Fréttir

 • Tónleikar í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri lau. 25.okt

  Tónleikar í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri lau. 25.okt

  image_pdfimage_print

  Orgelsmiðjan á Stokkseyri verður með tónleika nk. laugardag 25.okt kl. 17:00 sem hluta af menningarmánuðinum október 2014. Tónleikarnir fara fram í húsnæði Orgelsmiðjunnar sem snýr að bryggjunni á Stokkseyri. Fram koma Bakkatríóið GG & Ingibjörg sem er skipað Gyðu Björgvinsdóttur söngkonu, Guri Hilstad Ólason sem spilar á kornett og Ingibjörgu Erlingsdóttur pianóleikara, en hún sér einnig um raddir. GG & Ingibjörg hafa spilað saman í sex ár og komið fram víða á Suðurlandi og á stór Reykjavíkursvæðinu. Þær hafa komið fram á ýmsum listrænum uppákomum, brúðkaupum, afmælum, séð um dinnertónlist og haldið sína eigin tónleika. Aðgangseyrir er einungis: 1000,-

  22.10.2014 | Sjá nánar »

 • Verkfall tónlistarkennara

  Verkfall tónlistarkennara

  image_pdfimage_print

  Verkfall tónlistarkennara hófst í morgun, 22. október. Kennarar í Tónlistarskóla Árnesinga eru í tveimur félögum, Félagi tónlistarskólakennara (FT) og Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH). Kennarar í FT eru í verkfalli en ekki kennarar í FÍH. Kennsla FÍH kennara verður því með óbreyttum hætti.

  22.10.2014 | Sjá nánar »

 • Menningarmánuðurinn október – Umf. Stokkseyri sunnudaginn 26.okt.

  Menningarmánuðurinn október - Umf. Stokkseyri sunnudaginn 26.okt.

  image_pdfimage_print

  Menningarmánuðurinn október heldur áfram og sunnudaginn 26. okt. kl. 15:00 verður farið yfir sögu Ungmennafélags Stokkseyrar. Viðburðurinn verður haldinn í íþróttahúsinu á Stokkseyri og dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson mun stýra samkomunni, Barnakór barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri syngur, fimleikadeild Umf. Stokkseyarar dansar og Hulda Kristín og Tommi spila og syngja. Dagurinn er tileinkaður Umf. Stokkseyri en farið verður í gegnum sögu félagsins frá upphafi og til dagsins í dag.

  21.10.2014 | Sjá nánar »

 • Sveitarfélagið Árborg keppir í Útsvari á Rúv nk. föstudag 24.okt.

  Sveitarfélagið Árborg keppir í Útsvari á Rúv nk. föstudag 24.okt.

  image_pdfimage_print

  Föstudaginn 24. október kl. 20:15 mætast Sveitarfélagið Árborg og Skagafjörður í sjónvarpsþættinum Útsvari á Rúv. Lið Árborgar er skipað þeim Ragnheiði Ingu Sigurgeirsdóttur, Hrafnkel Guðnasyni og Gísla Þór Axelssyni. Búast má við spennandi keppni og eru íbúar hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal til að hvetja sitt lið áfram og er það öllum að kostnaðarlausu að mæta í sjónvarpssal. Hægt er að mæta upp í Efstaleiti 1 (RÚV) um 19:30 á föstudaginn og gengið er inn um aðalinnganginn.

  21.10.2014 | Sjá nánar »

 • 20.10.2014

  Fréttabréf skólaþjónustu

 • 20.10.2014

  Menningarmánuðurinn október – vel heppnað kvöld á Eyrarbakka

 • 17.10.2014

  Menningarmánuðurinn október – Rauða húsið á Eyrarbakka lau. 18.okt

 • 17.10.2014

  Rafræna námið í Vallaskóla vekur athygli