Fréttir

 • Samningar milli Sv. Árborgar og Umf. Selfoss undirritaðir

  Samningar milli Sv. Árborgar og Umf. Selfoss undirritaðir

  Þann 15. maí sl. voru undirritaðir samningar milli Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss um áframhaldandi stuðning sveitarfélagsins við starf ungmennafélagsins ásamt rekstrarsamningum um Selfossvöll, Mótorcrossbraut og júdósal. Þjónustu- og styrktarsamningurinn sem gildir til eins árs eða út árið 2017 felur í sér greiðslur árið 2017 upp á kr. 43.250.000- ásamt kr. 34.650.000- í rekstrarsamningum. Í þjónustusamningnum er lagt til fjármagn til reksturs skrifstofu Umf. Selfoss ásamt barna- og unglingastyrk, jólasveinanefnd, afreksstyrk, íþrótta- og tómstundaskóla og akademíustyrk. Sú gleðilega nýjung er í samningnum að sveitarfélagið leggur nú sérstaka upphæð í meistaraflokka félagsins.

  24.5.2017 | Sjá nánar »

 • Verðlaun afhent fyrir vegabréfaleikin „Gaman Saman“ á Vori í Árborg

  Verðlaun afhent fyrir vegabréfaleikin "Gaman Saman" á Vori í Árborg

  Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar afhenti í dag, þriðjudaginn 24. maí verðlaun fyrir þátttöku í vegabréfaleiknum „Gaman Saman“ sem fram fer í tengslum við Vor í Árborg ár hvert. Þrjú ungmenni fengu aðalvinning og tvö aukavinninga. Aðalvinninga fengu þau Patrekur Antonsson, Halldór Halldórsson og Sigrún Björk Björnsdóttir og aukavinninga fengu þau Þorgeir Kristjánsson og Birgitta Lind Scheving. Er öllum þeim sem tóku þátt í vegabréfaleiknum þakkað fyrir þátttökuna en aldrei hafa jafn margir skilað inn vegabréfum eftir hátíðina. Á meðfylgjandi mynd eru verðlaunahafarnir ásamt Kjartani.

  24.5.2017 | Sjá nánar »

 • Endurmenntunarnámskeið í ágúst 2017 á vegum skólaþjónustu Árborgar og grunnskólanna

  Endurmenntunarnámskeið í ágúst 2017 á vegum skólaþjónustu Árborgar og grunnskólanna

  Að höfðu samráði við skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnu­lækjarskóla og Vallaskóla hefur verið ákveðið að vera með sérstaka endur­menntunardaga 10., 11. og 14. ágúst 2017. Flest námskeiðin voru valin í kjölfar ábendinga og óska frá kennurum og skólastjórnendum grunnskólanna nú í vetur. Styrkur úr Endurmenntun­ar­sjóði grunnskóla og styrkur frá Mennta­málaráðuneytinu v/Bio­philia gera þetta góða framboð mögulegt og eru allir kennarar, skóla­stjórnendur og starfsfólk skólaþjónustu hvattir til góðrar þátttöku.

  24.5.2017 | Sjá nánar »

 • Sundlaug Stokkseyrar lokuð fös. 26. maí vegna viðhalds

  Sundlaug Stokkseyrar lokuð fös. 26. maí vegna viðhalds

  Sundlaug Stokkseyrar verður lokuð föstudaginn 26. maí nk. vegna viðhalds. Opnar aftur stundvíslega laugardaginn 27. maí.

  24.5.2017 | Sjá nánar »

 • 23.5.2017

  Sumarblaðið 2017 – leiðrétting vegna sundnámskeiðs

 • 22.5.2017

  „Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“

 • 19.5.2017

  Kaldavatnslaust vegna bilunar

 • 18.5.2017

  Tilboð í verkið „Sorphirða fyrir heimili, stofnanir og gámastöð Árborgar“