Fréttasafn

Fréttir frá Sveitarfélaginu Árborg.


5. júní 2020 : Mótvægisaðgerðir ríkisins og framkvæmdir í Árborg

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til sveitarfélaga vegna ákveðins hluta framkvæmda- og viðhaldskostnaðar var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Árborgar í gær, 4. júní.

Sjá nánar

5. júní 2020 : Snjallmælavæðing Selfossveitna

Set ehf. á Selfossi og Selfossveitur hafa gert með sér samning um innkaup á snjallmælum hitaveitu. Fyrir liggur að snjallvæða alla hitaveitumæla hjá Selfossveitum en það hefur umtalsvert hagræði í för með sér en þá geta mælarnir sjálfir annast álestur og komið gögnum í rauntíma til Selfossveitna. 

Sjá nánar

5. júní 2020 : Ný dælustöð Selfossveitna

Þann 6. maí síðastliðinn var tekin í gagnið ný dælustöð Selfossveitna við Austurveg 67. Um er að ræða aðaldælustöð hitaveitunnar fyrir Sveitarfélagið Árborg, en nýja stöðin eykur verulega afhendingaröryggi á heitu vatni til íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu.

Sjá nánar

3. júní 2020 : Breytt setning vinnuskóla Árborgar 2020

Covid19 hefur sett sitt mark á þjóðfélagið allt síðustu mánuði og er vinnuskólinn engin undantekning. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðu sniði og undanfarin ár og verður unnið við ýmiskonar umhverfis- og viðhaldsverkefni. 

Sjá nánar

2. júní 2020 : Slys í Sundhöll Selfoss

Sá afar sorglegi atburður varð í Sundhöll Selfoss þann 1. júní, að 86 ára karlmaður lést í lauginni. Sveitarfélagið Árborg og starfsfólk sundlaugarinnar vottar aðstandendum sína dýpstu samúð og mun af öllum mætti aðstoða lögregluna við rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlátið til rannsóknar og dánarorsök liggur ekki fyrir. 

Sjá nánar

29. maí 2020 : Tilkynning - Vinnuskóli Árborgar

Þann 8. júní hefja rúmlega 300 unglingar störf við Vinnuskóla Árborgar. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðum hætti og undanfarin ár. 

Sjá nánar

29. maí 2020 : Hjólabrettanámskeið á Selfossi

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur blæs til Hjólabrettanámskeiðs á Selfossi í Júní. Námskeiðið hefst laugardaginn 6. Júní 2020 og er 3 laugardaga í röð. Verið er að taka á móti skráningum núna og er námskeiðið mjög fljótt að fyllast, fyrstur skráir fyrstur fær!

Sjá nánar

29. maí 2020 : Sumarsmiðjur Félagsmiðstöðvar Zelsíuz

Félagsmiðstöðin Zelsíuz ætlar að standa fyrir sumarsmiðjum fyrir börn sem voru að ljúka 5. - 7. bekk. Smiðjurnar verða í boði frá 8. júní -10. júlí. 

Sjá nánar

28. maí 2020 : Kvennaklefinn opnar í Sundhöll Selfoss

Inni kvennaklefinn í Sundhöll Selfoss opnar aftur föstudaginn 29. maí eftir lokun sl. vikur vegna viðhalds. 

Sjá nánar

28. maí 2020 : Lýsing aðalskipulagsbreytingar | Austurbyggð 2

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing á fyrirhugaðri breytingu aðalskipulags í Sveitarfélaginu Árborg. 

Sjá nánar

27. maí 2020 : Skátastarf Fossbúa er hafið á ný með breyttu sniði

Skátastarfið hófst af fullum krafti mánudaginn 4. maí en með aðeins breyttu sniði til að koma til móts við breyttar aðstæður í samfélaginu.

Sjá nánar

25. maí 2020 : Hreyfivikan á Íslandi 25. - 31.maí

Ungmennafélag Íslands stendur fyrir verkefninu "Hreyfivika" dagana 25. - 31. maí nk. og er Sveitarfélagið Árborg sem heilsueflandi samfélag þátttakandi í verkefninu. 

Sjá nánar
Síða 1 af 27

Þetta vefsvæði byggir á Eplica