Betri Árborg – Aukið samráð við íbúa

Samráðsvettvangurinn „Betri Árborg“ sem er hluti af stafrænni þróun sveitarfélaga á Íslandi er opinn á „Betri Árborg“.

  • DJI_0044
  • Skólastarf eftir páska
  • Stigahorn

Betri Árborg er ætlað að vera vettvangur fyrir samráð íbúa og bæjarfyrirvalda um ýmis málefni í sveitarfélaginu. Markmiðið er að skapa vettvang til að auka þátttöku íbúa og tækifæri þeirra til að koma sínum hugmyndum á framfæri. Áhugasamir geta því með einföldum hætti, komið sinni ábendingu á framfæri og/eða tekið undir aðra um þau málefni sem eru til umræðu hverju sinni inn á Betri Árborg.

Allar ábendingar og hugmyndir sem koma inn undir Betri Árborg fá viðeigandi farveg sem er útskýrður nánar undir hverju verkefni.

Þau málefni sem eru opin í dag inn á Betri Árborg eru eftirfarandi:

Nafn á nýja íþróttahúsið á Selfossvelli

Sveitarfélagið Árborg hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að koma með tillögu að nafni á nýja íþróttahúsið á Selfossvelli. Nefndin vill gefa áhugasömum kost á að koma með ábendingar um mögulegt nafn á íþróttahúsið. 

Hægt er að setja inn ábendingar inn á Betri Árborg  þar sem áhugasamir geta komið ábendingum á framfæri með einföldum hætti eða líkað við aðrar ábendingar.

Opið er fyrir ábendingar til mánudagsins 27. september nk. Nefndin mun hafa þær ábendingar sem berast til hliðsjónar við vinnu sína. 

Bókasöfnin í Sveitarfélaginu Árborg

Bókasöfnin á Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyri leitar til íbúa og gesta eftir hugmyndum að umbótum og nýjungum á söfnunum. Hvað vilt þú sjá nýtt eða gert betur í þjónustu bókasafna Árborgar. Endilega sendu inn þínar hugmyndir.

Hér inn á Betri Árborg geta áhugasamir komið sínum hugmyndum á framfæri með einföldum hætti.

Opið er fyrir hugmyndir til 27.ágúst nk. en starfsmenn bókasafna Árborgar munu síðan vinna úr þeim hugmyndum og ábendingum sem berast.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica