Heilsueflandi samfélag

Sveitarfélagið Árborg gerðist formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi (HSAM) þann 20.maí 2019 þegar Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Alma D. Möller, landlæknir undirrituðu samning þess efnis í Hleðsluhöllinni (íþróttahúsinu Iðu) á Selfossi.

Heilsueflandi-samfelag-S_logo_Arborg

Með þátttöku í verkefninu mun Sveitarfélagið Árborg vinna með markvissum hætti að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Heilsa og líðan íbúa mun verða í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum innan sveitarfélagsins sem um leið tengist innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Sveitarfélagið Árborg er 24. sveitarfélagið á Íslandi sem tekur þátt í verkefninu og er markmiðið að heilsueflandi verkefni sem tengjast hreyfingu, geðrækt, næringu og almennra lífsgæða verði í forgrunni í stefnumótun og aðgerðum sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið hefur stofnað starfshóp um verkefni heilsueflandi samfélags og mun Bragi Bjarnason, deildastjóri frístunda- og menningardeildar starfa með hópnum. Starfshópurinn fundar einu sinni í mánuði og er hægt að koma fyrirspurnum og tillögum á hópinn með því að senda tölvupóst á bragi@arborg.is.

Starfshópinn skipa: 
- Ásrún Aldís Hreinsdóttir, nemi og ungmennaráðsfulltrúi
- Díana Gestsdóttir, íþróttafræðingur
- Esther Helga Guðmundsdóttir, næringarráðgjafi
- Guðmundur Kr. Jónsson, smiður og ungmennafélagsfrömuður
- Páll Sveinsson, kennari og skólastjóri

Nánari upplýsingar um heilsueflandi verkefni í sveitarfélaginu koma hingað inn von bráðar en hægt er að kynna sér betur verkefnið „Heilsueflandi samfélag“ með því að smella á hlekkina hérna að neðan.

Nánar um Heilsueflandi samfélag
Nánar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

  • HSAM-Arborg_Gisli-H.-Halldorsson-og-Alma-D.-Moller-med-HSAM-fanann_1579098341879
  • HSAM-Arborg_Undirritun-samnings-Gisli-H.-Halldorsson-og-Alma-D.-Moller_1579098364415
  • HSAM-Arborg_Hopmynd-2_1579098381397


Þetta vefsvæði byggir á Eplica