Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða


Betri Árborg – Aukið samráð við íbúa

Samráðsvettvangurinn „Betri Árborg“ sem er hluti af stafrænni þróun sveitarfélaga á Íslandi er opinn á „Betri Árborg“.

  • AErslabelgur-Stokkseyri
  • Skólastarf eftir páska

Betri Árborg er ætlað að vera vettvangur fyrir samráð íbúa og bæjarfyrirvalda um ýmis málefni í sveitarfélaginu. Markmiðið er að skapa vettvang til að auka þátttöku íbúa og tækifæri þeirra til að koma sínum hugmyndum á framfæri. Áhugasamir geta því með einföldum hætti, komið sinni ábendingu á framfæri og/eða tekið undir aðra um þau málefni sem eru til umræðu hverju sinni inn á Betri Árborg.

Allar ábendingar og hugmyndir sem koma inn undir Betri Árborg fá viðeigandi farveg sem er útskýrður nánar undir hverju verkefni.

Þau málefni sem eru opin í dag inn á Betri Árborg eru eftirfarandi:

Leikskólar í Sveitarfélaginu Árborg

Vinnuhópur um þróun leikskólamála í Sveitarfélaginu Árborg leitar til íbúa eftir ábendingum og hugmyndum til að bæta leikskólastarfið enn frekar í sveitarfélaginu. Hvernig vilt þú sjá starf leiksskólanna þróast fyrir börnin og þjónustuna við foreldrana?

Hér inn á Betri Árborg geta áhugasamir komið sínum hugmyndum á framfæri með einföldum hætti.

Opið er fyrir hugmynd til 17. maí nk. en vinnuhópurinn mun síðan vinna úr öllum niðurstöðum fyrir málþing um leikskólamál sem verður haldið í september nk.

Útileiksvæði í Sveitarfélaginu Árborg

Sveitarfélagið Árborg leitar til íbúa eftir ábendingum og hugmyndum til að bæta útileiksvæðin í sveitarfélaginu. Hvar vilt þú sjá útileiksvæði? Hvaða leiktæki eiga að vera í boði? Þarf að bæta einhver af núverandi leiksvæðum? Endilega sendu inn þínar hugmyndir og ábendingar inn á Betri Árborg.

Opið er fyrir hugmynd til 24. maí nk. en eigna- og veitunefnd Árborgar mun vinna úr þeim hugmyndum og ábendingum sem berast.  


Þetta vefsvæði byggir á Eplica