Kortasjá LH - Reiðleiðir
Í samstarfi við Loftmyndir ehf. hefur samgöngunefnd Landsambands Hestamannafélaga (LH) unnið að skráningu reiðleiða. Einungis þær reiðleiðir sem eru á staðfestu aðalskipulagi eru settar í kortasjána. Reiðleiðirnar skiptast í þrjá flokka, þéttbýlis-, stofn- og héraðsleiðir.
Athugið að ávallt þarf að meta aðstæður hverju sinni, vöð breytast, girðingar og skurðir koma og jafnvel fara, sumar leiðir geta verið illfærar og jafnvel ófærar t.d. vegna aurbleytu eða holklaka, allt eftir tíðarfari og árferði.
Fylgið reiðleiðum aldrei í blindni, leitið ávallt upplýsinga um viðkomandi reiðleiðir hjá aðilum sem þekkja til.
Ábendingar um það sem betur má fara í kortasjánni eru vel þegnar og sendist til lh@lhhestar.is
Góða ferð!
Skráning reiðleiða er í eigu LH. Öll notkun umfram birtingu á kortinu er óheimil nema með leyfi LH.