Fréttir

 • Opnunartími Sundhallar Selfoss og sundlaugarinnar á Stokkseyri um páskana

  Opnunartími Sundhallar Selfoss og sundlaugarinnar á Stokkseyri um páskana

  image_pdfimage_print

  Sundhöll Selfoss og Sundlaug Stokkseyrar verða opnar yfir páskahelgina líkt og hér segir: Sundlaugar Árborgar – páskaopnun 2014. Í heitu pottunum er síðan hægt að lesa falleg ljóð og þeir sem vilja spila skák þurfa bara að biðja sundlaugavörð um taflið. Sundlaugarnar verða síðan einnig opnar á sumardaginn fyrsta þann 24.apríl nk. Sundhöllinn á Selfossi er þá opin frá 10:00 – 18:00 en á Stokkseyri frá 10:00 – 15:00. Allir velkomnir í sund og svo er bara spurning hver þorir í kalda karið á Selfossi. Gleðilega páska.

  16.4.2014 | Sjá nánar »

 • Páskaeggjaleit við Gesthús á Selfossi á föstudaginn langa kl. 13:00

  Páskaeggjaleit við Gesthús á Selfossi á föstudaginn langa kl. 13:00

  image_pdfimage_print

  Föstudaginn langa kl. 13:00 verður hægt að leita að páskaeggjum í skóginum við Gesthús á Selfossi. Mæting er við þjónustuhús Gesthúsa en þar verður fólki leiðbeint um hvað sé hægt að leita og hvernig leikreglurnar eru. Leikurinn er hugsaður fyrir börn á aldrinum 5 – 12 ára en það er Sigrún Hauksdóttir hjá About South Iceland sem sér um skipulagningu eggjaleitarinnar. Fjöldi fyrirtækja í sveitarfélaginu hefur lagt verkefninu lið og vonandi að allir geti átt skemmtilega stund í Gesthúsum nk. föstudag.

  15.4.2014 | Sjá nánar »

 • Sveitarfélagið Árborg og Umf. Selfoss skrifa undir samning um rekstur Selfossvallar.

  Sveitarfélagið Árborg og Umf. Selfoss skrifa undir samning um rekstur Selfossvallar.

  image_pdfimage_print

  Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Umf. Selfoss um áframhaldandi rekstur á Selfossvelli. Samningurinn felur í sér að Umf. Selfoss sér um daglegan rekstur á mannvirkjum og keppnis- og æfingavöllum á svæðinu. Í nýja samningnum er gert ráð fyrir að hægt sé að bæta við starfsmanni á svæðið í heilsársstarf sem áður var bara sumarstarf. Samningurinn er til tveggja ára eða út árið 2015 og er að öðru leyti mjög líkur þeim samningi sem áður var í gildi. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sv. Árborgar og Kristín Bára Gunnarsdóttir, formaður Umf. Selfoss skrifuðu undir samninginn ásamt

  15.4.2014 | Sjá nánar »

 • Niðurstöður PISA 2012 fyrir Árborg

  Niðurstöður PISA 2012 fyrir Árborg

  image_pdfimage_print

  Á fundi fræðslunefndar 10. apríl sl. kynnti Almar Miðvík Halldórsson PISA-skýrslu sem var unnin sérstaklega fyrir Sveitarfélagið Árborg. Undir þessum dagskrárlið sátu einnig fundinn margir skólastjórnendur leik- og grunnskóla, ráðgjafar skólaþjónustunnar og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins. Almar var með afar góða kynningu og umræður voru fínar. Í PISA-skýrslunni fyrir Árborg er einkum fjallað um læsi, viðhorf, kennsluhætti og skólabrag í grunnskólum Árborgar

  15.4.2014 | Sjá nánar »

 • 15.4.2014

  Ívar Örn úr Fjölbrautaskóla Suðurlands komst í fjórtán manna úrslit

 • 15.4.2014

  Þór öruggur sigurvegari

 • 14.4.2014

  Grunnskólamót í sundi

 • 12.4.2014

  Dagskrá Vors í Árborg 2014 komin á netið