Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 38

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
24.04.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Díana Lind Sigurjónsdóttir varamaður, B-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
Í upphafi kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2312231 - Ársreikningur Árborgar 2023
Fyrri umræða.
Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri fylgir ársreikningi úr hlaði.

Axel Sigurðsson, Á-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista og Bragi Bjarnason, D-lista taka til máls.

Samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum að vísa umræðu um ársreikning 2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn 8. maí nk.
Sveitarfélagið Árborg ársreikningur 2023 fyrri umræða 24_04_2024.pdf
2. 2312002 - Minnisblað um stöðu leikskólamála í Árborg nóv. 2023
Tillaga frá 12. fundi fræðslu- og frístundanefndar, frá 17. apríl, liður 1. Minnisblað um stöðu leikskólamála í Árborg nóv. 2023.
Minnisblað og tillögur frá sviðsstjóra og leiðtoga leikskólamála um vinnuumhverfi leikskólans.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti samhljóma tillögur frá sviðsstjóra og leiðtoga leikskólamála og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Axel Sigurðsson, Á-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, D-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, Díana Lind Sigurjónsdóttir, B-lista og Arnar Freyr Ólafsson B-lista, taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Bókun bæjarfulltrúa B-lista.
Díana Lind Sigurjónsdóttir, B-lista tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Framsóknar styðja tilraunina en vilja jafnframt taka fram að mikilvægt sé að starfsfólk og foreldrar séu vel upplýst um þessar breytingar og að skráningar séu gerðar notendavænar og einfaldar. Styðja þarf sérstaklega við viðkvæma hópa og þá sem eru með íslensku sem annað mál og gefa fólki svigrúm til að aðlagast breyttu kerfi. Einnig þarf að endurmeta tilraunaverkefnið að skólaárinu loknu og fá fram töluleg gögn og upplifun fólks af breytingunni. Hafa ber þó í huga að breytingarnar munu ekki leysa þann vanda sem leikskólastigið á við að etja. Rót vandans er að fjölga þarf leikskólakennurum. Samkvæmt lögum eiga tveir þriðju hlutar starfsfólks, sem sinnir menntun og uppeldi leikskólabarna, að vera leikskólakennarar. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands voru einungis 28% leikskólastarfsmanna menntaðir leikskólakennarar árið 2018. Fjölgun leikskólarýma gerir það að verkum að sífellt lægra hlutfall starfsmanna leikskóla hefur menntun í leikskólafræðum. Það er því enn verk að vinna og mikilvægt að styðja við nema í kennaranámi samhliða því að reyna að halda í þá kennara sem nú þegar eru starfandi, með bættu starfsumhverfi.

Díana Lind Sigurjónsdóttir
Arnar Freyr Ólafsson
Ellý Tómasdóttir.
3. 2111455 - Sértækur húsnæðisstuðningur - hækkun tekjumarka og aðrar leiðir
Tillaga frá 9. fundi velferðarnefndar frá 18. apríl, liður 1. Sértækur húsnæðisstuðningur - hækkun tekjumarka og aðrar leiðir.
Lagt er til samþykktar hækkun á tekju- og eignarmörkun þeirra sem sækja um sérstakan húsnæðisstuðning hjá sveitarfélaginu Árborg. Gildandi eru reglur Árborgar um sérstakan húsnæðisstuðning.

Velferðarnefnd samþykkti samhljóða og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna með gildistöku frá og með 01.05.2024.

Bragi Bjarnason, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
4. 2404207 - Breytingar á greiðsluþáttöku foreldra
Tillaga frá 9. fundi velferðarnefndar, frá 18. apríl, liður 4. Breytingar á greiðsluþáttöku foreldra.
Tillögur að breytingu á greiðsluþátttöku foreldra barna 18 mánaða og eldri. Tilraunarverkefni ágúst 2024-ágúst 2025.

