Fréttir

 • Forvarnarhópur Árborgar – Foreldrasýning og málþing „Lof mér að falla“ þri. 23.okt.

  Forvarnarhópur Árborgar - Foreldrasýning og málþing "Lof mér að falla" þri. 23.okt.

  Forvarnarhópur Sveitarfélagsins Árborgar býður upp á sýningu á myndinni „Lof mér að falla“ í samstarfi við Bíóhúsið á Selfossi þriðjudaginn 23. október nk. kl. 18:00. Sýningin fer fram í Bíóhúsinu á Selfossi og er endurgjaldslaus.  Eftir myndina eða um kl. 20:00 verður málþing á Hótel Selfoss þar sem öllum foreldrum í sveitarfélaginu er boðið að mæta og taka þátt. Á málþinginu fjalla þau Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Jóhannes Kr. Kristjánsson um reynslu sína sem ættingjar (systir og faðir) einstaklinga sem hafa fallið frá vegna fíkniefnaneyslu.  Ásamt þeim koma fulltrúar frá barnavernd og lögreglu og ræða við foreldra. 

  16.10.2018 | Sjá nánar »

 • Tilkynning frá Selfossveitum

  Tilkynning frá Selfossveitum

  Vegna tengingar á nýrri stofnlögn verður heitavatnslaust í eftirfarandi götum fimmtudaginn 18.október: Tröllhólar og Dverghólar.  
  Vatnið verður tekið af klukkan 9:00 og verður vatnslaust fram eftir degi.
  Einnig verður lokað fyrir umferð á sama tíma í Suðurhólum við Tryggvagötu og innkeyrslu í Tröllhóla (sjá mynd).
  Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða en aðgerðum verður hraðað eins og kostur er.

  15.10.2018 | Sjá nánar »

 • Framkvæmdanefnd ULM á Selfossi 2020 tekur til starfa

  Framkvæmdanefnd ULM á Selfossi 2020 tekur til starfa

  Framkvæmdanefnd unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi 2020 hefur tekið til starfa, en fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn á Selfossi sl. fimmtudag. Nefndina skipa þau Bergur Guðmundsson, Umf. Selfoss, Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og fulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar, Guðmundur Jónasson, gjaldkeri HSK, Guðríður Aadnegard, formaður HSK, Helgi S. Haraldsson, varaformaður HSK, Jakob Burgel Ingvarsson, ungmennaráði  Árborgar, Ragnheiður Högnadóttir, fulltrúi UMFÍ og  Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Umf. Selfoss.

  10.10.2018 | Sjá nánar »

 • Trjágróður við lóðamörk – áskorun til íbúa!

  Trjágróður við lóðamörk – áskorun til íbúa!

  Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Dæmi eru um að gangandi og hjólandi vegfarendur þurfi að víkja af gangstéttum á akbrautir vegna trjágróðurs og getur það skapað verulega hættu, sér í lagi fyrir unga vegfarendur. Eins getur trjágróður skyggt sýn ökumanna við gatnamót sem einnig skapar óþarfa hættu í umferðinni. Sveitarfélagið Árborg skorar á garðeigendur að klippa tré sín svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu.

  9.10.2018 | Sjá nánar »

 • 4.10.2018

  Veðurstofa Íslands setur upp veðurstöð á Selfossi í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg

 • 4.10.2018

  Hver er þín sýn á framtíðina?

 • 1.10.2018

  Skrifstofan að Austurvegi 67 verður lokuð fimmtudaginn 4. okt og föstudaginn 5. okt. nk.

 • 1.10.2018

  Sundlaugar Árborgar loka fyrr í kvöld, 1.okt vegna viðgerðar Selfossveitna