Fréttir

 • Fréttabréf skólaþjónustu

  Fréttabréf skólaþjónustu

  image_pdfimage_print

  Í 10. tölublaði fréttabréfs skólaþjónustu Árborgar er fjallað um markvissa vinnu með læsi í skólum sveitarfélagsins, haustþing starfsfólks leikskóla sem haldið var 3. október sl. og Erasmus+ styrk til Vallaskóla. Þar eru einnig nokkrar krækjur sem geta komið að góðum notum í námi og kennslu.

  20.10.2014 | Sjá nánar »

 • Menningarmánuðurinn október – vel heppnað kvöld á Eyrarbakka

  Menningarmánuðurinn október - vel heppnað kvöld á Eyrarbakka

  image_pdfimage_print

  Síðastliðið laugardagskvöld var haldið annað menningarkvöldið í október í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Setið var í öllum sætum í salnum sem taldi rétt um 100 manns. Þetta kvöldið var farið í gegnum sögu hússins Miklagarðs sem í dag hýsir einmitt veitingastaðinn Rauða húsið. Eyrbekkingurinn Magnús Karel Hannesson hafði tekið saman sögu Miklagarðs ásamt öðrum fróðleik sem tengdust sögu þess við Eyrarbakka. Kom hann þessu mjög vel frá sér og fóru líklega allir miklu fróðari út eftir kvöldið. Á milli kafla í fyrirlestri Magnúsar spilað Týrólaband Örlygs Benediktssonar fjölbreytta tónlist og tók salurinn vel undir í fjöldasöng þegar við átti.

  20.10.2014 | Sjá nánar »

 • Menningarmánuðurinn október – Rauða húsið á Eyrarbakka lau. 18.okt

  Menningarmánuðurinn október - Rauða húsið á Eyrarbakka lau. 18.okt

  image_pdfimage_print

  Annað menningarkvöldið verður haldið í Rauða húsinu á Eyrarbakka nk. laugardag 18.okt. kl. 20:00. Þar verður farið í gegnum sögu hússins Miklagarðs sem í dag hýsir starfsemi veitingastaðarins Rauða hússins. Það er Magnús Karel Hannesson og kona hans Inga Lára Baldvinsdóttir sem hafa tekið söguna saman í máli og myndum. Örlygur Benediktsson sem sett hefur saman Týrólaband mun síðan spila ljúfa tóna allt kvöldið fyrir gesti. Dagskráin hefst rúmlega 20:00 og stendur fram á kvöld. Allir velkomnir en frítt er inn á viðburðinn í boði Sveitarfélagsins Árborgar.

  17.10.2014 | Sjá nánar »

 • Rafræna námið í Vallaskóla vekur athygli

  Rafræna námið í Vallaskóla vekur athygli

  image_pdfimage_print

  Það er ánægjulegt að sjá hve rafræna námið í Vallaskóla hefur vakið mikla athygli fjölmiðla.  Eins og  þar kemur fram nýta nemendur í 8.–10. bekk til að byrja með eigin síma, spjaldtölvur eða fartölvur í námi sínu í tveggja vikna námslotum. Nemendur hafa einnig aðgang að spjaldtölvum sem skólinn á og námsefnið hefur verið sett upp á sérstakri heimasíðu með fjölda verkefna og námsmöguleika. Kennarar skólans og Norðlingaskóla hafa unnið efnið. Hér er hægt að sjá og heyra um þetta framsækna þróunarverkefni þar sem upplýsingatæknin nýtist vel sem öflugt verkfæri í námi og kennslu.

  17.10.2014 | Sjá nánar »

 • 15.10.2014

  Menningarmánuðurinn október – Saga Selfossbíós í Hótel Selfoss fim. 16. okt kl. 20:30

 • 15.10.2014

  Forvarnahópur Sv. Árborgar – umræða um Kannabisefni

 • 13.10.2014

  Fjölmennur fundur um vináttu og skólaþjónustu

 • 13.10.2014

  Opið hús í Sunnulækjarskóla fim. 16.október