Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða


Vinnuskóli Árborgar

Austurvegur 2b | 800 Selfoss
Símanúmer: 480 1951
Netfangvinnuskolinn@arborg.is 

Áhaldahús

Vinnuskóli Árborgar er starfræktur á sumrin en þar fá unglingar úr efstu bekkjum grunnskólanna tækifæri á að vinna við ýmiskonar verkefni sem eiga það sameiginlegt að gera sveitarfélagið okkar fegurra. Opnað hefur verið  fyrir umsóknir í vinnuskólann sumarið 2021.

Hægt er að sækja um í gegnum skráningarkerfið Völu: Skrá í Vinnuskóla Árborgar

Megin hlutverk Vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Öllum nemendum 7., 8., 9. og 10. bekkja býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í sveitarfélaginu. Þá geta unglingar sem voru að klára 9. bekk einnig sótt um að taka þátt í Grænjaxlinum en þar er unnið með margvísleg skapandi verkefni, t.d. allskonar margmiðlunarvinnu og fjölmiðlaverkefni.

Áhersla er lögð á að starfsumhverfið sé hvetjandi og ungmennin fái tækifæri til að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Farið er yfir mikilvæga þætti eins og reglusemi, stundvísi, ábyrgðartilfinningu og hvernig bera eigi virðingu fyrir umhverfi sínu. Í lok sumars gefst nemendum kostur á að fá umsagnir um störf sín sem unnar eru af flokkstjórum Vinnuskólans og Vinnuskólastjóra.

Nánari upplýsingar um Vinnuskóla Árborgar 2021

Svæðaskipting Vinnuskóla - Selfoss 2020 | kort


Þetta vefsvæði byggir á Eplica