Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 27

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
24.04.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Bryndís Embla Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2402095 - Austurás L 208094 - Deiliskipulag frístundahúsa og aðstöðuhús
Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulag frístundahúsa, auk aðstöðuhúss í landi Austuráss L208094, á fundi skipulagsnefndar 14.2.2024 og samþykkti Bæjarstjórn Árborgar sama mál á fundi sínum 21.2.2024.
„Larsen hönnun og ráðgjöf leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi Austuráss L208094. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 4 frístundahúsum, auk aðstöðuhús, á 3ha spildu, norðan Votmúlavegar, við Lækjarmótaveg. Hámark byggingarmagns innan byggingarreits er 300m2, og er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 20 manns. Tillagan er í samræmi við kafla 4.2.1. í Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036.“
Tillagan hefur verið auglýst i samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, í Lögbirtingarblaði og Dagskránni frá 28.2.2024, með athugasemdafresti til 10.4.2024. Tillagan var einnig aðgengileg á heimasíðu Árborgar.
Tvær athugasemdir bárust, annarsvegar frá Jóhönnu Eivinsdóttur Christiansen Austurmúla 1. L227703, og hinsvegar sameiginlegar athugasemdir frá Jóhönnu Eivinsdóttur Christiansen Austurmúla 1. L227703, Liselot Simoen Austurmúla 3. L227704, og Eiríki Jóhannessyni Lækjarmót land L166198.
Athugasemdir snúa að hugsnelegri mengun vegna ryks vegna aukinnar umferðar um Lækjarmótaveg. Bent er á að þar eru börn sótt í skóla af skólabíl og lýst yfir áhyggjum af öryggi þeirra, vegna aukinnar umferðar um veginn. Talinn verða forsendubrestur af hálfu íbúa í Austurási 1,ef það rísi „ferðaiðnaður“ á þessum stað. Telja ofangreindir aðilar að með uppbyggingu frístundahúsa á þessum stað muni það hafa áhrif á endursöluverð eigna þeirra.
Að lokum er borin fram tillaga um aðra staðsetningu, þar sem aðkoma yrði frá Votmúlavegi.
Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands auk Vegagerðarinnar. Vegagerðin gerir athugasemd við að aðkoma inn á svæði frístundahúsa sé gegnt aðkomu inn að Austurmúlai og Austurmúla 3. Þá bendir Heilbrigðiseftirlit Suðurland á lausnir varandi regnvatn/ofanvatn.

Nefndin þakkar fyrir innsendar athugasemdir.
Austurás L208094 er skráð sem lögbýli samkæmt lögbýlaskrá og fellur því að skilgreiningu Aðalskipulags Árborgar 2020-2036, þar sem eftirfarandi er fyrirskrifað:
„Á bújörðum er heimilt að hafa húsnæði allt að 500 m2 fyrir starfsemi sem er ótengd landbúnaði.
Einnig er heimilt að byggja 4 stök frístundahús og vera með gistingu fyrir allt að 20 gesti.“
Staðsetning frístundahúsa miðast við að fjarlægð frá Votmúlavegi skuli vera minnst 100m. Verði húsum valinn annar staður nást ekki þau lágmörk. Nefndin telur að umferð muni ekki aukast það mikið að það verði örðugt að búa í nágrenni frístundahúsa vegna rykmengunar. Þá bendir nefndin á að ekki sé í hendi að lítið sem ekkert verði byggt við Lækjarmótaveg í nánustu framtíð, og eða að það verið sett bundið slitlag á veginn.
Brugðist hefur verið við ofangreindum athugasemdum Vegagerðarinnar, með því að færa aðkomu sunnar um 50 m. Texti vegna athugasemda HES hefur einnig verið lagfærður.

Skipulagsnefnd samþykkir breytta/lagfærða tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42.gr. skipulagslaga og auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar Árborgar skv. 3.mgr. 41.gr. sömu laga.
2. 2404147 - Deiliskipulagsbreyting óveruleg - Tryggvaskáli lóð
Til kynningar:
Oddur Hermannsson Landform, f.h. Skálafélagsins leggur fram til kynningar og umræðu frumdrög að staðsetningu hússins Ingólfs á nýrri óstofnaðri lóð norðan Tryggvaskála á Selfossi. Vitnað er til samþykktar í Bæjarráði Árborgar 16. nóvember 2023 á grundvelli 9.gr. reglna um úthlutanir lóða, að Skálafélaginu yrði veitt vilyrði fyrir lóð norðan Tryggvaskál til 6 mánaða, og yrði sá tími nýttur til útfærslu á hugmyndum Skálafélagsins varðandi endurbyggingar og staðsetningar í samráði við sveitarfélagið, sem yrði loks lagt fyrir Bæjarráð að nýju til skoðunar. Skálafélagið telur staðsetningu norðan við Tryggvaskál vera einstaklega góða og í raun forsenda fyrir endurbyggingu hússins.

Til kynningar
3. 2404049 - Víkurheiði 2 (Eyði-Mörk L194375)- Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Víkurheiði 2, á Selfossi. Í berytingunni fellst að byggingarreitur á austurhluta lóðar 2 færist til
suðvesturs til að tryggja betri nýtingu lóðar og hagkvæmni varðandi
aðkomu. Breytingin er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Árborgar 2020-2036. Aðeins er gerð breyting á uppdrætti deiliskipulags. Að undanskildum
þeim breytingum sem fjallað er um hér gilda ákvæði í gildandi
skipulagi.

Skipulagsnefnd telur að um svo óverulega breytingu sé að ræða, að hún muni á engan hátt hafa áhrif á lóðarhafa eða aðra í nágrenni Víkurheiðar 2.
Skipulagsnefnd samþykkir óverulega deiliskiplagsbreytingu í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagalaga nr. 123/2010 og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv.sömu grein skipulagslaga, og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda.
4. 2404254 - Skilmálar fyrir úthlutun á viðbótarlandi-lóðum - Árborg
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að nýju skilmálum vegna óska lóðarhafa um viðbótarlóð, eða land í eigu sveitarfélagsins Árborgar. Nokkuð er til af auðum og óhirtum/lítt hirtum svæðum víða í Árborg í og við lóðir. Á sumum svæðum getur það verið beggja hagur, þ.e. lóðarhafa og sveitarfélagsins, að lóðarhafi fái til afnota og hirði viðbótarsvæði, sem í raun gagnast sveitarféaginu ekki sérstaklega. Verði þá litið til þess í felstum tilfellum að gerður verði nýr lóðarleigusamningur/viðauki um leigu á viðbótarlandi, sem lúti nýjum skilmálum sveitarfélagsins varðandi frágang á svæðum, þar sem horft verði til frágangs, hæðarmála á veggjum/skjólbeltum, öryggisþátta osfr.
Skipulagsnefnd samþykkir skilmála fyrir viðbótarlóðir í Árborg og leggur til við bæjarráð Árborgar að samþykkja þá. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra skilmála í samræmi við umræður fundar.
5. 2112190 - Norðurgata 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur S. Arndal lóðarhafi á Norðurgötu 26, sendir inn beiðni um leyfi til að hnika til staðsetningu skemmu, sem til stendur að reisa á lóðinni. Við færsluna mun skemman í einu horni fara örlítið út fyrir byggingarreit. Með uppstilltri staðsetningu skemmu fæst bersta mögulega nýting á lóðinni. Fyrir liggur samykki lóarhafa nærliggjandi lóða.
Skipulagsnefn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi, þar sem fyrir liggur samþykki lóðarhafa nærliggjandi lóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica