Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Dýrahald

Þjónustumiðstöð Árborgar sér um hunda- og kattaeftirlit í Sveitarfélaginu. 

Dýraeftirlit tryggir að samþykktir sveitarfélagsins um dýrahald séu virtar.

Skráning dýra fer fram á Mín Árborg

Þjónustutímar dýraeftirlits eru eftirfarandi:
Mánudagur - Fimmdagur frá 08:00 - 16:30
Föstudagur frá 08:00 - 12:00
Lokað er um helgar og á almennum frídögum

Dýraeftirlitsmaður | Guðmundur Ragnarsson  
Sími: 863 0017  opinn á þjónustutímum.

Netfang: dyr@arborg.is

Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald
Samþykkt um hunda- og kattahald

Hundahald

Hundahald í fjölbýlishúsum sætir meiri takmörkunum skv. lögum og reglum en hundahald almennt, en skv. lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús þarf samþykki allra eigenda til að halda megi hunda og/eða ketti í húsinu.
Þegar hús skiptist í aðgreinda hluta nægir samþykki þeirra eigenda sem hafa sameiginlegan inngang, stigagang eða annað sameiginlegt húsrými.
Allir hundar eru skráningarskyldir og þegar sótt er um skráningu hunds í fjölbýlishúsi skal fylgja skriflegt samþykki allra eigenda ef inngangur er sameiginlegur. Þegar íbúð umsækjanda hefur sérinngang, þótt um sé að ræða annars konar sameiginlegt húsrými eða sameiginlega lóð, þá er veiting leyfis til hundahalds ekki háð samþykki annarra eigenda, enda er öll viðvera og/eða umferð hunds um slíkt rými stranglega bönnuð.

Hundeiganda ber að gæta þess að hundur valdi ekki ónæði, valdi ekki hættu eða raski ró manna eða verði mönnum til óþæginda á neinn annan hátt. Þá er umráðamönnum alltaf skylt að fjarlægja saur eftir hundinn. Talsvert er um ábendingar þess efnis að hundar séu óskráðir. Brot á skráningarskyldu varðar sektum og eru þess dæmi að málum hafi verið vísað til sektarmeðferðar hjá lögreglu vegna vanrækslu á skráningu.
Hundeigendur eru hvattir til þess að skrá hunda sína

Er hundurinn skráður

Allir hundar í Sveitarfélaginu Árborg eiga að vera skráðir og merktir með sérstöku merki í hálsólinni.
Þeir hundaeigendur sem af einhverjum ástæðum eru ekki búnir að skrá hundinn sinn hjá Sveitarfélaginu Árborg geta gert það undir Mín Árborg.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum, hafið samband við dýraeftirlitsmann sveitarfélagsins í síma 863 0017 eða sendið tölvupóst á dyr@arborg.is

Sveitarfélagið minnir á að hægt er að afskrá gæludýr inn á vefsíðu sveitarfélagsins, undir Mínar síður.


Óskiladýr
Dýraeftirlitsmaður hefur eftirlit með því að samþykktir sveitarfélagsins varðandi hunda- og kattarhald í sveitarfélaginu séu virtar. Dýraeftirlitsmaður tekur laus dýr til vörslu og hefur samband við eiganda ef hann er þekktur. Ef dýr eru ekki örmerkt eða af öðrum ástæðum ekki unnt að ná sambandi við eigendur, eru því birtar myndir af dýrinu á facebook síðu sveitarfélagsins með von um að eigandi hafi samband.

Hundasleppisvæði við Suðurhóla, Selfoss

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica