffi.

  • Á fimmtudögum frá kl. 20:00 - 22:00 er prjónakvöld kjallaranum á Gimli, það er opið öllum.
  • Á föstudögum frá kl. 10:45 - 11:45 er leikfimi fyirr 60+ íþróttahúsinu Stokkseyri

Umsjónamaður: Ragnhildur Jónsdóttir ragnj@simnet.is

Heimsendur matur / matseðill mánaðarins

Heimsendur matur er fyrir fólk sem ekki getur annast matseld sjálft og hefur ekki tök á að borða í félagsmiðstöð, Grænumörk 5. Veisluþjónusta Suðurlands sér um heimsendingu á mat til eldri borgara og mat í félagsmiðstöð eldri borgara, í Grænumörk 5, alla virka daga.

Sótt er um heimsendan mat á umsókn félagslegrar stuðningsþjónustu, á umsóknarblaði sem má svo skila í ráðhús Árborgar, Austurvegi 2. Eða á Mín Árborg rafrænt.

Þeir sem hafa fengið samþykkt að fá heimsendan mat geta pantað mat með því að hringja í síma 480 1900 eða senda póst á matur@arborg.is fyrir hádegi degi áður, afbókanir þurfa að berast fyrir kl. 10 samdægurs.

Til að skrá sig í mat í félagsmiðstöðinni í Grænumörk 5, þarf að hringja í 480 1900 eða senda póst á matur@arborg.is. Panta þarf fyrir hádegi degi áður, afbókanir þurfa að berast fyrir kl. 09:30 samdægurs.

Matseðill mánaðarins

Heimsendur matur 1.500 kr.
Matur í félagsmiðstöð 1.500 kr.

Matsedill-mars

Íbúðir fyrir aldraða

Allar íbúðir sem sérstaklega eru ætlaðar fyrir 67 ára og eldri og eru í eigu Sveitarfélagsins Árborgar eru staðsettar í Grænumörk 1, 3 og 5 á Selfossi.

Félagslegar leiguíbúðir fyrir 67 ára og eldri eru samtals 16 talsins og eru staðsettar í Grænumörk 1, 3.

Skilyrði sem þarf að uppfylla til umsóknar um þessar íbúðir eru:

  • Umsækjendur séu 67 ára og eldri og eiga lögheimili í sveitarfélaginu
  • Umsækjendur séu ekki skráðir eigendur fasteignar
  • Séu undir þeim tekju- og eignarmörkum sem tilgreind eru í reglum Sveitarfélagsins Árborgar um félagslegt leiguhúsnæði

Almennar leiguíbúðir fyrir 67 ára og eldri eru alls 24 og eru þær íbúðir allar staðsettar í Grænumörk 5.

Skilyrði sem þarf að uppfylla vegna umsóknar eru:

  • Umsækjendur séu 67 ára og eldri og eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg

Umsóknareyðublöð

Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð í afgreiðslu Ráðhússins að Austurvegi 2, Selfossi eða hjá starfsfólki í Grænumörk 5.

Nánari upplýsingar veitir Arnar Steinn Karlsson húsnæðisfulltrúi arnarsk@arborg.is eða í tíma 480 1900

Leigubílaakstur fyrir eldri borgara

Akstursþjónustan er fyrir íbúa, 67 ára og eldri, sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og búa utan stofnana.

Samkvæmt reglum skal akstursþjónusta aðeins veitt innan marka Sveitarfélagsins Árborgar. Hámarksfjöldi ferða er 20 ferðir á mánuði.

Notanda er heimilt að óska eftir aðstoð bifreiðarstjóra við að komast að og frá bifreið og með farangur eftir þörfum.

Sveitarfélagið leggur ekki til aðstoðarmann fyrir notendur en þeim er heimilt að hafa með sér aðstoðarmann, sé það tekið fram þegar ferð er pöntuð. Aðstoðarmaður skal greiða sama gjald og notandi.

Gjald fyrir hverja ferð á milli A og B samkvæmt gjaldskrá

Leigubílaakstur fyrir aldraða900 kr.

Garðaþjónusta

Sveitarfélagið Árborg veitir eldri borgunum og öryrkjum niðurgreidda garðaþjónustu ákveðið tímabil yfir sumarmánuðina.

