
Bryggjuhátíð Stokkseyrar - Brú til brottfluttra
Bryggjuhátíðin er árleg bæjar- og fjölskylduhátíð á Stokkseyri. Næg tjaldsvæði og glæsileg dagskrá. Fjöldi félaga og fyrirtækja styrkja hátíðina hvert ár.

Jól í Árborg
Jóladagatal Sveitarfélags Árborgar hefst hvert ár í Bókasafni Árborgar, Selfossi með undirskriftasöfnun Amnesty ásamt Pakkajólum í samstarfi við Kvenfélag Selfoss og Sjóðinn Góða.

Jónsmessuhátíð Eyrarbakka
Árviss viðburður á Eyrarbakka. Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg, Björgunarsveitinni Björg, Ungmennafélagi Eyrarbakka, Slysavarnadeildinni Björg á Eyrarbakka ásamt verslunum og veitingarstöðum á Eyrarbakka.

Menningarmánuðurinn október
Menningarmánuðurinn október er haldinn hátíðlegur Sveitarfélaginu Árborg ár hvert. Fjölbreyttir viðburðir fyrir alla aldurshópa. Tónleikar, sýningar, sögukvöld, menningargöngur, listasmiðjur og margt fleira.

Sumar á Selfossi
Sumar á Selfossi fer fram aðra helgina í ágúst ár hvert, frá fimmtudegi til sunnudags. Laugardagurinn hefst með morgunverðarhlaðborði í stóra tjaldinu í miðbæjargarðinum á Selfossi.

Vor í Árborg
Menningar- og bæjarhátíðin Vor í Árborg er árlegur viðburður í sveitarfélaginu þar sem skipulagning og undirbúningur á dagskrá ásamt öðrum menningarviðburðum eru að stærsta hluta í höndum íbúa og félagasamtaka sveitarfélagsins.