Fréttir

 • Breyttur opnunartími Ráðhúss Árborgar

  Breyttur opnunartími Ráðhúss Árborgar

  Á 44. fundi bæjarráðs Árborgar 22. ágúst síðastliðinn  var samþykkt að breyta opnunartíma Ráðhúss Árborgar.

  Frá og með mánudeginum 26. ágúst verður opið alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00.

  23.8.2019 | Sjá nánar »

 • UNICEF heimsækir sveitarfélögin í átaki gegn ofbeldi á börnum

  UNICEF heimsækir sveitarfélögin í átaki gegn ofbeldi á börnum

  Sveitarfélögin á Árborgarsvæðinu fengu góða heimsókn fimmtudaginn 22. ágúst 2019. Róðrakappinn Einar Hansberg Árnason mætti á Selfoss um hádegi og þaðan var ferðinni heitið í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Stokkseyri. Þetta er liður í því að vekja athygli á málefninu og styðja baráttu UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum.  Einar stoppar í 36 sveitarfélögum á leið sinni til að róa, skíða eða hjóla 13 þúsund metra í hverju þeirra, einn meter fyrir hvert barn sem verður fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur á Íslandi. 

  22.8.2019 | Sjá nánar »

 • Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg hefst mán. 2. september nk.

  Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg hefst mán. 2. september nk.

  Sveitarfélagið Árborg mun halda áfram með frístundaakstur fyrir börn eftir hádegi alla virka daga í vetur. Aksturinn er frá skólalokum og fram undir kl. 16:00 á daginn og verða tvær leiðir í boði líkt og síðasta vetur. Leið 1 er innan Selfoss og leið 2 er frá Eyrarbakka, Stokkseyri, Tjarnarbyggð með tengingu við Selfoss. Verið er að leggja lokahönd á akstursleiðir fyrir veturinn og verða þær auglýstar á næstu dögum. Það er von sveitarfélagsins að frístundaaksturinn nýtist börnum og foreldrum vel og minnki „skutlið“ milli skóla og frístunda. 

  21.8.2019 | Sjá nánar »

 • Menningarmánuðurinn október 2019

  Menningarmánuðurinn október 2019

  Menningarmánuðurinn október verður haldin hátíðlegur tíunda árið í röð í Sveitarfélaginu Árborg. Nú í ár verða viðburðirnir fjölbreyttir líkt og endranær en boðið verður upp á tónleika, sýningar, sögukvöld, listasmiðjur og margt fleira. Dagskrá hátíðarinn er í mótun og mun liggja fyrir í byrjun september. Áhugasamir sem eru með viðburði í mánuðinum geta tengt sinn viðburð við hátíðina og er hægt að senda upplýsingar á olafur.rafnar@arborg.is,  bragi@arborg.is eða hringja í síma 480-1900.

  20.8.2019 | Sjá nánar »

 • 20.8.2019

  Bókasafn Árborgar, Selfossi verður lokað vegna framkvæmda

 • 8.8.2019

  Skólasetning skólaárið 2019-2020

 • 7.8.2019

  Sumar á Selfossi

 • 30.7.2019

  Tilkynning vegna sérstaks húsnæðisstuðnings