Niðurgreidd verk eru:

  • Sláttur grasflatar og frágangur að jafnaði hálfsmánaðarlega (þak á upphæð)
  • Ein snyrting limgerða og frágangur
  • Tvær beðahreinsanir (þak á upphæð)

Framvísa þarf reikningi frá viðurkenndum verktaka og staðfesting á greiðslu en einnig þarf að koma skýrt fram á reikningi verk og kostnaður þess.

Færni- og heilsumat

Sækja þarf um færni- og heilsumat til að komast í varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Koma þarf umsókninni til færni- og heilsumatsnefndar Suðurlands sem staðsett er á Heilbrigðisstofnun Suðurlands við Árveg á Selfossi til að komast í varanlega dvöl á dvalar- eða hjúkrunarheimili.

Dvalar- og hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg eru staðsett á Sólvöllum á Eyrarbakka og Ljós- og Fossheimum á Selfossi.

Nánari upplýsingar og eyðublöð á heimasíðu Landlæknis

Fullorðnir með fötlun

Fatlað fólk á rétt á allri almennri þjónustu Velferðarþjónustunnar en ef þörf sé á frekari stuðning er veitt sértæk ráðgjöf og þjónusta.

Ráðgjafi fullorðinsteymis leiðbeinir um réttindi og þjónustu sem einstaklingurinn kann að eiga rétt á samkvæmt mati á stuðningsþörf.

Ráðgjöf

Auk almennrar ráðgjafar hjá fullorðinsteymi er veitt sérhæfð ráðgjöf til fólks með fötlun og aðstandendur þeirra sem felur m.a. í sér að upplýsa um réttindi og þá þjónustu sem það kann að hafa rétt á skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, sem miðar að því að skapa skilyrði til sjálfstæðs lífs og virkrar þátttöku í samfélaginu.

Beiðni um ráðgjöf og viðtal berist í síma 480 1900 eða á netfangið fullorðinsteymi@arborg.is

Réttindagæsla

Einstaklingar með fötlun geta leitað til réttindagæslumanns með allt sem varðar réttindi, fjármuni og persónuleg mál þess. Réttindagæslumaðurinn veitir stuðning og aðstoð við úrlaus mála.

Nánari upplýsingar á vef stjórnarráðsins.

Bergrisinn byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks | Bergrisinn

Akstursþjónusta fyrir fólk með fötlun

Akstursþjónusta fyrir fólk með fötlun er ætluð þeim íbúum sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg sem uppfylla skilyrði að fötlun þeirra falli að skilgreiningu 2. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og að þeir eigi ekki rétt á niðurgreiddri akstursþjónustu frá öðrum aðilum eða rétt á akstri samkvæmt öðrum lögum, reglugerðum eða reglum.

Leigubíla akstur er í boði fyrir blinda og sjónskerta einstaklingar innan marka Sveitarfélagsins og á höfuðborgarsvæðinu. Með umsókn skal skila vottorði eða staðfestingu frá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Stoðþjónusta fyrir fullorðna með fötlun

Með stoðþjónustu er einstaklingum veittur stuðningur sem nauðsynlegur er til þátttöku í samfélagi umfram almennrar þjónustu. Með það að markmiði að einstaklingurinn standi til jafns öðrum í samfélaginu og komi í veg fyrir einangrun.

Notendasamningur

Einstaklingur sem metin er í þörf fyrir stuðnings-og/eða stoðþjónustu geta óskað eftir að gerður verði notendasamningur. Í notendasamningnum er fjallað um framkvæmd þjónustunnar. Nánari upplýsingar veitir teymisstjóri fullorðinsteymis.

Notendastýrð persónuleg aðstoð - NPA

NPA er notendastýrð persónuleg aðstoð sem fer samkvæmt reglum Bergrisans.

NPA byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf og stýrir einstaklingurinn sjálfur fyrirkomulagi þjónustunnar og ákveður hvaða aðstoð er veitt, hvernig hún er skipulögð, hvenær og hvar hún fer fram og hver veitir hana.

Einstaklingur sem metin er í þörf fyrir stuðning í meira en 15 klukkustundir á viku getur sótt um NPA.

Einstaklingar sem hyggjast nýta sér NPA þjónustu er hvattir til að hafa samband við ráðgjafa í málefnum fatlaðra.