Velferðarnefnd samþykkti samhljóða tillögur frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna. Velferðarnefnd felur sviðsstjóra að útfæra tillöguna nánar í samráði við félag dagforeldra.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Axel Sigurðsson Á-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, D-lista og Díana Lind Sigurjónsdóttir, B-lista, taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
5. 2311299 - Breyting á aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 - breyting á legu Selfosslínu 1
Tillaga frá 26. fundi skipulagsnefndar liður 6. Breyting á aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 - breyting á legu Selfosslínu 1.

Ráðgjafafyrirtækið Efla, í samráði við Landsnet og sveitarfélögin Flóahrepp og Árborg, leggur fram tillögu að breyttu Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, vegna breyttrar legu Selfosslínu 1, sem auglýst verður, skv. 1.mgr. 31.gr. skipulagalaga nr.123/2010. Lýsing vegna breytingar á
Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, hefur verið kynnt almenningi frá 8.febrúar 2024, til og með 29 febrúar 2024. Samhliða var lýsing kynnt vegna sambærilegrar breytingar á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029.
Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga, frá 13. mars til og með 3. apríl 2024, í báðu sveitarfélögum.
Í breytingunni felst breytt lega raflínu innan aðalskipulags Árborgar og Flóahrepps. Landsnet ráðgerir að Selfosslína 1 (66 kV) verði tekin niður á kaflanum frá núverandi tengivirki á Selfossi að mastri nr. 99 sem er norðan við Hellisskóg, norðan Ölfusár. Í staðinn verði lagður 132 kV jarðstrengur. Nýr jarðstrengur mun í megindráttum fylgja nýrri legu Suðurlandsvegar norðaustan við Selfoss og fara um nýja brú yfir Ölfusá, fylgir þaðan Ölfusá til norðurs. Áætluð lengd jarðstrengs frá tengivirki á Selfossi að mastri nr. 99 er um 3,1 km. Núverandi háspennulína og fyrirhugaður jarðstrengur liggja um Sveitarfélagið Árborg og Flóahrepp.
Breytingin nær til þéttbýlis á Selfossi og dreifbýlis beggja vegna Ölfusár, norðan og austan við Selfoss. Breytingin nær einnig til dreifbýlis í Flóahreppi. Í breyttri tillögu Aðalskipulags Árborgar 2020-2036, eftir kynningu, er gert ráð fyrir að strengurinn muni fara í jörðu norðan við Austurveg (var áður við Larsenstræti) frá Spennavirkishúsi Landsnets og til norðurs, austan við hreppamörk Flóahrepps. Til skoðunar er í samráði við Vegagerðina, að strenglega verði þar færð nær nýjum Suðurlandsvegi, þ.e. meðfram hringtorgi því er beinir umferð niður á núverandi hringtorg austast á Austurvegi. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar sem ákvarðar um matsskyldu, sbr. tl. 13.02 í viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður unnin matstilkynning og send til Skipulagsstofnunar.

Skipulagsnefnd Árborgar samþykkti tillögu að breytingu á gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, dags. 7.4.2024, í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og mælist til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreindar greina skipulagslaga, og feli skipulagsfulltrúa að leita heimildar Skipulagsstofnunar, til að auglýsa hana í samræmi við 1.mgr, 31. gr. skipulagslaga.
Skipulagsfulltrúa verði falið að leita umsagna frá eftirtöldum stofnunum: Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni, Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skógræktarfélagi Selfoss, auk Lands og Skóga.

Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
6. 2307062 - Eyravegur 40 - Deiliskipulag
Tillaga frá 26. fundi skipulagsnefndar, frá 10. apríl, liður 7. Eyravegur 40 - Deiliskipulag.
Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarstjórnar Árborgar 3. apríl sl..
Í inngangi máls var prentvilla sem snéri að hæð húsa og hefur verið leiðrétt, auk þess sem skýrar er kveðið að orði varðandi dvalarsvæði á þakgarði.
Larsen Hönnun, f.h. lóðarhafa leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðir á lóðinni Eyravegur 40. Lóðin sem er 2605m2 að stærð, er skilgreind í Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem Miðsvæði, M6. Gert er ráð fyrir fjölbýlishúsi á lóð með nýtingarhlutfalli allt að 1.7.
Tillagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 30-35 íbúða. Fjöldi hæða verði frá 3-5, og hámarkshæð húss allt að 15 metrar. Nýtingarhlutfall allt að 1,7 og bílastæði allt að 40. Auk þess er möguleiki á byggingu kjallara.

Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mæltist til að bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga, að teknu tilliti til nýrrar samþykktar Sveitarfélagsins Árborgar um samningsákvæði vegna aukins byggingarréttargjalds/byggingarmagns og nýtingarhlutfalls.

Axel Sigurðsson vék af fundi skipulagsnefndar við afgreiðslu málsins.

Axel Sigurðsson, Á-lista víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 10 atkvæðum.

Axel Sigurðsson, Á-lista, kemur aftur inn á fundinn.
Eyravegur 40 - Deiliskipulag.dags. 9.4.2024.pdf
7. 2403342 - Skipulagsgátt - Selfosslína 1 nr 324-2024 - tilkynning á framkvæmd
Umsagnarbeiðni um mál nr. 0324/2024 - Selfosslína 1, breyting, tilkynning um framkvæmd.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni úr Skipulagsgátt frá Skipulagsstofnun um mál nr. 0324/2024, Selfosslína 1, breyting á Aðalskipulagi Árborgar 2020-2024, tilkynning um framkvæmd (tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).
Borist hefur beiðni frá Skipulagsstofnun, þar sem óskað er umsagnar vegna tilkynningar Landsnets, um ákvörðun um matskyldu á grundvelli 20.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, vegna áforma Landsnets um að koma Selfosslínu I, í jörðu innan Sveitarfélagsins Árborgar.
Óskað er eftir að í umsögn komi fram eftir því sem við á, hvort Sveitarfélagið Árborg telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og eða vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls og leggur til eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Árborgar telur að Landsnet hafi með greinargerð um matsskyldufyrirspurn gert nægilega grein fyrir helstu framkvæmda- og rekstrarþáttum fyrirhugaðrar framkvæmdar, líklegum umhverfisáhrifum og aðgerðum sem stefnt er að til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Bæjarstjórn Árborgar telur að þar sem um jarðstreng sé að ræða þá muni verða lítil sem engin sjónræn áhrif vegna framkvæmdarinnar til lengri tíma litið. Ávinningurinn sé augljós, þ.e. varanleg jákvæð sjónræn áhrif við að fella niður og rífa Selfosslínu 1, eins og lýst hefur verið og koma henni í jörðu.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Ósk um umsögn - Skipulagsstofnun.pdf
8. 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Breyting á fulltrúum B-lista í bæjarstjórn, fræðslu- og frístundanefnd og velferðarnefnd.
Breyting á fulltrúum B-lista í fulltrúarráð Héraðsnefndar Árnesinga.
Breyting á fulltrúum B-lista á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, og Bergrisans bs.

Díana Lind Sigurjónsdóttir, nefndarmaður B-lista, óskar eftir því við bæjarstjórn að hún veiti henni lausn sem varabæjarfulltrúi úr bæjarstjórn frá og með 1. maí 2024. Lagt er til við bæjarstjórn að gerðar verði eftirfarandi breytingar á fulltrúum B-lista í eftirfarandi nefndum og ráðum í stað Díönu Lindar, B-lista.
Matthías Bjarnason verður 1. varamaður í bæjarstjórn.
Í fræðslu- og frístundanefnd verði Guðrún Rakel Svandísardóttir, aðalmaður í stað Díönu Lindar Sigurjónsdóttur.
Í Velferðarnefnd verði Guðrún Rakel Svandísardóttir, varamaður í stað Díönu Lindar Sigurjónsdóttur.
Í fulltrúaráð Héraðsnefndar Árnesinga verði Matthías Bjarnason aðalmaður og Guðrún Rakel Svandísardóttir varamaður.
Á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands verði Matthías Bjarnason, aðalmaður og Óskar Hróbjartsson, varamaður.
Á aðalfund Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) verði Matthías Bjarnason, aðalmaður og Óskar Hróbjartsson, varamaður.
Á aðalfund Bergrisans verði Matthías Bjarnason, aðalmaður og Óskar Hróbjartsson varamaður.

Díana Lind Sigurjónsdóttir, B-lista, Bragi Bjarnason, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
9. 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Kosning í kjördeildir
Lagt er til að eftirtaldir fulltrúar verði í kjörstjórnum í forsetakosningum 1. júní 2024:

Yfirkjörstjórn
Aðalmenn:
Ingimundur Sigurmundsson
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
Steinunn Erla Kolbeinsdóttir

Varamenn:
Þórarinn Sólmundarson
Anna Ingadóttir
Jón Páll Hilmarsson

Kjördeild 1
Aðalmenn:
Íris Böðvarsdóttir
Hólmfríður Einarsdóttir
Ólafur Bachmann Haraldsson

Varamenn:
Steinar Hermannsson
Sigrún Helga Einarsdóttir
Herborg Anna Magnúsdóttir

Kjördeild 2
Aðalmenn:
Grétar Páll Gunnarsson
Ingibjörg Jóhannesdóttir
Valdemar Bragason

Varamenn:
Drífa Björt Ólafsdóttir
Dagbjört Sævarsdóttir
Heiða Sólveg Haraldsdóttir

Kjördeild 3
Aðalmenn:
Margrét Katrín Erlingsdóttir
Hafdís Kristjánsdóttir
Jónína Halldóra Jónsdóttir

Varamenn:
Garðar Hrafn Skaptason
Helena Sif Zóphoníasdóttir
Ingibjörg Elfa L. Stefánsdóttir

Kjördeild 4
Aðalmenn:
Guðrún María Jóhannsdóttir
Inger Schiöth
Brynja Hjálmtýsdóttir

Varamenn:
Elísabet Davíðsdóttir
Sigríður Sigurjónsdóttir
Eiríkur Már Rúnarsson

Kjördeild 5
Aðalmenn:
Guðmundur Sigmarsson
Magnús Gísli Sveinsson
Kristjana Hallgrímsdóttir

Varamenn:
Gunnar Þorkelsson
Herdís Sif Ásmundsdóttir
Helga Berglind Valgeirsdóttir

Kjördeild 6
Aðalmenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir
Ólafur Már Ólafsson
Ragnhildur Jónsdóttir

Varamenn:
Elín Dögg Haraldsdóttir
Berglind Sigurðardóttir
Ingi Þór Jónsson

Kjördeild 7
Aðalmenn:
Lýður Pálsson
Rannveig Brynja Sverrisdóttir
Vigdís Jónsdóttir

Varamenn:
Víglundur Guðmundsson
Barði Páll Böðvarsson
Guðmundur Magnússon

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Forseti leggur til að tekið verði fundahlé kl. 17:53.

Fundi framhaldið kl. 17:57.

Vegna tæknilegra örðuleika óska fulltrúar B-lista eftir að leggja fram bókun við lið nr. 2 í fundargerð Minnisblað um stöðu leikskólamála í Árborg nóv. 2023 og er hún sett undir 2. lið í fundargerð. Er það samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
10. 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022-2026
Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði 8. maí.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Fundargerðir
11. 2403020F - Skipulagsnefnd - 25
25. fundur haldinn 18. mars.
12. 2403029F - Eigna- og veitunefnd - 29
29. fundur haldinn 26. mars.
13. 2403027F - Bæjarráð - 81
81. fundur haldinn 4 apríl.
14. 2404006F - Bæjarráð - 82
82. fundur haldinn 11. apríl.
15. 2403023F - Skipulagsnefnd - 26
26. fundur haldinn 10. apríl.
16. 2404010F - Bæjarráð - 83
83. fundur haldinn 18. apríl.
Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls undir lið 7. Göngubrú yfir Ölfusá.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica