Fréttir

 • Þakkir vegna hátíðarhalda

  Þakkir vegna hátíðarhalda

  image_pdfimage_print

  Á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær voru bókaðar sérstakar þakkir til allra þeirra aðila sem staðið hafa að hátíðum og viðburðum í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2014 fyrir frábært framtak og óeigingjarnt starf. Bæjarstjórn telur það sveitarfélaginu og byggðakjörnum þess til mikils framdráttar að hafa fjölbreytt úrval hátíða sem laða að gesti, auðga mannlíf og auka samheldni íbúa. Bæjarstjórn vonast eftir góðu samstarfi um hátíðarhöld, viðburði og uppákomur, hér eftir sem hingað til.

  21.8.2014 | Sjá nánar »

 • Komdu og skoðaðu í kistuna mína

  Komdu og skoðaðu í kistuna mína

  image_pdfimage_print

  Þann 14. ágúst síðastliðinn  héldu Samtök áhugafólks um skólaþróun ráðstefnu í Smáraskóla í Kópavogi þar sem kennarar kynntu ýmsar hugmyndir og verkefni sem vel hafa reynst í skólastarfi. Boðið var uppá tólf stutt erindi, veggspjöld og sýningarbása. Ráðstefnunni var ætlað að verða nokkurs konar skiptimarkaður góðra hugmynda í upphafi vetrarstarfs.

  21.8.2014 | Sjá nánar »

 • Sundhöll Selfoss lokuð eftir 16:00 á morgun fim. 21.ágúst.

  Sundhöll Selfoss lokuð eftir 16:00 á morgun fim. 21.ágúst.

  image_pdfimage_print

  Sundhöll Selfoss lokar kl. 16:00 á morgun fimmtudaginn 21. ágúst vegna viðgerða á vatnslögn að sundlauginni. Stefnt er að því að opna aftur á venjulegum tíma 6:30 á föstudagsmorgninum 22.ágúst.

  20.8.2014 | Sjá nánar »

 • Umhverfisverðlaun Árborgar

  Umhverfisverðlaun Árborgar

  image_pdfimage_print

  Sveitarfélagið Árborg hefur valið götuna Fosstún á Selfossi sem fegurstu götuna í Árborg árið 2014. Skilti með viðurkenningunni var afhjúpað hinn 8. ágúst s.l. að viðstöddum íbúum í götunni. Fegursti garðurinn í Árborg var valinn garðurinn að Túngötu 57, Eyrarbakka, sem er í eigu Óðins Kalevi Andersen og Ásu Lísbetar Björgvinsdóttur.

  20.8.2014 | Sjá nánar »

 • 19.8.2014

  Íslandsmet á Selfossvelli

 • 18.8.2014

  Strætóferðum fjölgar innan Árborgar

 • 18.8.2014

  Kveðjuhóf í Jötunheimum fyrir Kristínu Ólafsdóttur

 • 14.8.2014

  Nýr aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Jötunheimum