Sértækt húsnæði

Húsnæði fyrir fatlað fólk er íbúðarhúsnæði sem er skilgreint sérstaklega fyrir tiltekinn hóp fatlaðs fólks.

Byggðasamlagið Bergrisinn rekur sértækt húsnæði með sólarhringsþjónustu fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði sínu sem fer samkvæmt reglum Bergrisans.

Á Selfossi eru tvö heimili og önnur tvö utan Árborgar, staðsett í Hveragerði og Þorlákshöfn.

Sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk er ætlað þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum fötlunar og þurfa umfangsmikla aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili. 

Húsnæði með stuðningi er ætlað þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum fötlunar og þurfa nokkurn stuðning við að geta búið á eigin heimili. Um er að ræða húsnæði sem tveir leigja saman, sér svefnherbergi með baði, sameiginlegri stofu, eldhúsi og þvottahúsi. Á Selfossi eru 3 íbúðir í raðhúsi sem eru skilgreindar er sem húsnæði með stuðningi.

Vernduð vinna og hæfing

VISS | Vinnu- og hæfingarstöð, Gagnheiði 39
Þjónusta VISS vinnu- og hæfingarstöðvar fer samkvæmt reglum Bergrisans

Á VISS er lögð áhersla á að skapa atvinnutækifæri fyrir fatlaða einstaklinga, 18 ára og eldri og veita þeim starfsþjálfun og hæfingu með því markmiði að efla starfsfærni, þátttöku og auka lífsgæði. Á það við hvort sem einstaklingur stefnir á almennan vinnumarkað seinna meir eða áframhaldandi vinnu á VISS.

Starfstöðvar VISS eru á Selfossi, Þorlákshöfn, Flúðum og Hvolsvelli.

Nánari upplýsingar
Forstöðuþroskaþjálfi
| Ragnhildur Jónsdóttir | ragnhildur@arborg.is
Sími | 480 6920
Umsókn | Vinnumálastofnun
VISS á Facebook

Fræðslu- og tómstundaklúbbir fyrir fatlaða

Frístundarklúbburinn Kópurinn er ætlaður nemendum með skilgreindar fatlanir á sérnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Selurinn er fræðslu- og tómstundaklúbbur fyrir einstaklinga með fötlun 16 ára og eldri á Suðurlandi.
Aðsetur | Félagsmiðstöðin Zelsíuz, Austurvegur 2b | Selfoss (gengið inn fyrir aftan húsið)
Umsjónarmaður | Alexander Freyr Olgeirsson | alexander.freyr@arborg.is
Sími | 480 1951
Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 17:00 - 18:30
Kvöldopnun í Pakkhúsi fyrir yngri félaga, 16 - 25 ára kl. 19:00 - 20:30

Félagsleg stuðningsþjónusta

Sveitarfélagið leggur áherslu á að veita fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir fullorðna, bæði innan heimila jafnt sem utan þeirra. Þjónustan felur í sér stuðning við að sinna daglegum verkefnum og heimilishaldi sem viðkomandi ræður ekki við auk félagslegs stuðnings. Samskipti, samvera og hvatning er í fyrirrúmi við veitingu þjónustunnar.

Netfang studningur@arborg.is

Félagsleg stuðningsþjónusta er með móttökuhóp á Signet transfer undir Sveitarfélaginu Árborg - Stuðningsþjónusta.

Unnið er samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991, – lögum um málefni aldraðra 125/1999 og lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Félagsleg stuðningsþjónusta felur í sér að efla þjónustuþega til sjálfshjálpar og stuðla að því að viðkomandi geti búið sem lengst í heimahúsi.

Hlutverk félagslegrar stuðningsþjónustu getur verið:

  • Iðjuþjálfun (endurhæfing) í heimahúsi
  • Aðstoð við heimilishald, s.s. heimilisþrif (þjónusta veitt að jafnaði á 2 - 4 vikna fresti)
  • Aðstoð við persónulega umhirðu, (stuðningur við athafnir daglegs lífs)
  • Aðstoð við búðarferðir
  • Félagslegur stuðningur
  • Öryggisinnlit

Heimilisþrif sem félagsleg stuðningsþjónusta veitir eru viðhaldsþrif á rýmum sem eru í daglegri notkun. Ekki er um hreingerningu eða tiltekt að ræða.

