Fréttir

 • Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka laugardaginn 23. júní nk.

  Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka laugardaginn 23. júní nk.

  Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka verður haldin laugardaginn 23. júní nk. en hátíðin fagnar 20 ára afmæli í ár. Dagskráin hefst kl. 9:00 í Hallskoti þar sem skógræktarfélag Eyrarbakka býður til morgunverðar. Dagskráin er síðan þétt allan daginn en m.a. verður opnuð sýning á Stað um sögu fangelsa á Íslandi, Eldsmíðafélag Íslands er með opið hús ásamt Byggðasafni Árnesinga og Sólvangi. Leikhópurinn Lotta verður við Sjóminjasafnið kl. 11 og í framhaldinu er hægt að komast á hestbak og prófa bogfimi á Garðstúninu.

  18.6.2018 | Sjá nánar »

 • Kraftur og Sunnlendingar perla armbönd á Selfossi 20. júní

  Kraftur og Sunnlendingar perla armbönd á Selfossi 20. júní

  Suðurland stefnir á að ná Perlubikarnum   
  Kraftur og Sunnlendingar perla armbönd á Selfossi 20. júní
  Ný armbönd sem eru í fánalitunum 
  Miðvikudaginn 20. júní ætla Sunnlendingar, HSK og aðildarfélög þess að taka höndum saman og perla af krafti fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Viðburðurinn verður haldinn í Fjallasal Sunnulækjarskóla á Selfossi miðvikudaginn 20. júní nk. frá klukkan 16:00 til 20:00.

  18.6.2018 | Sjá nánar »

 • Sundlaugar Árborgar lokaðar 17. júní

  Sundlaugar Árborgar lokaðar 17. júní

  Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri eru lokaðar á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Opna aftur samkvæmt opnunartíma mánudaginn 18. júní. Gleðilegan þjóðhátíðardag.

  17.6.2018 | Sjá nánar »

 • 17. júní hátíðarhöld á Eyrarbakka

  17. júní hátíðarhöld á Eyrarbakka

  Hátíðarhöldin á Eyrarbakka hefjast kl. 14:30 á Stað á Eyrarbakka nk. sunnudag. Dagskráin hefst á ávarpi fjallkonunnar og hátíðarræðu sem verður flutt af Kristínu Eiríksdóttur, formanni kvenfélags Eyrarbakka. Barnakór barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri syngur ásamt leikskólabörnum, félagar úr Sirkus Íslands stíga á svið með skemmtileg atriði og afhent verða verðlaun fyrir Hópshlaupið sem fór fram í vor. Kaffiveitingar og hressing fyrir börnin en öllum er velkomið að taka þátt í hátíðarhöldunum sem eru í umsjón kvenfélagsins á Eyrarbakka. 

  14.6.2018 | Sjá nánar »

 • 14.6.2018

  17. júní hátíðarhöld á Selfossi

 • 13.6.2018

  Sumarsmiðjur Zelsíuz fyrir börn fædd 2005-2007

 • 13.6.2018

  Sumarblaðið 2018 komið á netið – fjölbreytt sumarnámskeið í Árborg

 • 11.6.2018

  Snemmtæk íhlutun í skólunum í Árborg