Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fjölskyldusumar 2023

Hugmyndir að samverustundum fyrir fjölskyldur í Árborg og nágrenni.

Dýrmætum samverustundum verður seint gleymt

Við hvetjum fjölskyldur til að eyða gæðastundum saman og skapa góðar minningar í meiri samveru í sumar. Hér að neðan má finna hugmyndir að samverustundum fyrir sumarið 2023. 

Hugmyndir | Samvera

Banner01

Sundlaugar í Árborg

 • Sundhöll Selfoss er staðsett í miðkjarna Selfoss í göngufæri frá helstu verslun og þjónustu. 
 • Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta bæjarins. Frá sundlauginni er stutt í fjölbreytta þjónustu, tjaldsvæði, söfn, listagallerí, kajakleigu og fjöruna.

Frisbígolf

 • Á Selfossi er 18 brauta völlur sem liggur umhverfis tjaldsvæðið í Gesthúsum. Einnig má finna æfingasvæði við hlið 1. brautar, en þar er kastsvæði (driving range) og púttkarfa.
 • Vestast á Eyrarbakka er staðsettur frisbígolfvöllur sem liggur meðfram Eyrarbakkavegi á móts við Túngötu.
 • Á Stokkseyri má finna 9 brauta völl sem er staðsettur á fjölbreyttu svæði við tjaldsvæðið á Stokkseyri.

Ærslabelgir

Ærslabelgir eru mjög vinsælir. Á ærslabelgnum eru allir jafnir, óháð aldri eða getu. Þar geta allir notið þess að hoppa og hafa.
Í Árborg má finna þrjá ærslabelgi sem eru staðsettir við Sunnulækjarskóla á Selfossi, Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og við hliðiná Skálanum á Stokkseyri

Aparólur

Á fimm stöðum finnið þið aparólur í Árborg. Þær vekja gjarnan mikla lukku og eru stórskemmtilegt leiktæki.

Aparólur eru staðsettar á eftirfarandi stöðum

 • Leikvellinum í Grundahverfi
 • Leikvellinum milli Dverghóla og Grafhóla
 • Á leiksvæði við Álalæk
 • Við hliðiná Skálanum á Stokkseyri
 • milli Túngötu og Eyrargötu á Eyrarbakka

Opin leiksvæði í Árborg

Á vefsjá Árborgar, landupplýsingavef, er að finna upplýsingar um staðsetningar á sparkvöllum, opnum leiksvæðum, sundlaugum, tjaldsvæðum, hundasleppisvæðum og fleiri áhugaverðum stöðum í sveitarfélaginu. 

Ithrottir-og-utivist

Rigningadagar

Þegar regnið fellur á sumrin er gott að hugsa „mér finnst rigningin góð“ og finna leiðir til að njóta dagsins. Klæðið ykkur eftir veðri hoppið í pollum, kíkið í fjöruna, týnið orma eða finnið annað skemmtilegt sem hægt er að gera úti. Það er fátt betra en að koma blautur inn klæða sig í kósý föt og taka rólega samveru inni eftir góða útiveru í rigningunni.

 • heimsækja vini og ættingja. 
 • á ferðinni - ferðabingó, bílabingó. 

Skógarferðir

Skógarganga er skemmtileg útivist þar sem hægt er að njóta umhverfisins og skoða fjölbreytta náttúru. Í Árborg og nágrenni má finna þétta og gróskumikla skóga með góðum gönguleiðum. Gaman er að hafa nesti, vini og góða skapið meðferðis

Hugmyndir að stöðum til að fara á

 • Hellisskógur, skógræktarsvæði rétt yfir utan Selfoss
 • Gesthúsaskógur, við tjaldsvæðið á Selfossi
 • Hallskot, við Fuglafriðlandið, Eyrarbakka
 • Timburhóll, skógræktarreitur Ungmennafélagsins Samhygðar í Flóahrepp

Fjörustígurinn

Hefur þú gengið eða hjólað Fjörustíginn? 4 kílómetra stígur sem liggur á mill Stokkseyrar og Eyrarbakka og bíður upp á skemmtilega útivist þar sem hægt er að njóta náttúru og útsýnis við ströndina.

Fjaran og Hafið (mms.is)

Gönguferðir

Umhverfið í Árborg býður upp á margar skemmtilegar gönguleiðir. Gönguleiðirnar bjóða upp á mikið útsýni ásamt fjölbreyttu fugla- og öðru dýralífi. Inn á vefsíðunni www.south.is má finna margar skemmtilegar gönguleiðir og upplýsingar um hverja og eina. 

Lautarferðir

Lautarferð á góðviðrisdögum með nesti og góða skapið. Pakkið niður helstu nauðsynjum og takið með ykkur teppi. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt því hægt er að fara í lautarferð í nærliggjandi umhverfi eða á öðrum gróðursælum stöðum í Árborg. Einnig getur lautarferð út í garði verið skemmtileg tilbreyting. Hægt er að taka með sér bók, spil eða aðra afþreyingu til að búa til skemmtilega gæðastund með fjölskyldunni eins og t.d náttúrubingó. 

Fjöruferðir

Njótum þess að rölta í fjörunni og upplifa fjölbreytt lífríkið sem þar býr. Hægt er að skoða ýmsar lífverur í fjörunni, leita að kröbbum og öðrum sjávardýrum. Þar má einnig finna fjölbreytt dýra,- plöntu - og fuglalíf. Gott er að hafa með sér fötur eða annað ílát til að safna hinum ýmsu lífverum í og vera klædd eftir veðri. 

Fjaran og Hafið (mms.is)

Bakstur

Hvernig væri að fá börnin til að æfa sig í að baka og öðlast sjálfstæði í eldhúsinu? Það er fátt betra en nýbakað bakkelsi úr eldhúsinu heima. Hægt er að finna margar skemmtilegar og einfaldar uppskriftir í bókum og á netinu sem henta öllum aldri.

Sumarlestur

Lestur er leikur. Skoðið saman bók og búið til leikrit út frá þeim myndum sem prýða blaðsíðurnar. Hægt er að fara í lestrarbingó. Það er stór skemmtileg áskorun fyrir allan aldur.

Hvað ert þú að lesa? | Menntamálastofnun (mms.is)

Núvitund og hugleiðsla

Finnum friðinn sem býr í augnablikinu. Það getur verið góð æfing að iðka núvitund og hugleiðslu með börnunum. Sumarið hefur í för með sér allskonar ævintýri og áskoranir og eigum við það til að gleyma okkur í amstri dagsins. Núvitund og hugleiðsla á að vera skemmtilegur leikur og þarf því að velja tímann vel.

Núvitund | Heilsuvera

Föndurstund

Eitt af því skemmtilegasta sem maður getur gert með börnunum er að föndra. Hægt er að láta hugann reika og fá margar góðar hugmyndir. Ein hugmynd er að búa til pappírsbát, pappírsbátar eru skemmtilegt föndur sem allir geta gert saman. Hægt er að skreyta bátana, fara með þá út og láta þá sigla í pollum eða vötnum í kring. Hægt er að finna margar útfærslur og upplýsingar á netinu. Þar má einnig finna skref fyrir skref hvernig á að búa til pappírsbát.

Viðfangsefni : (mms.is)

Spil & leikir

Það er fátt skemmtilegra en notaleg spilastund með börnunum. Spilastokkar bjóða upp á marga möguleika og er um að gera að fá krakkana til að kenna ykkur spil sem þau hafa lært. Einnig bíður internetið upp á marga möguleika og auðvelt að finna í sameiningu spil sem gaman væri að spila saman.

Einnig er tilvalið að skella sér út og fara í leiki. Útivera er ein besta leiðin til að vinna með lýðheilsu einstaklinga og það er fátt skemmtilegra en leikir. Við erum aldrei of gömul til að leika okkur og njóta þess að vera saman.

Leikgleði - 50 leikir (mms.is)

Hlutverkaleikir

Væri ekki gaman að bregða sér í hin ýmsu hlutverk og setja skemmtilegan svip á samverustundina? Með hlutverkaleik fáum við tækifæri til að máta okkur í ólík hlutverk allt eftir þroska og þekkingu hverju sinni. Hvernig ætli það sé að vera skordýrafræðingur, íþróttaþjálfari, rútubílstjóri eða bara hvað sem þér dettur í hug.

 • Búðarleikur
 • Bílaleikur (setja upp bílabraut)
 • Heimatískusýning
 • Búa til sokkabrúður úr stökum sokkum og gera leiksýningu
 • Klæðast búningum 

Söfn og aðrir áhugaverðir staðir

Hversu vel þekkir þú þitt nær samfélag? Það er alveg óþarfi að láta sér leiðast í Árborg því hér finnið þið fjöldan allan af söfnum og öðrum áhugaverðum stöðum sem gaman er að heimsækja.

Á Stokkseyri má meðal annars heimsækja

Á Eyrarbakka er hægt að heimsækja

Á Selfossi má finna

Hátíðir og viðburðir í Árborg

Það eru fjöldi viðburða og hátíða að finna, fyrir alla aldurshópa, í sveitarfélaginu - allt árið um kring. 


Banner02


Þetta vefsvæði byggir á Eplica