Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 30

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
16.04.2024 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Jóhann Jónsson nefndarmaður, D-lista,
Arnar Freyr Ólafsson nefndarmaður, B-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson nefndarmaður, S-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varamaður, D-lista,
Sigurður Ólafsson ,
Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Ólafsson, deildarstjóri
Í upphafi óskaði formaður eftir því að vegna forfalla sviðstjóra yrði dagskrárliði 3. á fundarboði, Staða viðhalds- og nýframkvæmda 2024, frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.

Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista tekur þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.


Dagskrá: 
Erindi til kynningar
1. 1811216 - Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
Farið yfir heildaruppgjör á Selfosshöllinni.
Lagt fram til kynningar.

Bókun meirihluta D lista:
Fulltrúar D lista í eigna- og veitunefnd þakka starfsmönnum fyrir greinagóða samantekt á heildaruppgjöri vegna framkvæmda við Selfosshöllina. Fram kemur í uppgjörinu að heildarkostnaður við framkvæmdina hafi verið kr. 1.857.426.708- m/vsk. Því miður lá ekki fyrir heildarkostnaðaráætlun fyrir verkefnið. Kostnaðaráætlun útboðsliða var kr. 1.200.418.640- m/vsk. Framkvæmdin í heild var um 657 milljónum yfir útboðsáætlun eða um 55% sem skýrist bæði af verkþáttum sem voru hærri en kostnaðaráætlun og verkþáttum sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun. Má þar m.a. nefna aðkeypta tækniþjónustu, lóðarfrágang, aðgangsstýringu og leyfisgjöld.


Bókun B og S lista:
Undirritaðir Bæjarfulltrúar draga í efa samanburðarhæfi verktalna er varða áætlun og heildarlokakostnað í bókun D lista. Af þeim sökum getum við ekki tekið undir bókun meirihluta.

Arnar Freyr Ólafsson B Lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson S Lista

2. 2402245 - Norðurhólar 3 - Jötunheimar viðbygging
Farið yfir mögulega stækkun á leikskólanum Jötunheimum.
Lagt til kynningar.
3. 2404138 - Staða viðhalds- og nýframkvæmda 2024
Farið yfir stöðu viðhalds- og nýframkvæmda 2024
4. 2302166 - Umferðarskipulag Árborg 2023 -
Farið yfir vinnu við uppfærslu á umferðarskipulagi Árborgar
Lagt fram til kynningar og unnið að uppfærslu umferðarskipulags sveitarfélagsins Árborgar frá árinu 2013.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica