Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 40

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
04.07.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1906157 - Beiðni - aukning á stöðugildi veturinn 2019-2020
Málinu var frestað á 39. fundi bæjarráðs en óskað var eftir tillögum frá bæjarstjóra og fræðslustjóra um markmið og verklag í tengslum við starfsnám leik- og grunnskólakennaranema.
Bæjarráð samþykkir tímabundið 20% stöðugildi leiðsagnarkennara fyrir skólaárið 2019-2020. Áætlaður kostnaður fjárhagsárið 2019 er 611.415.-
Bæjarráð gerir ráð fyrir að þessi kostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar.
Nýtt starfsheiti leiðsagnarkennara_240619_uppfært.pdf
2. 1904044 - Yfirlýsing vegna lífskjarasamninga 2019-2022 á almennum vinnumarkaði
Bókun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. júní, vegna álagsprósentu fasteignaskatts.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt stjórnar sambandsins vegna erindis ASÍ.pdf
3. 1603084 - Verndarsvæði í byggð - Eyrarbakki
Á 39. fundi bæjarráðs, undir liðnum fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka, var bæjarstjóra falið að afla gagna og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs sundurliðað kostnaðaryfirlit yfir þá verkþætti sem þegar hafa verið unnir í tengslum við verkefnið Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka. Samhliða því verði lögð fram kostnaðaráætlun yfir þá vinnu sem eftir er til þess að ljúka við verkefnið.
Landform hefur lokið stærstum hluta síns verkþáttar og mun skila skýrslu um vinnuna og stöðu verkefnisins til Árborgar í ágúst. Þá verður hægt að leggja mat á kostnað við að ljúka verkefninu og sækja 70% af samþykktum styrk vegna verkefnisins til Minjastofnunar.
4. 1904302 - Starfsmannamál - launað námsleyfi haustið 2019
Ósk um launað námsleyfi.
Bæjarráð telur ekki mögulegt að verða við erindinu að þessu sinni. Bæjarráð felur bæjarstjóra, ásamt sviðstjórum sem málin varða, að vinna drög að reglum um styrki sveitarfélagsins til starfsmanna vegna starfstengds náms og leggja fyrir bæjarráð í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar í haust.
5. 1906161 - Trúnaðarmál
Áður frestað á 39. fundi bæjarráðs.
Gögn verða lögð fram á fundinum.

Fundargerð ásamt minnisblaði bæjarstjóra lagt fram á fundinum.
6. 1809027 - Úthlutun aflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019
Tilkynning frá Fiskistofu, dags. 28. júní. Makríll hefur nú verið hlutdeildarsettur um 80% aflamarks 2019, úthlutað til bráðabirgða.
Lagt fram til kynningar.
Tilkynning frá Fiskistofu - Makrílveiðar.pdf
7. 1907004 - Umhverfisátak í Flóahreppi sumarið 2019
Erindi frá Flóahreppi dags. 14. júní til íbúa og fasteignaeigenda í Flóahreppi. Hreint Suðurland - Umhverfis Suðurland.
Lagt fram til kynningar.
Til fasteignaeigenda í Flóahreppi - sunnlenskt átak í hreinsun og fegrun umhverfis.pdf
8. 1904069 - Rekstrarleyfisumsögn - Annalyn Guesthouse
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 5. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistinga í flokki II, minna gistiheimili. Umsækjandi Adan ehf, kt. 510706-0480. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsóknina á fundi sínum 26. júní sl.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að leyfið verði veitt.
Beiðni um umsögn um rekstrarleyfisumsókn fyrir gistingu í flokki II.pdf
9. 1904021 - Rekstrarleyfisumsögn - Tryggvagata Apartment
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 2. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II. Umsækjandi: Rest slf, kt. 450118-1090. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsóknina á fundi sínum 26. júní sl.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að leyfið verði veitt.
Beiðni um umsögn um rekstrarleyfisumsókn fyrir gistingu í flokki II - 1904021.pdf
10. 1906071 - Rekstrarleyfisumsögn - Vor veitingar
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 5. júní, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II, veitingastofa og greiðasala. Umsækjandi: Vor veitingar ehf., kt. 540519-2500.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsóknina á fundi sínum 26. júní sl.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að leyfið verði veitt.
Beiðni um umsögn um rekstarleyfi - Vor veitingar ehf.pdf
11. 1801139 - Eftirlit á móttökustað fyrir úrgang í landi Lækjamóta
Erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 28. júní, áætlun um frágang og vöktun - urðunarstaður að Lækjarmóti.
Samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins 2010-2030 er umrætt svæði skilgreint sem efnislosunarsvæði en ekki urðunarstaður og hefur svæðið alltaf verið notað í samræmi við skipulagsskilmála. Bæjarráð mótmælir fullyrðingum Umhverfisstofnunar um að þarna sé um urðunarstað að ræða og felur bæjarstjóra að svara erindinu á þann veg.
Málið er að öðru leyti í úrvinnslu hjá mannvirkja- og umhverfissviði.
12. 1905419 - Grænamörk - lóðafrágangur
Á 39. fundi bæjarráðs var óskað eftir nánari kostnaðarupplýsingum og tillögu að viðauka vegna málsins.


