Betri Árborg – Aukið samráð við íbúa

Samráðsvettvangurinn „Betri Árborg“ sem er hluti af stafrænni þróun sveitarfélaga á Íslandi er opinn á „Betri Árborg“.

  • DJI_0044
  • Skólastarf eftir páska
  • Stigahorn

Betri Árborg er ætlað að vera vettvangur fyrir samráð íbúa og bæjarfyrirvalda um ýmis málefni í sveitarfélaginu. Markmiðið er að skapa vettvang til að auka þátttöku íbúa og tækifæri þeirra til að koma sínum hugmyndum á framfæri. Áhugasamir geta því með einföldum hætti, komið sinni ábendingu á framfæri og/eða tekið undir aðra um þau málefni sem eru til umræðu hverju sinni inn á Betri Árborg.

Allar ábendingar og hugmyndir sem koma inn undir Betri Árborg fá viðeigandi farveg sem er útskýrður nánar undir hverju verkefni.

Þau málefni sem eru opin í dag inn á Betri Árborg eru eftirfarandi:

Nafn á nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi

Sveitarfélagið Árborg efnir til nafnasamkeppni um nafn á nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi sem HSU opnar í mars nk. Nafnasamkeppnin er öllum opin og er hægt að senda inn tillögur að nafni í gegnum vefinn Betri Árborg . Þar geta áhugasamir bæði sett fram tillögur með einföldum hætti eða stutt tillögur annarra.

Hér er hægt að fara beint inn á Betri Árborg - nafn á nýja hjúkrunarheimlið.

Bæjarráð mun yfirfara þær hugmyndir sem koma fram og að því búnu gera tillögu til Bæjarstjórnar Árborgar að nýju nafni á hjúkrunarheimilið. Birt verða nöfn höfunda þeirra tillagna sem helst komu til álita.

Frestur til að skila inn tillögum er til og með mánudeginum 14.febrúar nk.


Bókasöfnin í Sveitarfélaginu Árborg

Bókasöfnin á Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyri leitar til íbúa og gesta eftir hugmyndum að umbótum og nýjungum á söfnunum. Hvað vilt þú sjá nýtt eða gert betur í þjónustu bókasafna Árborgar. Endilega sendu inn þínar hugmyndir.

Hér inn á Betri Árborg geta áhugasamir komið sínum hugmyndum á framfæri með einföldum hætti.

Opið er fyrir hugmyndir til 31.mars nk. en starfsmenn bókasafna Árborgar munu síðan vinna úr þeim hugmyndum og ábendingum sem berast.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica