Fréttir

 • Stóra upplestrarkeppnn 2018

  Stóra upplestrarkeppnn 2018

  Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar 2018 var haldin í Versölum í Þorlákshöfn þriðjudaginn 13. mars sl. Lokahátíðin er samstarfsverkefni grunnskólanna, Radda, skólaþjónustu Árborgar og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Á lokahátíðinni keppa þrír keppendur frá hverjum skóla, sem hafa verið valdir í forkeppni í sínum skóla.  Skólarnir sem áttu fulltrúa á hátíðinni voru Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Grunnskólinn í Hveragerði, Sunnulækjarskóli og Vallaskóli.

  16.3.2018 | Sjá nánar »

 • Opinn fjölskyldutími í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi sun. 18.mars kl. 10:00

  Opinn fjölskyldutími í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi sun. 18.mars kl. 10:00

  Næsti opni fjölskyldutími í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi er sunnudagurinn 18.mars kl. 10:00 – 11:30 en næstu tímar eru síðan 25. mars. 8., 15. og 29. apríl og 6. og 13. maí. Tímarnir verða kl. 10:00 – 11:30 og eru foreldrar velkomnir með börnin sín í IÐU. Árni Páll Hafþórsson og Díana Gestsdóttir sjá um fjölskyldutímana og eru til aðstoðar í salnum en tímarnir eru ætlaðir fyrir börn og foreldra en ekki er ætlast til þess að börn séu skilin ein eftir í salnum.

  15.3.2018 | Sjá nánar »

 • Ljósmyndasýning á 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Árborgar

  Ljósmyndasýning á 20 ára afmæli Sveitarfélagsins Árborgar

  Sveitarfélagið Árborg mun opna ljósmyndasýningu í tengslum við 20 ára afmæli sveitarfélagsins á Vor í Árborg í apríl 2018.  Á sýningunni er ætlunin að vera með brot af því besta af mannlífi Árborgar í þessi 20 ár.  Hér með er óskað eftir myndum á sýninguna frá íbúum sem sýna fólk og viðburði við hin ýmsu tækifæri á árunum 1998 til 2018.  Myndir þurfa að vera í góðri upplausn þannig að þær þoli stækkun. Ekki verður greitt fyrir myndir en nafn ljósmyndara verður getið.

  12.3.2018 | Sjá nánar »

 • Hönnun Sigtúnsgarðs, Tryggvagarðs og Heiðarvegsróló á Selfossi

  Hönnun Sigtúnsgarðs, Tryggvagarðs og Heiðarvegsróló á Selfossi

  Hönnun á Sigtúnsgarðinum, Tryggvagarði og Heiðarvegsróló er í fullum gangi en áhugasamir geta enn komið með ábendingar og hugmyndir til hönnuða í gegnum facebooksíðu verkefnisins „Útivistarsvæði á Selfossi“. Heilmargar hugmyndir hafa komið inn sem gætu sett skemmtilegan svip á þessi svæði og hönnuðir eru að nota í sinni vinnu. Ef þú ert með góða hugmynd þá endilega deildu henni í gegnum fésbókarsíðu verkefnisins en hana má finna hér. 

  8.3.2018 | Sjá nánar »

 • 5.3.2018

  Þjálfararáðstefna Árborgar fimmtudaginn 8. mars nk.

 • 1.3.2018

  Menningarhátíðin Vor í Árborg 18.-22.apríl 2018

 • 27.2.2018

  Álagning fasteignagjalda 2018

 • 25.2.2018

  Breytingar á tímatöflu strætó innan Árborgar