Fréttir

 • Safnahelgi á Suðurlandi 30. október til 2. nóvember 2014

  Safnahelgi á Suðurlandi 30. október til 2. nóvember 2014

  image_pdfimage_print

  Opnunarhátíð og málþing um safnamál, fimmtudaginn 30. október í Versölum, ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Málþing um safnamál kl. 16:00-18:00. Léttar veitingar og tónlistaratriði í boði Sveitarfélagsins Ölfuss.

   

   

  29.10.2014 | Sjá nánar »

 • Menningarmánuðurinn október – Bifreiðastöð Selfoss, Fossnesti og Inghóll

  Menningarmánuðurinn október - Bifreiðastöð Selfoss, Fossnesti og Inghóll

  image_pdfimage_print

  Föstudagskvöldið 31.október nk. verður tileinkað Bifreiðastöð Selfoss – Fossnesi og Inghól en þá verður síðasta menningarkvöldið í menningarmánuðinum október haldið í Hvíta húsinu á Selfossi kl. 20:30. Kvöldið verður fjölbreytt og skemmtilegt en Jón Bjarnason verður kynnir kvöldsins og mun leiða dagskrána áfram. Helga Einarsdóttir mun fara yfir sögu Bifreiðastöðvar Selfoss í máli og myndum með aðstoð valinkunnra einstaklinga. Marteinn Sigurgeirsson sýnir viðtöl og myndefni frá bifreiðastöðinni, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson mun segja frá sínum tíma í Fossnesti og Inghól og Labbi í Mánum spilar og syngur. Húsið opnar kl. 20:00 og það má búast við fjölmenni og því gott að mæta tímanlega.

  28.10.2014 | Sjá nánar »

 • Spennandi sýning framundan í Listagjánni

  Spennandi sýning framundan í Listagjánni

  image_pdfimage_print

  Föstudaginn 31. október kl. 17.00 opnar ný og spennandi  sýning í Listagjá Bókasafnsins, er það í tilefni af Safnahelgi á Suðurlandi. Ekki missa af þessari sýningu!

  27.10.2014 | Sjá nánar »

 • Tónleikar í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri lau. 25.okt

  Tónleikar í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri lau. 25.okt

  image_pdfimage_print

  Orgelsmiðjan á Stokkseyri verður með tónleika nk. laugardag 25.okt kl. 17:00 sem hluta af menningarmánuðinum október 2014. Tónleikarnir fara fram í húsnæði Orgelsmiðjunnar sem snýr að bryggjunni á Stokkseyri. Fram koma Bakkatríóið GG & Ingibjörg sem er skipað Gyðu Björgvinsdóttur söngkonu, Guri Hilstad Ólason sem spilar á kornett og Ingibjörgu Erlingsdóttur pianóleikara, en hún sér einnig um raddir. GG & Ingibjörg hafa spilað saman í sex ár og komið fram víða á Suðurlandi og á stór Reykjavíkursvæðinu. Þær hafa komið fram á ýmsum listrænum uppákomum, brúðkaupum, afmælum, séð um dinnertónlist og haldið sína eigin tónleika. Aðgangseyrir er einungis: 1000,-

  22.10.2014 | Sjá nánar »

 • 22.10.2014

  Verkfall tónlistarkennara

 • 21.10.2014

  Menningarmánuðurinn október – Umf. Stokkseyri sunnudaginn 26.okt.

 • 21.10.2014

  Sveitarfélagið Árborg keppir í Útsvari á Rúv nk. föstudag 24.okt.

 • 20.10.2014

  Fréttabréf skólaþjónustu