Fréttir

 • Jól í Árborg 15. desember

  Jól í Árborg 15. desember

  14.12.2018 | Sjá nánar »

 • Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2019

  Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2019

  Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar var  lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 þar sem gert er ráð fyrir 505 milljóna króna afgangi. Helst ber til tíðinda að gert er ráð fyrir að A-hluti skili 48,5 milljóna króna afgangi og er það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem áætlun fyrir A-hluta er skilað með afgangi, utan þess að gert var ráð fyrir 4 m.kr. afgangi í þeirri áætlun sem lögð var fram fyrir ári síðan.

  Samkvæmt áætluninni eru álagningarprósentur skatta á íbúðarhúsnæði lækkaðar umtalsvert til að mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á fasteignamati í sveitarfélaginu. Þannig lækkar fasteignaskattur úr 0,325% í 0,275%, sem er 15,4% lækkun á skattinum.

  13.12.2018 | Sjá nánar »

 • Söfnuðu 1,5 milljón króna fyrir Björgunarfélag Árborgar

  Söfnuðu 1,5 milljón króna fyrir Björgunarfélag Árborgar

  Björgunarfélag Árborgar fékk í morgun afhentan ágóða af góðgerðardögum sem haldnir voru í Sunnulækjarskóla á Selfossi í síðustu viku.
  „Þegar við fréttum að nemendurnir ætluðu að styrkja okkur þá vorum við að velta fyrir okkur að kaupa sjúkrabörur fyrir peninginn, sem kosta um 100.000 krónur. Þá var okkur sagt að við yrðum að kaupa okkur eitthvað dýrara, eða þá margar sjúkrabörur,“ sagði Björgvin Óli Ingvarsson, stjórnarmaður í Björgunarfélagi Árborgar, þegar hann ávarpaði nemendur skólans í morgun.
  Það var hárrétt því ágóðinn af góðgerðardögunum var rúmlega ein og hálf milljón króna, 1.503.274 kr.

  13.12.2018 | Sjá nánar »

 • Lengri opnun í Sundhöll Selfoss fim. 13.des. – Magnús Kjartan spilar fyrir gesti

  Lengri opnun í Sundhöll Selfoss fim. 13.des. - Magnús Kjartan spilar fyrir gesti

  Fimmtudaginn 13. desember nk. verður lengri opnun í Sundhöll Selfoss en þá er opið til kl. 22:00. Boðið verður upp á ljúfa jólatónlist í bland við sígild lög við undirleik og söng Magnúsar Kjartans Eyjólfssonar.  Hvílum okkur aðeins á jólaundirbúningnum og eigum notalega kvöldstund í Sundhöll Selfoss.  Magnús byrjar að spila um kl. 20:45 í sundlaugargarðinum. 

  13.12.2018 | Sjá nánar »

 • 13.12.2018

  Pólska sendiráðið færir Vallaskóla bókagjöf

 • 10.12.2018

  Álfheimar 30 ára

 • 6.12.2018

  Opnir íþróttatímar í íþróttahúsi Vallaskóla 9. og 16. desember kl. 10

 • 5.12.2018

  Jólasveinarnir koma á Selfossi