Fréttir

 • Kveikt á stóra jólatrénu á jólatorginu laugardaginn 22. nóv kl. 16:00 – leikskólabörn syngja

  Kveikt á stóra jólatrénu á jólatorginu laugardaginn 22. nóv kl. 16:00 - leikskólabörn syngja

  image_pdfimage_print

  Kveikt verður á stóra jólatrénu á jólatorginu nk. laugardag 22. nóv þegar torgið opnar formlega. Kl. 16:00 munu leikskólabörn í Sveitarfélaginu Árborg aðstoða við að kveikja á trénu og í framhaldinu ætla þau að syngja nokkur jólalög fyrir gesti. Fleiri viðburðir verða á sviðnu á torginu þessa helgina en á laugardeginum koma einnig fram UniJón en að er dúett Jón Tryggva og Unnar Arndísardóttur. Þau spila ljúfa jólatónlist kl. 15:00 á torginu.

  21.11.2014 | Sjá nánar »

 • Frítt í sund fyrir 10 ára og yngri í sundlaugar Árborgar

  Frítt í sund fyrir 10 ára og yngri í sundlaugar Árborgar

  image_pdfimage_print

  Vegna umræðu í útvarpi og skrifa í blöðum, netmiðlum og á samskiptasíðum er rétt að eftirfarandi hlutir komi fram. Ennþá er frítt í sund fyrir 17 ára og yngri í sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri. Sveitarfélagið Árborg hefur þó á sl. árum verið að skoða leiðir til að geta boðið t.d. börnum og ungmennum sem búa í sveitarfélaginu frítt í sund og innanbæjarstrætó en þá um leið rukkað einstaklinga sem eiga lögheimili annarsstaðar. Á árinu 2015 þegar ný sundlaugarbygging verður tekin í notkun er kominn grundvöllur sem býður betur upp á þennan möguleika. Það er s.s. íbúakort sem einstaklingar í sveitarfélaginu og gestir geta notað til að greiða fyrir ákveðna þjónustu. Fyrst um sinn verður þessi möguleiki aðeins notaður fyrir sundlaugar Árborgar en í framtíðinni er vonin sú að hægt verði að nota kortin fyrir t.d. bókasafnið, innanbæjarstrætó ofl. Hvað varðar umræðu um barnagjald í sundlaugum þá mun áfram verða frítt í sund fyrir öll börn 10 ára og yngri óháð búsetu.  

  21.11.2014 | Sjá nánar »

 • Hið eilífa krútt

  Hið eilífa krútt

  image_pdfimage_print

  Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, verkefnastýra Tabú og nemi í félags- og kynjafræði við Háskóla Íslands hélt fræðsluerindi fyrir starfsmenn félagsþjónustu Árborgar þann 18. nóv. sl.  Erindið bar heitið ,,Hið eilífa krútt“ og fjallaði um fordóma gagnvart fötluðu fólki.  Embla fór yfir staðalímyndir fatlaðs fólks, mannréttindi þeirra og hugmyndafræði.   Embla segir fötlunina aldrei hafa hamlað sér heldur fordóma samfélagsins sem sér hana ýmist sem duglega og fatlaða hetju eða sem barn að eilífu en ekki sem unga konu og háskólanemanda.  Að loknu erindis spunnust góðar og gagnlegar umræður.

  21.11.2014 | Sjá nánar »

 • Ungmennaþing Árborgar

  Ungmennaþing Árborgar

  image_pdfimage_print

  Seinnipartinn fimmtudagsins 20. nóvember fer fram ungmennaþing Árborgar þar sem öll ungmenni eru boðin velkomin í Ráðhúsið til skrafs og ráðagerða. Rætt verður um allt á milli himins og jarðar en má búast við að málefni eins og samgöngur, menntunarmál, heilsueflandi samfélag, íþróttir og tómstundir verði ofarlega á baugi. Að auki verður svo kosnir tveir fulltrúar í ungmennaráð Árborgar. Við skorum á ungmenni í sveitarfélaginu að mæta og tjá sína skoðun.

  20.11.2014 | Sjá nánar »

 • 19.11.2014

  Heimsókn eldri borgara í 7. bekkina

 • 19.11.2014

  Hanna valin í A-landsliðið

 • 18.11.2014

  Jólatorgið á Selfossi opnar laugardaginn 22.nóv kl. 12:00

 • 17.11.2014

  Heilsa og Hollusta fyrir alla – fyrirlestur Ebbu Guðnýjar fyrir foreldra leikskólabarna.