Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

  • 2.3.2024 - 25.8.2024, Listasafn Árnesinga

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Loftnet | Hrafnkell Sigurðsson

Salur 1

Náttúran er ekki bara allt um lykjandi heldur leynist hún sömuleiðis innra með okkur og hindrar okkur í að draga skörp skil milli ytri veraldar og innri vitundar. Þess vegna glímir Hrafnkell Sigurðsson við náttúruna eins og sá sem veit sig vera óaðskiljanlegan hluta hennar í einu og öllu. Hann spennir hornótt og áberandi tjöld sín – framandi aðskotahluti í líkingu við samhverfar geimstöðvar eða austurlenskar pagóður – andspænis mjallhvítri fönninni alltumlykjandi.

Hamflettur | Sigga Björg Sigurðardóttir og Mikael Lind

Salur 2

Myndbandsinnsetning Hamflettur, er unnin sérstaklega fyrir sýninguna. Innsetningin samanstendur af 30 vídeóverkum og 30 hljóðverkum unnum fyrir 3 skjávarpa og 6 hátalara.

Sigga Björg vinnur jöfnum höndum að hlutbundnum og óhlutbundnum teikningum á pappír, ásamt því að mála og teikna beint á veggi. Hún hefur skapað fjölmörg myndbandsverk er byggja á stop-motion tækni þar sem hver rammi hreyfimyndarinnar er handteiknaður. Á sýningunni má auk vídeóverkana sjá teikningarnar þrjátíu sem urðu til við gerð myndbandsverkanna og mætti líta á þær teikningar sem hreyfimyndir jafnvel þótt þær séu unnar með blýanti, penna og vatnslit á pappír. Teikningarnar eru unnar lag fyrir lag og teknar upp ramma fyrir ramma, eru því tengsl teikninganna við myndbandsverkin órjúfanleg.  

Kaþarsis | Kristinn Már Pálmason

Salur 3

Málverk Kristins Más Pálmasonar eru stór að stærðum og sprúðlandi af lífi, nánast á hreyfingu og draga okkur til sín líkt og hvirfilbylur, svo mikið er að gerast á myndfletinum. Okkur birtast þar ýmis rúmfræðileg form, birtingarmyndir ýmiss tákna og vísanir í táknfræði fyrri tíma og samtímans, hlutbundin og óhlutbundin teikning, sums staðar handskrift og annars staðar náttúruleg form. 

Draumur móður minnar | Erla S. Haraldsdóttir

Salur 4

Litrík málverkaröð Erlu S. Haraldsdóttur er unnin með olíu á striga en einnig beint á veggi safnrýmisins. Með mynstruðum veggverkunum, sem innblásin eru af mynsturgerð kvenna af Ndbele ættbálknum í Suður-Afríku þar sem Erla býr sjálf; myndar hún marglaga tengingar milli þeirra hlutbundnu verka er endurspegla þætti úr draumum langalangömmu hennar um huldufólk. Draumana skrifaði hún í dagbók ung að aldri. Með dagbókina í sínum fórum, um 160 árum síðar, leitar Erla fanga í draumafrásögnunum og veltir, í formi málverka, fyrir sér gildi þeirra í samtíma okkar og því sem draumarnir eru mögulega að segja okkur um illsýnilegar hliðarveraldir. Verkin á sýningunni eru þriðja útfærsla Erlu af myndröðinni, sem heldur áfram að þróast að sýningu lokinni.

Forskoðun á mynd

Nánar um sýningarnar | Listasafn Árnesinga


Viðburðadagatal

2.3.2024 - 25.8.2024 Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Sjá nánar
 

24.4.2024 - 31.5.2024 Sundhöll Selfoss Með mold á hnjánum | Sundhöll Selfoss

Saga og þróun garðyrkju í Árnessýslu ásamt uppbyggingu ylræktunar og útiræktunar eru rakin í þessari fróðlegu sýningu í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

26.4.2024 - 28.4.2024 Sveitarfélagið Árborg Stóri Plokkdagurinn 2024

Líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við íbúa og plokksamfélagið sem vill stuðla að snyrtilegu umhverfi.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica