Fréttir

 • Hreyfivika UMFÍ í Sveitarfélaginu Árborg 29. maí – 4. júní

  Hreyfivika UMFÍ í Sveitarfélaginu Árborg 29. maí - 4. júní

  Hreyfivika Umfí fer fram dagana 29. maí til 4. júní nk. og tekur Sveitarfélagið Árborg þátt ásamt fyrirtækjum á svæðinu. Hægt verður að komast frítt í sund, prófa crossfit, vatnsleikfimi, almenna líkamsrækt ásamt gönguferðum og taka þátt í sundkeppni sveitarfélaga. Meðfylgjandi er dagskrá vikunnar í Árborg ásamt upplýsingum um sundkeppnina en einnig er hægt að kynna sér dagskrá hreyfivikunnar á Íslandi inn á heimasíðu verkefnisins.  

  26.5.2017 | Sjá nánar »

 • Fræsing Tryggvagötu mánudaginn 29.maí

  Fræsing Tryggvagötu mánudaginn 29.maí

  Vegna fyrirhugaðra malbikunar verður hluti Tryggvagötu, frá hringtorgi við Fossheiði/Langholti að hringtorgi við Norðurhóla, fræst næstkomandi mánudag, 29. maí. Gatan verður opin fyrir umferð á meðan en aðeins önnur akgreinin í einu og má því má búast við töfum á umferð. Eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og aðgát á meðan framkvæmd stendur. Reiknað er með að gatan verði malbikuð í júní.

  26.5.2017 | Sjá nánar »

 • Samningar milli Sv. Árborgar og Umf. Selfoss undirritaðir

  Samningar milli Sv. Árborgar og Umf. Selfoss undirritaðir

  Þann 15. maí sl. voru undirritaðir samningar milli Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss um áframhaldandi stuðning sveitarfélagsins við starf ungmennafélagsins ásamt rekstrarsamningum um Selfossvöll, Mótorcrossbraut og júdósal. Þjónustu- og styrktarsamningurinn sem gildir til eins árs eða út árið 2017 felur í sér greiðslur árið 2017 upp á kr. 43.250.000- ásamt kr. 34.650.000- í rekstrarsamningum. Í þjónustusamningnum er lagt til fjármagn til reksturs skrifstofu Umf. Selfoss ásamt barna- og unglingastyrk, jólasveinanefnd, afreksstyrk, íþrótta- og tómstundaskóla og akademíustyrk. Sú gleðilega nýjung er í samningnum að sveitarfélagið leggur nú sérstaka upphæð í meistaraflokka félagsins.

  24.5.2017 | Sjá nánar »

 • Verðlaun afhent fyrir vegabréfaleikin „Gaman Saman“ á Vori í Árborg

  Verðlaun afhent fyrir vegabréfaleikin "Gaman Saman" á Vori í Árborg

  Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar afhenti í dag, þriðjudaginn 24. maí verðlaun fyrir þátttöku í vegabréfaleiknum „Gaman Saman“ sem fram fer í tengslum við Vor í Árborg ár hvert. Þrjú ungmenni fengu aðalvinning og tvö aukavinninga. Aðalvinninga fengu þau Patrekur Antonsson, Halldór Halldórsson og Sigrún Björk Björnsdóttir og aukavinninga fengu þau Þorgeir Kristjánsson og Birgitta Lind Scheving. Er öllum þeim sem tóku þátt í vegabréfaleiknum þakkað fyrir þátttökuna en aldrei hafa jafn margir skilað inn vegabréfum eftir hátíðina. Á meðfylgjandi mynd eru verðlaunahafarnir ásamt Kjartani.

  24.5.2017 | Sjá nánar »

 • 24.5.2017

  Endurmenntunarnámskeið í ágúst 2017 á vegum skólaþjónustu Árborgar og grunnskólanna

 • 24.5.2017

  Sundlaug Stokkseyrar lokuð fös. 26. maí vegna viðhalds

 • 23.5.2017

  Sumarblaðið 2017 – leiðrétting vegna sundnámskeiðs

 • 22.5.2017

  „Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“