Þjónustan er veitt:

Alla virka daga kl. 08:00 - 16:00 og kl. 18:00 - 22:00
Um helgar og á rauðum dögum kl. 08:00 - 13:00 og kl. 18:00 - 22:00

  • Gjald er tekið fyrir þjónustu vegna heimilisþrifa ef tekjur þjónustuþega eru yfir viðmiði sem sveitarfélagið setur, ef tekjur eru undir viðmiðinu er þjónustan gjaldfrí.
  • Félagsleg aðstoð, persónuleg aðstoð, innlit og eftirlit eru gjaldfrí í öllum tilvikum.
  • Greitt er kílómetragjald vegna aksturs ef aðstoðað er við innkaup.

Frekari upplýsingar veita:

Forstöðumaður félagslegrar stuðningsþjónustu | Margrét Elísa Gunnarsdóttir | margret.elisa@arborg.is Teymisstjóri félagslegrar stuðningsþjónustu | Stefanía A. Halldórsdóttir, | stefania@arborg.is

Umsóknarferlið og þjónustuþörf

Umsækjendur skulu fylla út skriflega umsókn á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má í ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2, 800 Selfossi, eða með rafrænum hætti á arborg.is á Mín Árborg. Þegar undirrituð umsókn liggur fyrir er næsta skref mat á stuðningsþörf. Matið fer fram á heimili umsækjanda, er unnið í náinni samvinnu við hann og tekur mið af félagslegri stöðu, aðstæðum og færni.

Við mat er litið til heildaraðstæðna fólks. Ef matið leiðir í ljós að ekki er þörf á stuðningi eða að skilyrði eru ekki uppfyllt er umsókn synjað. Ef umsókn er samþykkt er gerð stuðningsáætlun í samráði við notanda. Í henni koma fram markmið stuðningsins, umfang hans og helstu verkefni. Ef umsókn er synjað og þú telur sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir því að veita skuli þér undanþágu frá reglum getur þú sent inn beiðni um áfrýjun til velferðarnefndar Árborgar.

Í þeim tilvikum sem umsækjandi deilir heimili með fullorðnum einstaklingi (þ.e. 18 ára og eldri), sem á ekki við veikindi að stríða, er að öllu jöfnu ekki veitt félagsleg stuðningsþjónusta.

Við mat á þjónustuþörf skulu að minnsta kosti eftirfarandi fjórir meginþættir skoðaðir sem hafa áhrif á athafnir daglegs lífs:

1. Þörf umsækjanda fyrir þjónustu
2. Félagslegar aðstæður umsækjanda
3. Færni og styrkleikar umsækjanda
4. Samfélagsþátttaka, valdefling og virkni umsækjanda

Starfsfólk félagsþjónustunnar er bundið þagnarskyldu um málefni einstaklinga sem þangað leita. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera samkvæmt lagaboði, svo sem ef barni er hætta búin. Kostnaður vegna félagslegrar stuðningsþjónustu er háð gjaldskrá sveitarfélagsins.

Samningur

Einstaklingur sem metinn er í þörf fyrir félagslega stuðningsþjónustu fær samning um eðli og umfang þjónustunnar, allir samningar eru tímabundnir og endurskoðaðir á 3 - 24 mánaða fresti.

Einstaklingsstuðningur ( félagsleg liðveisla)

Einstaklingsstuðningur (félagsleg liðveisla) er persónulegur stuðningur og aðstoð sem einkum miðar að því að draga úr félagslegri einangrun og styrkja einstaklinga til þátttöku í menningar- og félagslífi.

Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um stuðnings- og stoðþjónustu fullorðinna einstaklinga

Endurhæfing í heimahúsi / iðjuþjálfun

Fólk getur þurft aðstoð við að endurheimta og viðhalda virkni, heilsu og lífsgæðum. Með endurhæfingu og iðjuþjálfun í heimahúsi fær fólk þjálfun og ráðgjöf sem hentar þörfum þeirra og er lykilatriði í að byggja upp getu og færni til að sinna athöfnum daglegs lífs. Endurhæfingin / iðjuþjálfun fer að miklu leyti fram heima hjá þjónustuþegum eða í nærumhverfi þeirra. Markviss þjálfun hefur löngu sannað gildi sitt á öllum aldursskeiðum og getur aukið lífsgæði verulega.

