Fréttir

 • Börnin í Hulduheimum fengu að sjá ýmsar tegundir sjávardýra

  Börnin í Hulduheimum fengu að sjá ýmsar tegundir sjávardýra

  Í dag, 23.sept. fengu börnin í leikskólanum Hulduheimum að sjá ýmsar tegundir af sjávardýrum sem einn sjómannspabbinn kom með. Börnin fengu að kíkja í Riddaragarð til að skoða. Sumir vildu snerta eða halda á fiski, humri eða öðrum sjávardýrum en aðrir vildu bara horfa. Einhverjum fannst svo lyktin svolítið skrítin. Skemmtilegt framtak sem eykur bara á fræðslu barnanna um dýralífið í sjónum.

  23.9.2016 | Sjá nánar »

 • Ungmennaráð Árborgar fundaði með bæjarstjórn

  Ungmennaráð Árborgar fundaði með bæjarstjórn

  Mánudaginn 19. september var árlegur fundur ungmennaráðs Árborgar með bæjarstjórn sveitarfélagsins. Á fundinum kemur ungmennaráð með tillögur að verkefnum ásamt fyrirspurnum til bæjarstjórnar sem aðilar reyna svo að vinna að sameiginlega. Á fundinum lögðu fulltrúar ungmennaráðsins m.a. fram tillögur um bíllausa viku í Árborg, vinna að því að gera Árborg plastpokalaust samfélag, auka fræðslu til ungmenna um stéttarfélög og geðheilbrigði, koma upp aksturíþróttasvæði sem væri hægt að nota undir ökukennslu og virkja lífsleiknitíma í grunnskólum betur. Ráðið lagði einnig fram fyrirspurn um menningarsalinn í Hótel Selfoss og lagði áherslu á að það þyrfti að koma salnum í nothæft ástand.

  23.9.2016 | Sjá nánar »

 • Menningarmánuðurinn október 2016

  Menningarmánuðurinn október 2016

  Menningarmánuðurinn október verður haldin hátíðlegur sjöunda árið í röð í Sveitarfélaginu Árborg. Nú í ár verða viðburðirnir fjölbreyttir líkt og endranær en helstu viðburðir eru opnun söguskilta, tónleikar, fjölmenningardagur og sögukvöld. Dagskrá hátíðarinn er í mótun og mun liggja fyrir í byrjun næstu viku. Áhugasamir sem eru með viðburði í mánuðinum geta tengt sinn viðburð við hátíðina og er hægt að senda upplýsingar á bragi@arborg.is eða hringja í síma 480-1900. Bætum við viðburðum í dagskrána til 30. september nk.

  22.9.2016 | Sjá nánar »

 • Fjölmenningardagur á Stað á Eyrarbakka laugardaginn 22.október 2016 (English)

  Fjölmenningardagur á Stað á Eyrarbakka laugardaginn 22.október 2016 (English)

  Sveitarfélagið Árborg stendur árlega fyrir svokölluðum „menningarmánuði“ í október þar sem fjölbreytt menning fær að njóta sín allan mánuðinn. Nú í ár kom upp sú hugmynd að halda fjölmenningardag laugardaginn 22. október milli kl. 13:00 og 17:00 í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Þá fengju íbúar á svæðinu sem eiga rætur að rekja til annarra landa tækifæri til sýni brot af sinni menningu ásamt því að kynnast öðrum. Hugmyndin er að boðið væri upp á smávægilegar veitingar frá hverju landi sem og 1-2 atriði sem gæti t.d. verið tónlist, dans, sögur eða eitthvað annað. Í boði væri styrkur upp í efniskostnað t.d. vegna veitinga.

  21.9.2016 | Sjá nánar »

 • 19.9.2016

  Nafnasamkeppni um göngu- og hjólreiðastíginn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar

 • 19.9.2016

  Nemendur í BES gróðursettu tré í tilefni af Degi íslenskrar náttúru

 • 12.9.2016

  Tilkynning frá Selfossveitum

 • 12.9.2016

  Móttaka flóttamanna