Fréttir

 • 17. júní hátíðarhöld á Selfossi og Eyrarbakka

  17. júní hátíðarhöld á Selfossi og Eyrarbakka

  Lýðveldisdagurinn 17. júni verður haldin hátíðlegur í Sveitarfélaginu Árborg nk. mánudag með hátíðardagskrá á Eyrarbakka og Selfossi. Dagskrá dagsins má sjá hér að neðan en til viðbótar við hefðbundna dagskrá mun Forsætisráðuneytið í samvinnu við Landsamband bakarameistara bjóða upp á svokallaða „Lýðveldisköku“ í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Kakan verður í boði í hátíðartjaldinu á Selfossi frá kl. 13:30. Íbúar er hvattir til að taka þátt í hátíðardagskrá og mæta með íslenska fánann á lofti.

  12.6.2019 | Sjá nánar »

 • Lokun á Langholti við Austurveg

  Lokun á Langholti við Austurveg

  Selfossveitur auglýsa í samstarfi við Vegagerðina lokun á Langholti við Austurveg vegna framkvæmda við endurnýjun lagna í veitukerfum Selfossveitna. Lokunin hefst þann 11. júní 2019. Lokunin varir í óákveðinn tíma. Hjáleiðir verða um Austurveg, Larsenstræti og Gaulverjabæjarveg.  Vegfarendur eru beðnir um tillitssemi og aðgát við framkvæmdasvæðið. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða vegna framkvæmdarinnar.

  12.6.2019 | Sjá nánar »

 • Vinnuskóli Árborgar fer af stað

  Vinnuskóli Árborgar fer af stað

  Nú er Vinnuskóli Árborgar byrjaður og vinnuhópar lagðir af stað til að fegra og bæta samfélagið okkar í sumar. Verkefni vinnuskólans eru fjölbreytt og koma starfsmenn m.a. að ýmiskonar viðhaldsverkefnum og hreinsun grænna svæða og gatnakerfis Árborgar. Innan vinnuskólans sumarið 2019 er einnig starfræktur hópur sem heitir Grænjaxlinn en hann kemur að fréttablaði vinnuskólans sem kemur út tvisvar yfir sumarið ásamt öðrum skapandi verkefnum.

  12.6.2019 | Sjá nánar »

 • Skemmdarverk

  Skemmdarverk

  Það var sorgleg aðkoman í Sigtúnsgarðinum á miðvikudagsmorguninn þegar vinnuhópur mætti á staðinn til að gera snyrtilegt í beðunum og sá þetta áningaborð í molum. Einhverjir höfðu brotið það og er það mjög miður að það skulu vera til aðilar sem gera svona. Ef einhver veit hverjir voru að verki eða voru vitni að þessu má senda póst á birna@arborg.is

  6.6.2019 | Sjá nánar »

 • 6.6.2019

  Vinnuskóli Árborgar – Hópaskipting

 • 5.6.2019

  Gámasvæðið Víkurheiði 4 lokað milli 12:00 og 13:00 fimmtud. 6. júní

 • 3.6.2019

  Setning Vinnuskólans í Árborg fer fram fimmtudaginn 6. júní 2019 frá 20:00 – 21:00

 • 1.6.2019

  Lokun á Austurvegi – þjóðvegi 1 milli Langholts og Laugardælavegar