Fyrir hvern er endurhæfing / iðjuþjálfun í heimahúsi?

Endurhæfing / iðjuþjálfun í heimahúsi er fyrir þá sem hafa sótt um félagslega stuðningsþjónustu og er metið á þann veg að þjálfun sé líkleg til árangurs. Þjálfunin er sérsniðin að þörfum hvers og eins. Þjónustan er tímabundin, að hámarki í þrjá mánuði. Markmiðið er að auka sjálfsbjargargetu viðkomandi og þátttöku í samfélaginu með fjölbreyttum og markvissum aðferðum. Stuðningsáætlunin getur breyst eftir því sem færni eykst.

Frekari upplýsingar veita:

Forstöðumaður félagslegrar stuðningsþjónustu | Margrét Elísa Gunnarsdóttir | margret.elisa@arborg.is Teymisstjóri félagslegrar stuðningsþjónustu | Stefanía A. Halldórsdóttir, |stefania@arborg.is

Húsnæðismál

Velferðarþjónusta veitir ýmsa þjónustu á sviði húsnæðismála þ.e. ráðgjöf, afgreiðslu á umsóknum um sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknir og úthlutanir félagslegs leiguhúsnæðis.

Aðsetur | Ráðhús Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfoss
Opnunartími | mánudaga - fimmtudaga kl. 09:00 - 15:00 og föstudaga kl. 09:00 - 12:00
Sími | 480 1900
Húsnæðisfulltrúi félagslegs leiguhúsnæðis | Arnar Steinn Karlsson, arnarsk@arborg.is
Ráðgjöf og sérstakur húsnæðisstuðningurfullordinsteymi@arborg.is

Félagslegt leiguhúsnæði

Félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa sérstaka aðstoð við að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrði og/eða annarra félagslegra erfiðleika og skulu fjárhags- og félagslegar aðstæður þeirra metnar út frá ákveðnum viðmiðum reglna um félagslegar leiguíbúðir.

Réttur til að komast á biðlista eftir félagslegu húsnæði, fá úthlutuðu leiguhúsnæði og til áframhaldandi leiguréttar er bundinn skilyrðum um tekju- og eignarmörk umsækjanda og félagslegum aðstæðum umsækjanda sem skulu metnar sérstaklega samkvæmt matsreglum. Sótt er um félagslegt leiguhúsnæði á Mín Árborg.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem veittar eru á grundvelli laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016 og reglna sveitarfélagsins um sérstakan húsnæðisstuðning.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna. Einnig er veittur sérstakur húsnæðisstuðningur til foreldra eða forsjáraðila 15 - 17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms.

Umsókn um húsnæðisstuðning | Mín Árborg

Svo hægt sé að afgreiða umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning þarf viðkomandi að vera með samþykkta umsókn um almennar húsaleigubætur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, www.hms.is

Samræmd móttaka flóttafólks

Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í verkefni um samræmda móttöku flóttafólks sem hófst árið 2021. Samræmd móttaka flóttafólks nær til einstaklinga sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. 

Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þ.m.t. íslenskunámi. 

Hlutverk móttökusveitarfélags er að taka að sér málstjórn sem stuðli að aukinni heildarsýn, öryggi og sveigjanleika þjónustunnar. Málstjórar sem starfa hjá velferðarþjónustu Árborgar eru tengiliðir milli allra þjónustuaðila, einkum Vinnumálastofnunar og Rauða krossins.

Aðsetur | Ráðhúsinu, Austurvegi 2, 800 Selfoss

Opnunartími | mánudaga - fimmtudaga kl. 09:00 - 15:00 og föstudaga kl. 09:00 - 12:00
Sími | 480 1900
Netfangfullordinsteymi@arborg.is

Nánari upplýsingar um verkefnið | Stjórnarráð Íslands

Vefsíðan Fjölmenning í Árborg inniheldur hagnýttar upplýsingar fyrir íbúa með fjölmenningarlegan bakgrunn í sveitarfélaginu Árborg.

Fjölmenning í Árborg


Þetta vefsvæði byggir á Eplica