Fréttir

 • Tilkynning frá almannavarnanefnd

  Tilkynning frá almannavarnanefnd

  image_pdfimage_print

  Almannavarnanefnd Árnessýslu fundaði í dag með sérfræðingum á Veðurstofu Íslands vegna eldgossins við norðanverðan Vatnajökul, en líkur eru á gosmengun um allt Suðurland. Nefndin sendir frá sér meðfylgjandi tilkynningu, sem dreift verður í öll hús í sýslunni, þar sem íbúar eru hvattir til að fylgjast með aðstæðum utandyra og upplýsingum á netinu og í fjölmiðlum.

  18.9.2014 | Sjá nánar »

 • Gróðursetning og fjöruferð

  Gróðursetning og fjöruferð

  image_pdfimage_print

  Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru bauð Sveitarfélagið Árborg upp á gönguferð í Stokkseyrarfjöru og gróðursetningu í Þuríðargarði á Stokkseyri sl. sunnudag. Siggeir Ingólfsson gróðursetti reynivið í garðinum, en Siggeir hafði frumkvæði að því að byrjað var að planta á svæðinu fyrir fáum árum. Gönguna leiddu þeir Elfar Guðni Þórðarson og Þórður Guðmundsson og greindu þeir frá örnefnum í fjörunni, náttúrufari og bentu á ýmis listaverk náttúrunnar sem leynast víða.

  16.9.2014 | Sjá nánar »

 • Tilkynning frá Selfossveitum

  Tilkynning frá Selfossveitum

  image_pdfimage_print

  Vegna tengingar á nýrri stofnæð fyrir sveitarfélagið Árborg verður heitavatnslaust í Gráhellu og Austurbyggð á Selfossi  þriðjudaginn 16.september frá klukkan 9 að morgni og fram eftir degi.

  Einnig verður heitavatnslaust á eftirtöldum bæjum á sama tíma Lækjarmót , Lækjargarður, Votmúla, Austurás og Ásamýri, Sóley og Fossmúla.

  16.9.2014 | Sjá nánar »

 • Þáttur um Sveitarfélagið Árborg á INN í kvöld, mánudag kl. 21:00

  Þáttur um Sveitarfélagið Árborg á INN í kvöld, mánudag kl. 21:00

  image_pdfimage_print

  Í kvöld, mánudaginn 15. september verður sýndur þáttur um Sveitarfélagið Árborg á sjónvarpsstöðinni INN. Þátturinn hefst kl. 21:00 en í honum er rætt við fjölda viðmælenda úr sveitarfélaginu og má þar t.d. nefna Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, Ingunni Guðmundsdóttur í Pylsuvagninum, Gunnar Valberg Pétursson hjá Kayakferðum Stokkseyrar og Jóhann á Rauða húsinu á Eyrarbakka.

  15.9.2014 | Sjá nánar »

 • 15.9.2014

  Menningarmánuðurinn október 2014

 • 12.9.2014

  Norðurlandamót barnaskóla í skák haldið á Hótel Selfoss

 • 10.9.2014

  Dagur íslenskrar náttúru – fjöruferð og gróðursetning á Stokkseyri

 • 10.9.2014

  Skákkennsla grunnskólabarna