Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Heilsueflandi samfélag

Sveitarfélagið Árborg gerðist formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 20.maí 2019 þegar Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Alma D. Möller, landlæknir, undirrituðu samning þess efnis í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Með heilsueflandi samfélagi skapast vettvangur fyrir markvisst lýðheilsustarf í sveitarfélögum, skólum og vinnustöðum. Meginmarkmiðið er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsusamlegum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra.

Sveitarfélagið Árborg er 24. sveitarfélagið á Íslandi sem tekur þátt í verkefninu og er markmiðið að heilsueflandi verkefni sem tengjast hreyfingu, geðrækt, næringu og almennra lífsgæða verði í forgrunni í stefnumótun og aðgerðum sveitarfélagsins.Heilsueflandi-samfelag-S_logo_Arborg

Hvað er Heilsueflandi samfélag?

Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem Embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl.

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.

Ahrifathaettir-heilbrigdis-og-vellidanar

Í Heilsueflandi samfélagi er heilsa og líðan allra íbúa í fyrirrúmi í allri stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum og allir geirar hafa hlutverk. Unnið er með áhrifaþætti heilbrigðis og vellíðanar s.s. félags-, efnahags- og menningarlegar aðstæður, manngert og náttúrulegt umhverfi til að skapa sem ákjósanlegastar aðstæður í lífi, leik og starfi fyrir fólk á öllum æviskeiðum. Holla valið þarf að vera eins auðvelt og kostur er s.s. að hreyfa sig, borða hollt, rækta geðið og ástunda grænan lífsstíl á sama tíma og spornað er gegn áhættuhegðun s.s. neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna. Stuðningur við starf Heilsueflandi leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er mikilvægur liður í starfi Heilsueflandi samfélags.

Heimsmarkmið

Heilsueflandi samfélag (HSAM), vinnustaðir og skólar er heildrænt, þverfaglegt starf sem embætti landlæknis stýrir í samstarfi og samráði við sveitarfélög, vinnustaði og skóla í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra. Er það samhljóma heimsmarkmiði 3, heilsa og vellíðan, og fellur vel að lykiláherslu heimsmarkmiðanna um að enginn sé skilinn eftir við innleiðingu heimsmarkmiðanna.

Markvisst lýðheilsustarf felur í sér notkun lýðheilsuvísa, gátlista og annarra gagna til að meta stöðuna og forgangsraða í samræmi við þarfir hverju sinni. Unnið er með áhrifaþætti heilbrigðis og vellíðanar, s.s. félags-, efnahags- og menningarlegar aðstæður, manngert og náttúrulegt umhverfi til að stuðla að vellíðan allra. Árangursrík innleiðing Heilsueflandi samfélags, skóla og vinnustaða styrkir þannig allar þrjár grunnstoðir sjálfbærni þ.e. félagslega, umhverfislega og efnahagslega þætti.

HeilsaOgVellidanMedHeimsmarkmid

Verkefnastjórn heimsmarkmiðanna og embættis landlæknis hafa síðan í byrjun árs 2018 átt samstarf um m.a. að auka vitund um heimsmarkmiðin og innleiða þau í starf Heilsueflandi samfélags. Samstarf hagaðila sem starfa á landsvísu m.a. í gegnum starf stýrihóps HSAM og samráðsvettvangs um HSAM og heimsmarkmiðin. Samstarfið felur m.a. í sér tækifæri til samræmingar á milli málefnasviða og gagnaöflun sem nýtist í stefnumótun og ákvarðanatöku ríkis og sveitarfélaga. Meðal annars er unnið að tengingu heimsmarkmiðanna við öll viðmið í gátlistum HSAM hér á vinnusvæðinu heilsueflandi.is.

Lýðheilsuvísar?

Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og tengda áhrifaþætti. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir stöðuna í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísar eru einnig greindir fyrir minni svæði s.s. sveitarfélög eftir því sem gögnin leyfa hverju sinni.

Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda heilbrigðisþjónustu, sveitarfélögum og öðrum að greina stöðuna, finna styrkleika og áskoranir og skilja þarfir íbúa þannig að hægt sé að vinna með markvissum hætti að því að bæta heilsu og líðan á öllum æviskeiðum. Lýðheilsuvísar eru mikilvægur liður í starfi Heilsueflandi samfélags og öðru heilsueflandi starfi á vegum embættis landlæknis.

Lýðheilsuvísar eru gefnir út árlega sem einblöðungar fyrir hvert heilbrigðisumdæmi. Einnig má skoða valda lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum og fyrir fjölmennustu sveitarfélögin í mælaborði lýðheilsu.

Nánari upplýsingar um lýðheilsuvísa eru á vefsíðu embættis landlæknis

Stýrihópur

Stýrihópinn skipa:

Bragi Bjarnason deildarstjóri frístunda- og menningardeildar fer fyrir hópnum og er tengiliður hópsins bragi@arborg.is 

Díana Gestsdóttir | Lýðheilsufulltrúi í Árborg | dianag@arborg.is
Esther Helga Guðmundsdóttir | Næringarráðgjafi
Guðmundur kr. Jónsson | Ungmennafélagsfrömuður
Páll Sveinsson | Kennari og Skólastjóri

Hægt að koma fyrirspurnum og tillögum á hópinn með því að senda tölvupóst á bragi@arborg.is eða á dianag@arborg.is


Nánari upplýsingar um heilsueflandi verkefni í sveitarfélaginu koma hingað inn von bráðar en hægt er að kynna sér betur verkefnið „Heilsueflandi samfélag“ með því að smella á hlekkina hérna að neðan.

Nánar um Heilsueflandi samfélag
Nánar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

  • HSAM-Arborg_Gisli-H.-Halldorsson-og-Alma-D.-Moller-med-HSAM-fanann_1579098341879
  • HSAM-Arborg_Undirritun-samnings-Gisli-H.-Halldorsson-og-Alma-D.-Moller_1579098364415
  • HSAM-Arborg_Hopmynd-2_1579098381397


Þetta vefsvæði byggir á Eplica