Fréttir

 • Jólatorgið helgina 19-21.des – leikskólabörnin syngja, jólaball og jólasveinar

  Jólatorgið helgina 19-21.des - leikskólabörnin syngja, jólaball og jólasveinar

  image_pdfimage_print

  Mikið verður í gangi á jólatorginu um helgina og ekki seinna vænna en að kíkja á torgið og koma sér í hið fullkomna jólaskap. Opið er föstudaginn 19.des frá 15:00 – 18:00 og síðan á laugardeginum og sunnudeginum frá 12:00 – 18:00. á laugardeginum verða flottir viðburðir á sviðinu en stórsöngvarinn Daníel Haukur mætir kl. 14:30 og í framhaldinu stíga á svið þau Jón Tryggvi og Unnur Arndísar eða UniJón. Kl. 16:00 verða síðan veitt verðlaun fyrir jólaskreytingakeppnina en þrjú íbúðarhús og eitt fyrirtæki fá verðlaun þetta árið. Sunnudagurinn byrjar svo á söng Jóhönnu Ómarsdóttur á sviðinu kl. 14:40 og kl. 15:00 koma leikskólabörn úr Árborg og syngja nokkur jólalög. Örlygur Ben og Birgir Hartmannson slá síðan upp jólaballi þar sem vaskir jólasveinar úr Ingólfsfjalli mæta á svæðið.

  19.12.2014 | Sjá nánar »

 • Matargjöf 2014

  Matargjöf 2014

  image_pdfimage_print

  Í ár líkt og undanfarin ár hefur Baldur Róbertsson staðið fyrir matargjöfum í samstarfi við félagsþjónustu Árborgar.  Ástandið er því miður slæmt hjá allt of mörgum fjölskyldum og viljum við koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að söfnuninni.  Auk BR flutninga sem gáfu peninga og alla vinnu við flutning og skipulag vegna matargjafanna, meðlimir Bifhjólaklúbbsins Utangarðsmanna styrktu í formi fjárframlaga og vinnu.  Einnig bárust fjárframlög frá GT Óskarsson verslun í Kópavogi sem selur bílavarahluti og gaf andvirði 50 felguróa eða 50,000 kr.  Bílaverkstæðið HH í Kópavogi styrkti einnig með fjárframlagi.

  19.12.2014 | Sjá nánar »

 • Nýjar leiðir í Árborg sem efla lestrarfærni barna og unglinga

  Nýjar leiðir í Árborg sem efla lestrarfærni barna og unglinga

  image_pdfimage_print

  Á undanförnum mánuðum hafa skólastjórnendur, kennarar og starfsfólk skólaþjónustu Sveitarfélagsins Árborgar mótað nýjar áherslur í vinnu með læsi í leikskólum og grunnskólum út frá hugmyndafræðilegum grunni lærdómssamfélagsins. Litið er á verkefnið sem þróunar- og námsferli  er byggist á sameiginlegri ígrundun og faglegum samræðum í hverjum skóla, milli skóla og skólastiga með það að meginmarkmiði að efla lestrarfærni barna og unglinga í sveitarfélaginu. Nýleg skólastefna Árborgar 2013-2016, stjórnendanámskeið á síðasta skólaári og faglegt samstarf við fræðslusvið Reykjanes­bæjar hafa auðveldað innleiðingu á nýjum áherslum í skólum sveitarfélagsins. 

  18.12.2014 | Sjá nánar »

 • Kveikt á jólatrénu sem er á eyju í Ölfusá fim. 18.des kl. 17:45

  Kveikt á jólatrénu sem er á eyju í Ölfusá fim. 18.des kl. 17:45

  image_pdfimage_print

  Fimmtudaginn 18.des. kl. 17:45 verður kveikt á jólaljósum á „einmana trénu“ sem er staðsett á lítilli eyju í Ölfusá fyrir aftan Krónuna. Björgunarfélag Árborgar sér um að klæða tréð með jólaseríu og kveikja á henni kl. 17:45 á morgun, fimmtudag. Sú staðreynd að tréð hafi náð að dafna svona vel á eyjunni er mikil ráðgáta en það stækkar með hverju árinu og er núna hið myndarlegasta jólatré. Einu sinni áður hefur verið sett jólasería á tréð en það var árið 2012. Allir eru velkomnir við tendrun trésins og geta þá staðið á árbakkanum fyrir aftan Krónuna eða á göngustígnum fyrir utan á (fyrir neðan Jórutún).

  17.12.2014 | Sjá nánar »

 • 16.12.2014

  Jólagluggarnir og stafagátan – 16 gluggar opnaðir og 8 eftir

 • 16.12.2014

  Jólafréttabréf skólaþjónustu

 • 16.12.2014

  Rithöfundar í 7. bekk

 • 12.12.2014

  Ársskýrsla skólaþjónustu 2013–2014