Fréttir

 • Frestur framlengdur – Seta í hverfisráðum í Árborg

  Frestur framlengdur - Seta í hverfisráðum í Árborg

  Hverfisráð hafa verið við lýði í Sveitarfélaginu Árborg í nokkur ár og eru fulltrúar kosnir til setu í þeim til eins árs í senn. Nú er komið að því að kjósa fulltrúa fyrir árið 2017 og auglýsir sveitarfélagið því eftir áhugasömum aðilum til að taka sæti aðal- eða varamanna í hverfisráðum Árborgar á Eyrarbakka, Selfossi, Stokkseyri og í Sandvík (fyrrum Sandvíkurhreppi). Aðalmenn eru fimm talsins og varamenn einn til fimm. Í því skyni að efla hverfisráðin hefur bæjarráð Árborgar samþykkt að tveir bæjarfulltrúar verði tengiliðir við hvert hverfisráð.

  19.1.2017 | Sjá nánar »

 • Lið Árborgar keppir við Grindavík í Útsvari föstudaginn 20.jan.

  Lið Árborgar keppir við Grindavík í Útsvari föstudaginn 20.jan.

  Lið Árborgar mætir liði Grindavíkur í næstu umferð spurningaleiksins Útsvars á RÚV nk. föstudag 20.janúar kl. 20:00. Í liði Árborgar eru þau Herborg Pálsdóttir, Gísli Stefánsson og Gísli Þór Axelsson. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal og hvetja liðið áfram. Þeir sem hafa áhuga á að mæta í sjónvarpssal geta mætt upp í RÚV að Efstaleiti 1, 150 Reykjavík um kl. 19:30 á föstudag. Gengið er inn um aðalinngang og að Markúsartorgi.

  18.1.2017 | Sjá nánar »

 • Leikskólinn Jötunheimar fær smásjá að gjöf

  Leikskólinn Jötunheimar fær smásjá að gjöf

  Leikskólanum Jötunheimar hefur borist glæsileg gjöf frá foreldrafélagi skólans. Félagið gaf skólanum stafræna smásjá. Hún mun nýtast vel í skólastarfinu til þess að rannsaka allt milli himins og jarðar. Hægt er að tengja hana við tölvu og þannig fá stóra og góða mynd af því sem verið er að skoða. Síðan er hægt að tengja tölvuna við skjávarpann í salnum og þannig nýtt stóra sýningartjaldið í miðrýminu. Endalausir möguleikar fyrir börnin að nýta gjöfina. Leikskólinn Jötunheimar þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir rausnarlega gjöf. 

  17.1.2017 | Sjá nánar »

 • Árborgarmódelið í skólamálum – hvað gerðum við?

  Árborgarmódelið í skólamálum – hvað gerðum við?

  Einn af forsvarsmönnun Skólaþráða (skolathraedir.is), sem er nýtt veftímarit um skólamál, hafði nýlega samband við fræðslustjóra til að spyrja út í skólamálin. Tilefnið var bæting grunnskólanemenda í Árborg í PISA. Í kjölfarið var ákveðið að skrifa grein í tímaritið sem gæti kynnt í stuttu máli það sem gert hefur verið í skólum og skólaþjónustu Árborgar á undanförnum misserum. Greinina er hægt að nálgast hér.  

  11.1.2017 | Sjá nánar »

 • 9.1.2017

  Skákkennsla grunnskólabarna

 • 6.1.2017

  Verðlaunahafar í jólastafaleiknum 2016

 • 6.1.2017

  Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning 2017

 • 3.1.2017

  Hátíðarhöld á þrettándanum fös. 6.jan