Fréttir

 • Selfossveitur og Búnaðarsamband Suðurlands undirrita leigusamning

  Selfossveitur og Búnaðarsamband Suðurlands undirrita leigusamning

  Í dag föstudaginn 23. mars undirrituðu Selfossveitur bs. og Búnaðarsamband Suðurlands leigusamning um aukin jarðhitaréttindi í landi Stóra Ármóts. Í september árið 2000 gerðu Búnaðarsamband Suðurlands og Selfossveitur með sér samning um einkarétt Selfossveitna til jarðhitarannsókna, borunar eftir jarðhita og til virkjunar og hagnýtingar í hluta af landi Stóra-Ármóts. Á grundvelli þessa samnings hafa Selfossveitur starfrækt orkuvinnslu í landi Stóra Ármóts í Lambhaga við Ósabotna frá ársbyrjun 2002. Þar eru þrjár vinnsluholur ÓS-1, ÓS-2 og ÓS-3. Gert er ráð fyrir nokkurri aukningu á vinnslu við Ósabotna á næstu misserum en vinnslan þar nálgast það hámark sem horft er á til langs tíma.

  23.3.2018 | Sjá nánar »

 • Sundlaugar Árborgar um páskana – lesið í lauginni

  Sundlaugar Árborgar um páskana – lesið í lauginni

  Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri verða opnar yfir páskana og er hægt að sjá opnunartímana hérna að neðan. Þessa daga er einnig árlegt samstarf bókasafns Árborgar og sundlauganna „Lesið í lauginni“ en þá geta gestir kíkt á ljóð og skemmtilegar sögur í heitu pottunum. Þetta árið er efnið í anda svæðisins.  Gestir finna einnig einstök spakmæli og tilvitnanir frá hinum ýmsu tímum svo allir ættu að finna sér eitthvað til lesturs í heitu pottunum þessa páskana.

  23.3.2018 | Sjá nánar »

 • Gerð göngu- og hjólastíga meðfram vegum

  Gerð göngu- og hjólastíga meðfram vegum

  Sveitarfélagið Árborg og Vegagerðin halda áfram samstarfi sem hófst á árinu 2017 um gerð göngu- og hjólastíga meðfram vegum. Fyrirkomulagið er þannig að Vegagerðin veitir styrki á grundvelli 27. gr. vegalaga til lagningar göngu- og hjólastíga meðfram umferðarmiklum þjóðvegum í því skyni að færa umferð gangandi vegfarenda frá akvegum yfir á öruggari leiðir. Sveitarfélagið leggur til jafnháa fjárhæð og Vegagerðin og annast framkvæmdir.

  23.3.2018 | Sjá nánar »

 • Undirbúningur að viðbyggingu við Álfheima

  Undirbúningur að viðbyggingu við Álfheima

  Vinna við hönnun viðbyggingar við leikskólann Álfheima stendur nú yfir. Um er að ræða byggingu þriggja nýrra deilda og stækkun á eldhúsi og starfsmannaaðstöðu og í framhaldinu verður bráðabirgðahúsnæði sem nú hýsir eina leikskóladeild aflagt. Bráðabirgðahúsnæðið er frá árinu 2006 og stenst illa nútímakröfur um leikskólahúsnæði. Með viðbyggingunni fjölgar plássum fyrir börn á leikskólanum um u.þ.b. 45. Helgi Bergmann, sem er arkitekt að leikskólanum Álfheimum, var ráðinn til þess að hanna viðbygginguna og er gert ráð fyrir að hönnun verði lokið og útboðsgögn tilbúin næsta haust.

  23.3.2018 | Sjá nánar »

 • 23.3.2018

  Árborg undirbýr lagningu ljósleiðara í dreifbýli

 • 22.3.2018

  Ljósleiðari í Árborg

 • 20.3.2018

  Skóladagur Árborgar

 • 19.3.2018

  Samningur undirritaður um tryggingar fyrir Árborg