Fréttir

 • Menningarmánuðurinn október 2017 – Dagskrá mánaðarins

  Menningarmánuðurinn október 2017 - Dagskrá mánaðarins

  Dagskrá menningarmánaðarins október er nú aðgengileg á heimasíðunni ásamt skemmtilegri litabók sem verður send inn á öll heimili í Sveitarfélaginu Árborg. Fjöldi áhugaverðra viðburða er í mánuðinum sem byrjar strax 30. september í Húsinu á Eyrarbakka. Hver viðburðinn rekur svo annan fram í nóvember og ættu allir að finna eitthvað áhugavert við sitt hæfi. Hluti af dagskrá menningarmánaðarins er til að minnast 70 ára afmæli Selfosskaupstaðar og 120 ára ártíð Eyrarbakka og verður það gert með tónleikum, sögum og fleiri uppákomum. Sjá má dagskránna hér að neðan en eins og áður sagði verður henni dreift inná öll heimili í sveitarfélaginu í næstu viku:

  22.9.2017 | Sjá nánar »

 • Stækkun leikskólans Álfheima

  Stækkun leikskólans Álfheima

  Undirbúningur er nú hafinn að stækkun leikskólans Álfheima. Starfshópur á vegum sveitarfélagsins sem hafði það hlutverk að gera tillögur um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla lagði til að næstu skref varðandi stækkun leikskóla yrðu þau að byggja við leikskólana Álfheima og Árbæ og fjarlægja bráðabirgðahúsnæði sem nýtt hefur verið við báða leikskólana í um 10 ár. Ákveðið var að byrja á leikskólanum Álfheimum og hefur Helgi Bergmann, arkitekt hússins, verið fenginn til þess að gera tillögu að viðbyggingu við skólann, þar sem verði nýjar leikskóladeildir. Jafnframt því sem húsnæðið verður stækkað verður starfsmannaaðstöðu og eldhúsi breytt. 

  22.9.2017 | Sjá nánar »

 • Barnabókahátíð helgina 22. – 23. sept.

  Barnabókahátíð helgina 22. - 23. sept.

  Bókabæirnir austanfjalls bjóða öllum bæjarbúum á ókeypis hátíð um helgina. Í Bókasafninu á Selfossi verður Þórdís (sem skrifar Randalín og Munda bækurnar) á föstudaginn 22.sept kl. 15:00. Aðalhátíðin verður síðan á laugardaginn í Þorlákshöfn. M.a. gesta á hátíðinni er Birgitta Haukdal. Endilega tökum þátt og skemmtum okkur saman!.

  21.9.2017 | Sjá nánar »

 • Ný sýning í Listasafni Árnesinga – Verulegar

  Ný sýning í Listasafni Árnesinga - Verulegar

  Laugardaginn 23. september kl. 15 verður sýningin, Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir, opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.
  Á sýningunni er sjónum beint að viðamiklum listferli Brynhildar Þorgeirsdóttur og Guðrúnar Tryggvadóttur sem spannar nær fjóra áratugi.  Kynntar eru tvær öflugar konur sem gerðu sig gildandi á vettvangi myndlistar í kjölfar umbrotatíma áttunda áratugs síðustu aldar og eru enn að setja mark sitt á íslenska listasögu. 

  20.9.2017 | Sjá nánar »

 • 18.9.2017

  Þverun um Eyrarbakkaveg [34] og þverun um Gaulverjabæjarveg [33]

 • 15.9.2017

  Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í spurningaleiknum Útsvari í vetur

 • 15.9.2017

  Frá skáknámsskeiði í Fischersetri

 • 15.9.2017

  Undirbúningur að byggingu nýs skóla