21. janúar 2020

Mat á umhverfisáhrifum

Sveitarfélagið Árborg hefur undanfarið unnið að undirbúningi vegna hreinsistöðvar fráveitu á Selfossi.

Sveitarfélagið Árborg hefur undanfarið unnið að undirbúningi vegna hreinsistöðvar fráveitu á Selfossi. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og hefur verkfræðistofunni EFLU verið falið að vinna umhverfismatið. Lögð hefur verið fram frummatsskýrslu fyrir hreinsistöð fráveitu á Selfossi til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

 

Um verkefnið

Sveitarfélagið Árborg áformar að reisa hreinsistöð fyrir fráveitu við Sandvik, norðan við flugvöllinn á Selfossi. Markmið framkvæmdarinnar er að koma á hreinsun skólps frá Selfossi sem uppfyllir skilyrði laga og reglugerða, en í dag er skólp að mestu losað óhreinsað í Ölfusá. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt tölulið 11.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 þar sem um er að ræða skólphreinsivirki með afkastagetu sem svarar til 50.000 persónueininga eða meira.

Lagt var mat á umhverfisáhrif þriggja valkosta með útrás í Ölfusá, þ.e. eins þreps hreinsun, tveggja þrepa hreinsun og ítarlegri en tveggja þrepa hreinsun, og eins valkostar sem felst í grófhreinsun með útrás í sjó utan við Eyrarbakkahöfn. Metin voru áhrif ofangreindra valkosta á; vatnsgæði viðtaka, lífríki viðtaka, lyktarónæði, sjónræn áhrif, útivist, gróðurfar, fuglalíf, fornleifar, landnotkun og auðlindanýtingu. Umhverfisáhrif voru metin með hliðsjón af samþykktri matsáætlun og þeim rannsóknum sem unnar hafa verið í tengslum við matið.

Aðalvalkostur sveitarfélagsins Árborg felst í byggingu tveggja þrepa hreinsistöðvar við Sandvik með útrás í Ölfusá. Valkosturinn var valinn með hliðsjón af niðurstöðu umhverfismats og samanburði á stofn- og rekstrarkostnaði allra valkosta.

 

Kynning á frummatsskýrslu:

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar
frá 21. janúar—4. mars á eftirtöldum stöðum: bæjarskrifstofu Árborgar,
bókasafni Árborgar, Þjóðarbókhlöðunni og Skipulagsstofnun. 

Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.


Athugasemdafrestur: 

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt
fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi
síðar en 4.mars 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.


Kynningarfundur: 

Vakin er athygli á að Sveitarfélagið Árborg stendur
fyrir kynningarfundi á frummatsskýrslu þann 29. janúar kl. 16:00 til
19:00 í Tryggvaskála, Austurvegi 2 og eru allir velkomnir.

 


Var efnið hjálplegt? Mætti bæta

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

21. janúar 2020 : Mat á umhverfisáhrifum

Sveitarfélagið Árborg hefur undanfarið unnið að undirbúningi vegna hreinsistöðvar fráveitu á Selfossi. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og hefur verkfræðistofunni EFLU verið falið að vinna umhverfismatið. Lögð hefur verið fram frummatsskýrslu fyrir hreinsistöð fráveitu á Selfossi til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

 

Sjá nánar

17. janúar 2020 : Jólagluggi Árborgar - Vinningshafar 2019

Heppnir Þáttakendur voru dregnir út í jólagluggaleik Árborgar 2019. Fjöldi barna tóku þátt en dregnir voru út þrír vinningshafar sem fengu afhenta vinninga frá Gísla Halldóri Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar.

Sjá nánar

17. janúar 2020 : Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur á Mannamótum 2020

Hin árlega ferðasýning/kaupstefna Mannamót var haldin í gær fimmtudag í Kórnum, Kópavogi. Fjöldi fyrirtækja frá öllum landshlutum voru skráð til þátttöku í ár þar á meðal fyrirtæki frá Árborg og Flóahreppi sem kynntu starfsemi sína.

Sjá nánar

16. janúar 2020 : Framvinda fjölnota íþróttahússins á Selfossi

Í gær miðvikudaginn 15.01 var ákveðnum áfanga náð í byggingu á fjölnota íþróttahúsinu á Selfossi þegar fyrsta steypa fór fram.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica