Persónuvernd
Sveitarfélagið Árborg hefur útbúið persónuverndaryfirlýsingu sem nær yfir söfnun, notkun, birtingu, flutning og geymslu á persónuupplýsingum. Undir öllum kringumstæðum leitast sveitarfélagið við að safna einungis þeim persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar.
Megináherslur í persónuverndarmálum
Hvaða persónuupplýsingum er safnað?
Undir öllum kringumstæðum leitast sveitarfélagið við að safna einungis þeim persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar. Í ákveðnum tilvikum þarf sveitarfélagið að safna viðkvæmum persónuupplýsingum, svo sem um heilsufar, trúarbrögð, aðild að stéttarfélagi og þjóðernislegan uppruna. Sérstök aðgát er höfð við meðferð skal slíkra upplýsinga.
Hjá sveitarfélaginu fer fram fjölbreytt starfsemi og er sveitarfélaginu nauðsynlegt að safna og vinna með persónuupplýsingar um mismunandi hópa einstaklinga. Þær persónuupplýsingar sem sveitarfélagið hefur undir höndum geta verið um íbúa þess, starfsmenn, viðsemjendur og aðra þriðju aðila sem nauðsynlegt er að eiga samskipti við.
Varðveisla persónuupplýsinga
Sveitarfélagið Árborg er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Vegna
þess er sveitarfélaginu óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali sem fellur undir gildissvið
þeirra laga nema með heimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru þær persónuupplýsingar sem
sveitarfélagið vinnur afhentar Þjóðskjalasafni að þrjátíu árum liðnum.
Öryggi upplýsinga
Sveitarfélagið Árborg leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra öryggisráðstafana til að
tryggja öryggi persónuupplýsinga í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu
persónuupplýsinga nr. 90/2018. Felur það meðal annars í sér að aðeins þeir starfsmenn hafa
aðgang að persónuupplýsingum sem þess þurfa starfs síns vegna.
Auk þess stuðlar sveitarfélagið að aukinni vitundarvakningu hjá starfsmönnum með reglulegri
þjálfun og fræðslu um hvernig gæta skal að öryggi persónuupplýsinga.
Réttindi einstaklinga
Hafi einstaklingar veitt samþykki fyrir vinnslu tiltekinna persónuupplýsinga eiga þeir rétt
samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 að afturkalla
samþykki sitt hvenær sem er. Sá réttur hefur þó ekki áhrif á lögmæti þeirrar vinnslu sem fram
fór áður en samþykki var afturkallað. Þá njóta þeir einnig annarra réttinda, svo sem réttar til að
vera upplýstir um vinnslu, réttar til aðgangs að gögnum, réttar til að fá rangar eða villandi
upplýsingar leiðréttar, réttar til að persónuupplýsingum verði eytt, réttar til að hindra að unnið
verði með persónuupplýsingar um þá og réttar til að flytja eigin upplýsingar. Hafa skal í huga
að réttindi einstaklinga eru ekki alltaf fortakslaus og kunna að vera háð ýmsum skilyrðum.