Við vekjum athygli á
Snjallmælar teknir í notkun hjá Selfossveitum
Sú vinna stendur yfir hjá Selfossveitum að snjallmælavæða allar veitur í sveitarfélaginu Árborg. Sjá nánar hér.
Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og frístundastyrk vegna áhrifa af Covid-19
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og frístundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.
Fundarboð
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 20. janúar 2021 í
Grænumörk 5, Selfossi, kl.17:00.
Reiknivél fasteignagjalda
Nú er komin reiknivél fasteignagjalda á vef sveitarfélagsins, sjá nánar í valmynd undir Stjórnsýsla-Fjármál og rekstur-Reiknivélar eða með því að smella hér .
Fréttasafn
Börn að selja viðkvæmar myndir í gegnum samfélagsmiðla
Í framhaldi af umræðu á RÚV um rannsókn á greiðslum netníðinga til barna fyrir nektarmyndir vill forvarnarhópur Árborgar vekja sérstaka athygli á málinu þar sem t.d. er reynt að ná samskiptum við börn í gegnum samfélagsmiðlana Snapchat, Instagram, Telegram og Tiktok ásamt einhverjum tölvuleikjum.
Nýtt stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna
Frá haustdögum 2016 hafa sveitarfélögin Árborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær verið í faglegu samstarfi um þýðingu og staðfæringu á stöðumatstæki sem nýtist skólum til að leggja mat á námshæfni, þekkingu og reynslu nemenda af erlendum uppruna á þeirra tungumáli. Í lok ársins 2018 bættist Fellaskóli í Reykjavík inn í samstarfið.
Lífshlaupið hefst 3. feb | Skráning hefst 20.jan
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta.
Nafnasamkeppni vegna nýs hringtorgs
Á fundi Eigna- og veitunefndar Árborgar þann 14. janúar sl. var ákveðið að efna til nafnasamkeppni vegna nýs hringtorgs á gatnamótum Suðurhóla/Eyrarabakkavegar og Hagalæks á Selfossi.
Laus störf
Ertu að leita að nýju starfi? Kíktu inn á ráðningavefinn okkar og leitaðu að þínu draumastarfi
Sjá nánarViðburðir

Listagjáin | Hafið
Nú stendur yfir sýning tveggja myndlistakvenna þeirra Katrínar Lilju Kristjánsdóttur og Margrétar Elfu í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi.
Sjá nánarÁ héraðsskjalasafninu, Selfossi, eru rúmlega 1.000 hillumetrar af skjölum
Yfir 150.000 ljósmyndir hafa borist Héraðsskjalasafni Árnesinga. Afhendingarnar frá byrjun eru tæplega 1.600 talsins. Héraðsskjalasafnið geymir ómetanlegar heimildir um sögu héraðsins frá ofanverðri 19. öld og fram á þá 21.
Lesa meira