Almenningssamgöngur

Strætóleiðir 51 og 52 eiga leið um Selfoss en þær tengja Sveitarfélagið Árborg við Reykjavík og Suðurland.  Árborgarstrætó (ÁS) gengur innan Sveitarfélagsins Árborgar (sjá nánar neðar á síðunni)

Hagnýtt

Leið 51: Tvær ferðir á dag alla daga vikunnar á milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði
Leið 52: Þrjár ferðir á dag milli Reykjavíkur og  Landeyjahafnar í Herjólf, alla daga vikunnar.
Leið 71: Fjórar ferðir mánudaga til föstudaga milli  Þorlákshafnar og Hveragerðis.
Leið 72: Selfoss um Grímsnes að Flúðum og til baka um Skeið.
Leið 73: Selfoss um Skeið að Flúðum og til baka um Grímsnes.
Árborgarstrætó:  Innanbæjarstrætó um Árborg alla daga vikunnar.
Kótelettan: Innanbæjarstrætó á Kótelettunni 10. júlí.


Íbúar eru hvattir til að nota Strætó-Appið til að kaupa strætómiða, einnig er hægt að versla strætómiða í bókasöfnum Árborgar

 • Bókasafn Árborgar á Selfossi
  Sumartími: 1. júní - 31. ágúst
  Mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00, laugardaga kl. 10:00 - 15:00
  Vetrartími: 1. september - 31. maí
  mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 19:00, laugardaga kl. 10:00 - 14:00
 • Bókasafnið á Stokkseyri og á Eyrarbakka
  Opnunartími
  Mánudaga og þriðjudaga kl 16.00 - 18.00, fimmtudaga kl. 19:00 - 21:00

Námsmannaafsláttur

Námsmenn, með lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg, sem skráðir eru í nám við háskóla eða framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu fái 15% afslátt af fargjöldum með strætó, kaupi þeir persónubundin íbúakort.

Umsókn

 

Ás

Frítt er í strætó innan Árborgar fyrir alla aldurshópa 

Frá 2.janúar 2021 er frítt fyrir alla aldurshópa í Árborgarstrætóinn og því geta allir íbúar Árborgar nýtt sér innanbæjarstrætói endurgjaldslaust. Að auki fjölgar ferðum upp í tíu á virkum dögum og fimm um helgar þar sem ekið er bæði laugardaga og sunnudaga. 
Árborgarstrætóinn nýtist að auki sem frístundaakstur milli þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu og tengist við frístundaaksturinn innan Selfoss sem sjá má betur hér: Frístundaakstur  

 

Tímatöflur Árborgarstrætó má sjá hér að neðan:

Arborgarstraeto-virkir-dagar-fra-24.feb  Arborgarstraeto-helgar-fra-24.feb

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica