Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Barnateymi

Barnateymi Árborgar leitast við að veita foreldrum og forsjáraðilum ráðgjöf og stuðning við uppeldi barna og styrkja þá í foreldrahlutverki sínu.

Einnig er veittur stuðningur til handa börnum og fjölskyldum sem þurfa aðstoð vegna fötlunar, skerðingar, langvinnra veikinda og/eða félagslegra aðstæðna. Stuðningur við börn og fjölskyldur fer samkvæmt reglum Árborgar þar að lútandi.

Ráðgjöf og stuðningur

Barnateymi samanstendur af hópi fagfólks með menntun sem og sérhæfingu á sviðum er varðar börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Hlutverk barnateymis eru meðal annars almenn og sértæk ráðgjöf, samþætting þjónustu í þágu farsældar barna og stoðþjónusta.

Foreldrar og forsjáraðilar geta leitað eftir ráðgjöf hjá barnateymi og beiðni um viðtal og ráðgjöf berist í síma 4801900 eða á netfangið barnateymi@arborg.is.

Ráðgjöf og stuðningur

Ráðgjöf og stuðningur við börn og fjölskyldur hefur það að markmiði að styrkja stuðningsnet fjölskyldunnar, veita aðstoð vegna persónulegra og félagslegra aðstæðna og hvetja til félagslegs samneytis. Í viðtali hjá ráðgjafa er lagt mat á þörf fyrir stuðning og er þá litið til heildaraðstæðna fjölskyldunnar. Um er að ræða stuðning í formi foreldrafræðslu og uppeldis- og fjölskylduráðgjöf, unglinga- og ungmennaráðgjöf, ýmiskonar námskeið og/eða hópastarf, einstaklingsstuðning og stuðningsfjölskyldu.

Unglinga- og ungmennaráðgjöf

Unglinga- og ungmennaráðgjöf er ætluð einstaklingum á aldrinum 12 - 20 ára búsettum í Árborg sem vantar einhvern að tala við, vantar ráðleggingar vegna vanlíðan eða annarra erfiðleika. Þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu. Hægt er að óska eftir viðtali hjá ungmennaráðgjafa með því að senda tölvupóst á theodoraat@arborg.is eða skilaboð í síma 847 6387.

Virkniráðgjöf

Virkniráðgjöf er ætluð einstaklingum eldri en 15 ára. Hlutverk virkniráðgjafa er að aðstoða við markmiðasetningu, gerð ferilskráa, kanna áhugasvið og vinna með styrkleika. Viðtal við virkniráðgjafa fer fram að beiðni ráðgjafa einstaklingsins hjá Velferðarþjónustunni.

SES - Samvinna eftir skilnað

Hjá Velferðarþjónustu Árborgar starfa sérfræðingar sem hafa sótt sér réttindi að veita sérhæfða skilnaðarráðgjöf til foreldra barna á aldrinum 0 – 18 ára. Um er að ræða ráðgjöf sem kallast SES eða samvinna eftir skilnað. Markmið er að veita foreldrum sem hafa skilið eða eru að skilja ráðgjöf varðandi krefjandi skref í því ferli. Ráðgjöfin er veitt með því meginmarkmiði að efla farsæld barna og valdefla foreldra.

Sjá nánar um SES

Þjónusta í þágu farsældar barna 15 ára og eldri utan skóla

Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Samkvæmt lögum eiga börn og forsjáraðilar þeirra rétt á að tengiliður sé til staðar í umhverfi barnsins til að tryggja ráðgjöf og stuðning hindrunarlaust. Tengiliður er almennt inn í skóla barnsins en fyrir þau börn sem ekki tilheyra þeim hópi er tengiliður staðsettur hjá Velferðarþjónustu Árborgar.

Tengiliður fyrir börn 15 ára og eldri utan skóla er Sigríður Elín, teymisstjóri barnateymis. Hægt er að óska eftir samtali við tengilið í gegnum netfangið barnateymi@arborg.is.

Sjá nánar um Farsæld barna

Önnur sérhæfð þjónusta

Frístundaklúbburinn Kletturinn (fyrir nemendur í 5. - 10. bekk með fjölþættan vanda)
Ungmennahúsið er hugsað sem samkomustaður fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára þar sem þau fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og í framkvæmd, vinna að áhugamálum sínum og fást við skemmtileg verkefni.

Börn með fötlun

Auk almennrar þjónustu er börnum með skilgreindar fatlanir og fjölskyldum þeirra tryggður réttur til aukinnar þjónustu vegna fötlunar. Ráðgjafi barnateymis leiðbeinir um réttindi og þjónustu sem barn og fjölskylda kann að eiga rétt á samkvæmt mati s.s akstursþjónusta, stuðningsfjölskylda, skammtímadvöl og/eða annan stuðning.

Akstursþjónusta

Akstursþjónusta fyrir fólk með fötlun er ætluð þeim íbúum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu Árborg sem uppfylla skilyrði að fötlun þeirra falli að skilgreiningu 2. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og að þeir eigi ekki rétt á niðurgreiddri akstursþjónustu frá öðrum aðilum eða rétt á akstri samkvæmt öðrum lögum, reglugerðum eða reglum.

Sími | 480 1900
Netfang | barnateymi@arborg.is

Stoðþjónusta fyrir börn með fötlun

Með stoðþjónustu er barni og fjölskyldu veittur stuðningur sem nauðsynlegur er til þátttöku í samfélagi umfram almennrar þjónustu. Með það að markmiði að barnið standi til jafns öðrum í samfélaginu og komi í veg fyrir einangrun.

Stuðningsfjölskylda

Fjölskyldur fatlaðra barna eiga kost á stuðningsfjölskyldu sem hefur það hlutverk að taka barnið í umsjá sína í skamman tíma til að létta álagi af fjölskyldu þess. Þörf fyrir þjónustu er metin út frá aðstæðum barns og fjölskyldu.

Skammtímadvöl

Fötluð börn og ungmenni kunna að eiga rétt á skammtímadvöl vegna mikillar umönnunarþarfa sem er ætlað að veita tímabundna dvöl til tilbreytingar eða til að létta álagi af aðstandendum vegna erfiðra heimilisaðstæðna, svo sem veikinda eða annars álags. Dvölin er jafnan reglubundin og er dvalartími breytilegur eftir aðstæðum hvers og eins

Bergrisinn bs.

Skammtímadvöl er staðsett í Álftarima 2, Selfossi. Um skammtímadvöl gilda reglur Bergrisans, byggðasamlags um málefni fatlaðra einstaklinga á Suðurlandi.

Önnur sértæk þjónusta

Notendasamningur

Einstaklingur sem metin er í þörf fyrir stuðnings-og/eða stoðþjónustu geta sótt um að gerður verði notendasamningur. Í notendasamningnum er fjallað um framkvæmd þjónustunnar. Frekar upplýsingar veitir teymisstjóri barnateymis.

Notendastýrð persónuleg aðstoð - NPA

NPA er notendastýrð persónuleg aðstoð sem fer samkvæmt reglum Bergrisans.

NPA byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf og stýrir einstaklingurinn sjálfur fyrirkomulagi þjónustunnar og ákveður hvaða aðstoð er veitt, hvernig hún er skipulögð, hvenær og hvar hún fer fram og hver veitir hana.

Einstaklingur sem metin er í þörf fyrir stuðning í meira en 15 klukkustundir á viku getur sótt um NPA.

Einstaklingar sem hyggjast nýta sér NPA þjónustu er hvattir til að hafa samband við ráðgjafa í málefnum fatlaðra.

Sértækt húsnæði fyrir börn

Sveitarfélagið Árborg rekur búsetuúrræði fyrir börn fyrir hönd Bergrisans bs. Nánari upplýsingar veitir ráðgjafi í málefnum fatlaðra.

Réttindagæsla

Einstaklingar með fötlun geta leitað til réttindagæslumanns með allt sem varðar réttindi, fjármuni og persónuleg mál þess. Réttindagæslumaðurinn veitir stuðning og aðstoð við úrlaus mála.

Nánari upplýsingar á vef stjórnarráðsins.

Bergrisinn

Ráðgjöf

Auk almennrar ráðgjafar hjá barnateymi er veitt sérhæfð ráðgjöf til barna með fötlun og aðstandenda þeirra sem felur m.a. í sér að upplýsa um réttindi og þá þjónustu sem það kann að hafa rétt á skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, sem miðar að því að skapa skilyrði til sjálfstæðs lífs og virkrar þátttöku í samfélaginu.

Beiðni um ráðgjöf og viðtal berist í síma 480 1900 eða á netfangið barnateymi@arborg.is.


Farsæld barna

Aðsetur | Ráðhús Árborgar, Austurvegi 2. 800 Selfoss
Sími | 480 1900
Netfang barnateymi@arborg.is
Barnateymið er með móttökuhóp á Signet transfer undir Sveitarfélaginu Árborg.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica