Betri Árborg – Aukið samráð við íbúa
Samráðsvettvangurinn „Betri Árborg“ er hluti af stafrænni þróun sveitarfélaga á Íslandi. Sjá nánar um ábendingar og hugmyndir á „Betri Árborg“.
Betri Árborg er ætlað að vera vettvangur fyrir samráð íbúa og bæjarfyrirvalda um ýmis málefni í sveitarfélaginu. Markmiðið er að skapa vettvang til að auka þátttöku íbúa og tækifæri þeirra til að koma sínum hugmyndum á framfæri. Áhugasamir geta því með einföldum hætti, komið sinni ábendingu á framfæri og/eða tekið undir aðra um þau málefni sem eru til umræðu hverju sinni inn á Betri Árborg.
Allar ábendingar og hugmyndir sem koma inn undir Betri Árborg fá viðeigandi farveg sem er útskýrður nánar undir hverju verkefni.