Fréttir

 • Íslandsmót í hestaíþróttum fer fram á félagssvæði Sleipnis að Brávöllum Selfossi

  Íslandsmót í hestaíþróttum fer fram á félagssvæði Sleipnis að Brávöllum Selfossi

  Íslandsmótið í hestaíþróttum fer fram á félagssvæði Sleipnis að Brávöllum Selfossi dagana 20-23 júlí næstkomandi. Öllu verður tjaldað til enda búist við fjölda knapa, hesta og áhorfenda. Mótanefnd Sleipnis hefur unnið markvisst að undirbúningi og verður mótssvæðið í hátíðarbúning og allt hið glæsilegasta.

  18.7.2016 | Sjá nánar »

 • Bókabæirnir á Selfossi og Bókakaffið efna í sumar til bókamarkaðar

  Bókabæirnir á Selfossi og Bókakaffið efna í sumar til bókamarkaðar

  Bókabæirnir á Selfossi og Bókakaffið efna í sumar til bókamarkaðar í Leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Sambærilegur markaður var í Hveragerði í fyrra og vonir standa til að seinna meir megi halda sambærilega markaði í öllum kauptúnum Bókabæjanna sem ná yfir lágsveitir Árnessýslu.  Reiknað er með að markaðurinn taki til starfa fljótlega uppúr mánaðamótum og starfi fram í ágústmánuð. Af þessu tilefni er boðað til fundar með væntanlegum sjálfboðaliðum í Leikhúsinu kl. 20 mánudagskvöldið 29. júní.

  13.7.2016 | Sjá nánar »

 • Sumarhátíðin stefnumót við Múlatorg á Selfossi

  Sumarhátíðin stefnumót við Múlatorg á Selfossi

  Hin árlega sumarhátíð Stefnumót við Múlatorg verður haldin á Selfossi laugardaginn 16. júlí nk. kl. 11–17. Stefnumótið, sem haldið er af Sumarhúsinu og garðinum og Lindinni, er við Múlatorg á horni Eyravegar og Fossheiðar. Þar verður sannkölluð markaðsstemning þar sem boðið verður upp á tískufatnað, handverk og listmuni, ásamt grænmeti og plöntum. Í garðinum á Fossheiði 1 verður sýning á landslagsmyndum Páls Jökuls auk sýningar á fjölærum og ætum plöntum. Um tónlistina á pallinum sjá þeir Linus Orri og Jamie í hljómsveitinni Crooked chimmey en þeir hæfileikapiltar spila á sekkjapípu, mandólín, harmóniku og gítar jöfnum höndum.

  11.7.2016 | Sjá nánar »

 • Íbúum fjölgar enn í Árborg

  Íbúum fjölgar enn í Árborg

  Samkvæmt bráðabirgðatölum um íbúafjölda í sveitarfélaginu fór íbúafjöldi á Selfossi í fyrsta sinn yfir 7.000 í byrjun þessarar viku. Íbúar í Árborg allri eru nú um 8.360 talsins, en íbúafjöldi fór fyrst yfir 8.000 í september 2014.  Á Eyrarbakka og í dreifbýli við Eyrarbakka búa nú um 530 manns og á Stokkseyri og í dreifbýli rétt rúmlega 500 manns. Í Tjarnabyggð og í dreifbýli á því svæði sem áður hét Sandvíkurhreppur búa tæplega 300 manns. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar í gær voru samþykkt byggingarleyfi fyrir 19 íbúðum í par- og raðhúsum á Selfossi.

  7.7.2016 | Sjá nánar »

 • 5.7.2016

  Bryggjuhátíð á Stokkseyri 2016 – AFLÝST

 • 30.6.2016

  Trjágróður við lóðamörk – áskorun til íbúa!

 • 29.6.2016

  Vinnuskóli Árborgar – börn fædd 2002 fá fleiri vinnuvikur

 • 24.6.2016

  Sumarlestur og trjárækt