Samkvæmt minnisblaði sem fyrir liggur á fundinum er farið fram á fjárfestingarviðauka að upphæð kr. 7.500.000 vegna lóðarfrágangs við Grænumörk.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun.
13. 1905139 - Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2020
Breyting á fulltrúa starfsmanna í vinnuhóp vegna unglingalandsmóts 2020.
Atli Marel Vokes tekur sæti í hópnum í stað Auðar Guðmundsdóttur.
14. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
Endurskoðun á vinnuhóp um leikskólabyggingu við Engjaland 21.
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson mun sitja fundina fyrir hönd fræðslunefndar í stað Örnu Írar, formanns fræðslunefndar.
15. 1906158 - Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands 2019
Erindi frá EBÍ þar sem fram kemur að aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ verði haldinn föstudaginn 20. september nk. á Hótel Natura.
Lagt fram til kynningar.
Fundarboð á aðalfund fulltrúaráðs EFÍ.pdf
16. 1905407 - Stofnfundur samstarfsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál
Drög að yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. júní, um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að samþykkja yfirlýsinguna.
Bæjarráð tekur undir yfirlýsinguna. Nú þegar er Svf. Árborg þátttakandi í Framfaravog sveitarfélaga og Heilsueflandi samfélagi, en bæði verkefnin byggja á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.pdf
Fundargerðir
17. 1906011F - Skipulags og byggingarnefnd - 23
17.30. 1810167 - Umsókn um hækkun nýtingarhlutfalls að Sílalæk 24, erindið hefur verið grenndarkynnt. Umsækjandi: Gunnar Ingi Jónsson
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir skipulagstillöguna.
17.31. 1903134 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs að Skógarflöt, erindi hefur verið grenndarkynnt. Fyrirspyrjandi: Tómas A.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir skipulagstillöguna.
17.36. 1905086 - Beiðni um breytingu á vegi að Norðurleið 24, erindið hefur verið grenndarkynnt.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir skipulagstillöguna.
17.37. 1704198 - Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi að Laxabakka 4 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist. Umsækjandi: Helgi Jónsson.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagstillögunni verði hafnað.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð hafnar skipulagstillögunni að tillögu skipulags- og byggingarnefndar.
17.38. 1905108 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir stækkun á dreifistöð. Umsækjandi HS Veitur.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir stækkun á dreifistöð.
18. 1906013F - Eigna- og veitunefnd - 6
Fundargerðir til kynningar
19. 1904185 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss
2. fundur haldinn 28. maí.
Erindi vegna gangstétta og gönguleiða er vísað til eigna- og veitunefndar til umfjöllunar.
Erindi vegna jarðvegs vísað til umhverfisnefndar.
Erindi um leikvelli vísað til eigna- og veitunefndar.
Erindi um grænt svæði við Tjarnarbyggð vísað til eigna- og veitunefndar.
Erindi vegna opnunartíma sundlauga vísað til menningar- og frístundanefndar.
Erindi vegna grenndargáma vísað í umhverfisnefnd.
Erindi vegna dýrafangara vísað í umhverfisnefnd.




Hverfisráð Selfoss 2.fundur.pdf
20. 1903289 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2019
Fundur haldinn 24. júní.
Vísað til umhverfisnefndar: 2.,3. og 4. liður.
Vísað til eigna- og veitunefndar: 5., 6., 7. og 9. liður.
Fundur haldinn 24.06.19.pdf
21. 1901335 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
872. fundur haldinn 21. júní.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 872.pdf
22. 1902004 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnessýslu bs. 2019
Fundargerð vorfundar, 16. fundur.
Fundargerð 16. fundar.pdf
23. 1902248 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2019
9. fundur haldinn 25. júní.
190625 stjórn Byggðasafns Árnesinga nr. 9.pdf
24. 1905258 - Fundargerðir byggingarnefndar Búðarstígs 22
3. fundur haldinn 25. júní.
190625 bygginganefnd Byggðasafns nr. 3.pdf
25. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
5. fundur haldinn 24. júní.
Fundur faghóps 24.6.1019.pdf
26. 1901039 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
281. fundur haldinn 11. júní.
281. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands, 11.06.19.pdf
27. 1901272 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019
197. fundur haldinn 11. júní.
197. fundur 11. júní 2019 fundagerð.pdf
28. 1905312 - Fundargerðir Leigubústaða Árborgar ses. 2019
Stjórnarfundur haldinn 20. júní.
29. 1903124 - Fundargerðir Bergrisans bs. 2019
7. fundur haldinn 26. júní.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica