Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða


Tilkynningar

Tilkynningar frá Sveitarfélaginu Árborg.


14. september 2020 : Malbikun á þjóðvegi 1

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:
Þriðjudaginn 15. september er stefnt á að malbika á Þjóðvegi 1 frá Landvegamótum í austur. Veginum verður lokað í vestur og hjáleið um Landveg og veg númer (281-01), umferð í austur ekur meðfram vinnusvæði. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.82 .

Sjá nánar

11. september 2020 : Útboð

Fasteignafélag Árborgar óskar eftir tilboðum í :
Nýr grunnskóli í Björkurstykki - Byggingastjóri - Framkvæmdaeftirlit
Verkið felur í sér að taka að sér hlutverk byggingastjóra og framkvæmdaeftirlits vegna rúmlega 5000 fermetra byggingar 1. áfanga Björkurskóla á Selfossi í nýju hverfi sem er í uppbyggingu sunnan við núverandi byggð í Selfossi.

Sjá nánar

10. september 2020 : Skilyrði fyrir notkun á akstursþjónustu

Af gefnu tilefni viljum við árétta að notendur akstursþjónustu fatlaðra og aldraðra mega ekki nýta almenna akstursþjónustu ef þeir falla undir eftirfarandi:

Sjá nánar

9. september 2020 : Viðgerðir á hitaveitu

Vegna viðgerða á hitaveitu við leikskólann Árbæ verður heitavatnslaust miðvikudaginn 9.september á eftirtöldum stöðum: Sóltún, Fosstún, Fossvegur 2,4,6, Austurmýri og Húsasmiðjunni.

Sjá nánar

3. september 2020 : Malbikað við Ölfusárbrú í kvöld

Í kvöld fimmtudagskvöld 3. september er stefnt á að malbika við Ölfusárbrú. Önnur akrein verður malbikuð í einu og mun umferð á leið austur aka meðfram vinnusvæði. Ölfusárbrú verður lokuð fyrir umferð á leið vestur og hjáleið um Eyrabakkaveg.

Sjá nánar

1. september 2020 : Vegaframkvæmdir

Biskupstungnabraut (35-03) frá Hringtorginu við Borg og ca. 2,5 km í átt að Svínavatni verður lokuð þartil seinnipart fimmtudagsins 3. sept. vegna malbikunarframkvæmda.

Vísað verður á hjáleið um Sólheimaveg (354) meðan á lokun stendur.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica