Fréttir

 • Rjómabúið á Baugsstöðum

  Rjómabúið á Baugsstöðum

  image_pdfimage_print

  Rjómabúið á Baugsstöðum austan Stokkseyrar  verður opið laugardaga og sunnudaga í júlí og ágúst frá kl. 13 til 18. Rjómabúið hóf starfsemi sína 1905 og starfaði nær óslitið til 1952. Þangað komu bændur úr  nágrenninu með rjóma sem hraustar rjómabússtýrur unnu úr smjör og osta. Það var opnað sem safn árið 1975. Vatnshjólið og tækin í vinnslusalnum munu snúast þegar gesti ber að garði og minna á löngu liðna tíma.

  30.6.2015 | Sjá nánar »

 • Rafrænir reikningar

  Rafrænir reikningar

  image_pdfimage_print

  Selfossveitur hafa ákveðið að hætta að senda út reikninga á pappírsformi til 65 ára og yngri. Hér eftir birtast reikningar einungis í heimabanka viðkomandi. Ef óskað er eftir því að fá reikning sendan heim er hægt að hafa samband á netfangið innheimta@selfossveitur.is 

  29.6.2015 | Sjá nánar »

 • Selfyssingar til sóma á Króknum

  Selfyssingar til sóma á Króknum

  image_pdfimage_print

  Tvö lið frá Selfossi í 6. flokki kvenna mættu til leiks í brakandi sól og blíðu á Landsbankamóti Tindastóls á Sauðárkróki um helgina.  Selfossstelpurnar stóðu sig vel á mótinu og gleðin var í fyrirrúmi bæði innan vallar og utan.  Rúm­lega eitt þúsund kepp­end­ur tóku þátt í mótinu en það er fyr­ir stúlk­ur í 6. og 7. flokki. Mótið hef­ur aldrei verið jafn stórt en það er nú orðið annað af tveim­ur stærstu kvenna­mót­um lands­ins með Síma­mót­inu.

  29.6.2015 | Sjá nánar »

 • Leikhópurinn Lotta kemur á Selfossi í dag, mánudaginn 29. júní kl. 18:00

  Leikhópurinn Lotta kemur á Selfossi í dag, mánudaginn 29. júní kl. 18:00

  image_pdfimage_print

  Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu gulu hænuna, glænýtt íslenskt leikrit þann 29. júní kl. 18:00 í Sigtúnsgarðinum á Selfossi. Þetta er níunda sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn leikið sér við Hróa hött, Gilitrutt, Stígvélaða köttinn, Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. Miðaverð er 1900 kr. og frítt er fyrir 2 ára og yngri.

  29.6.2015 | Sjá nánar »

 • 25.6.2015

  WOW CYCLOTHON 23.-26. Júní 2015 – krakkar úr Árborg taka þátt

 • 24.6.2015

  Selfossliðið vann stigakeppnina örugglega

 • 24.6.2015

  Sandra Dís renndi fyrir fiski í Ölfusá

 • 23.6.2015

  Starfsemi Sundhallar Selfoss flytur í nýju viðbygginguna