Forsvarsmenn Foreldrafélags Vallaskóla komu færandi hendi sl. þriðjudag og færðu öllum krökkum í 1. bekk Vallaskóla á Selfossi endurskinsvesti með nafni og merki skólans, að gjöf. Með í för voru fulltrúar frá lögreglunni á Suðurlandi sem fræddu börnin um mikilvægi þess að nota vestin.