Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 84

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
24.04.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri
Formaður leitar afbrigða að taka á dagskrá ársreikning Sveitarfélagsins Árborgar 2023, málsnr. 2312231. Er það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2404083 - Aðstaða mótocrossdeildar UMF. Selfoss
Lagt fram til staðfestingar samkomulag um kostnað við flutning á æfingar- og keppnissvæði mótocrossdeildar Umf. Selfoss.

Afgreiðslu máls var frestað á 83. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir samkomulagið sem er innan fjárhagsáætlunar 2024.
2. 2404273 - Þjónustusamningur við Dansakademíu Selfoss
Lagður fram til staðfestingar þjónustusamningur við Dansakademíu Selfoss.
Bæjarráð staðfestir samninginn sem gildir út árið 2024. Samningurinn er í samræmi við fyrra samkomulag og innan fjárhagsáætlunar.
3. 2402347 - Rauðholt - Endurnýjun götu, lagna auk yfirborðsfrágangs - Ósk um framkvæmdaleyfi
Niðurstaða útboðs vegna gatnagerðar við Rauðholt 2024.
Mannvirkja- og umhverfissvið óskar eftir leyfi bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verkið.

Farið yfir innkomin tilboð í framkvæmdina "Rauðholt 2024".
Fjögur tilboð bárust í verkið. Bæjarráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli kröfur útboðsgagna.
Minnisblað_Rauðholt 2024_bæjarráð_220424.pdf
4. 2404251 - Umsögn - frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun 900. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 19. apríl, það sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál. Umsagnafrestur er til 3. maí.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar á mannvirkja- og umhverfissviði.
Frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.pdf
Tölvupóstur - Til umsagnar 900. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
5. 2404252 - Umsögn - þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál
Erindi frá Alþingi, dags. 19. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál. Umsagnafrestur er til 3. maí.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar á mannvirkja- og umhverfissviði.
Tölvupóstur - Til umsagnar 899. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi.pdf
6. 2312231 - Ársreikningur Árborgar 2023
Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2023 til endurskoðunar og til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fundargerðir
7. 2404017F - Eigna- og veitunefnd - 30
30. fundur haldinn 16. apríl.
Bæjarfulltrúi Arnar Ír Gunnarsdóttir S lista tekur undir bókun B og S lista undir lið eitt "Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli" í fundargerð Eigna-og veitunefndar.
8. 2404015F - Fræðslu- og frístundanefnd - 12
12. fundur haldinn 17. apríl
9. 2404009F - Velferðarnefnd - 9
9. fundur haldinn 18. apríl.
Fundargerðir til kynningar
10. 2402001 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2024
71. fundur haldinn 18. mars.
Lagt fram til kynningar.
Bergrisinn - 71. stjórnarfundur.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:37 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica