Fréttir

 • Trjágróður við lóðamörk – áskorun til íbúa!

  Trjágróður við lóðamörk – áskorun til íbúa!

  Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Dæmi eru um að gangandi og hjólandi vegfarendur þurfi að víkja af gangstéttum á akbrautir vegna trjágróðurs og getur það skapað verulega hættu, sér í lagi fyrir unga vegfarendur. Eins getur trjágróður skyggt sýn ökumanna við gatnamót sem einnig skapar óþarfa hættu í umferðinni. Sveitarfélagið Árborg skorar á garðeigendur að klippa tré sín svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu.

  30.6.2016 | Sjá nánar »

 • Vinnuskóli Árborgar – börn fædd 2002 fá fleiri vinnuvikur

  Vinnuskóli Árborgar - börn fædd 2002 fá fleiri vinnuvikur

  Vegna fjölda umhverfisverkefna í sveitarfélaginu hefur verið ákveðið að bjóða yngsta hópnum í vinnuskóla Árborgar 2 aukavikur í júlí. Um er að ræða tímabilið frá mánudeginum 11.júli til fim. 21. júlí en þessi sami hópur hefði átt að hætta fim. 7. júlí. Foreldrar barna á þessum aldri geta sent tölvupóst á vinnuskolinn@arborg.is til að tilkynna um hvort barnið viljið vinna þessar tvær aukavikur. Vinnuskólinn tekur einnig ennþá við nýjum umsóknum í alla aldurshópa eða börn fædd 2000. 2001 og 2002. Þessir þrír aldurshópar eru því allir búnir á sama tíma eða fimmtudaginn 21. júlí nk.

  29.6.2016 | Sjá nánar »

 • Sumarlestur og trjárækt

  Sumarlestur og trjárækt

  Allir sem leggja stund á blóma- og trjárækt vita að jarðvegurinn þarf að vera næringarríkur og vökva þarf reglulega í þurrkatíð. Hið sama á við lestrarfærni barna og unglinga, stöðugt þarf að næra lestrarblóm hvers og eins. Ef ekkert er lesið yfir sumartímann er hætt við að lestrarfærninni hraki á stuttum tíma sem er óskemmtilegt þegar komið er í skólann að hausti. Ábyrgð foreldra er mikil gagnvart stuðningi og lestrarþjálfun barnanna og á það jafnt við alla mánuði ársins.

  24.6.2016 | Sjá nánar »

 • Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands

  Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands

  Helgina 24. til 26. júní verður árlegt Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands haldið á Selfossi, nánar tiltekið á tjaldsvæðinu við Gesthús. Í ár verður bein útsending frá mótinu í gegnum netið og er tengill inn á útsendinguna hér: https://www.youtube.com/watch?v=1eArcy8NzrA

   

  24.6.2016 | Sjá nánar »

 • 23.6.2016

  Auglýsing um kjörfund vegna forsetakosninga í Sveitarfélaginu Árborg

 • 20.6.2016

  Hvatagreiðslur Sv. Árborgar verða að frístundastyrk

 • 20.6.2016

  Dagskrá Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka

 • 16.6.2016

  Ráðning leikskólastjóra í Árborg