Kórónaveiran / Covid-19

Nánari upplýsingar um kórónaveiruna Covid-19 frá embætti landlæknis.


Fréttasafn

Fréttir frá Sveitarfélaginu Árborg.


3. apríl 2020 : Rakninga-app

Við hvetjum alla til að setja upp Rakning C-19 appið til að hjálpa til við rakningu þegar upp koma smit.

Sjá nánar

3. apríl 2020 : Úthlutun úr húsafriðunarsjóði árið 2020

Þann 30. mars tilkynnti Minjastofnun Íslands að úthlutað hefði verið úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020. Styrkir úr húsafriðunarsjóði eru veittir með tilliti til varðveislugildis húsa sem um ræðir.
Samtals voru veittir styrkir að upphæð 304.000.000 kr. 

Sjá nánar

2. apríl 2020 : Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Í maí 2019 barst erindi til bæjarráðs Árborgar frá UNICEF þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Samkvæmt nýlegri tölfræði hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Sjá nánar

2. apríl 2020 : Heilræði á tímum kórónuveiru

Embætti landlæknis hefur tekið saman tíu heilræði sem er gagnlegt að huga að til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan á þessum tímum. 

Sjá nánar

1. apríl 2020 : Akcja czytania

Czas na czytanie: Dążymy do ustanowienia nowego rekordu świata w czytaniu

Sjá nánar

1. apríl 2020 : Lestar­á­takið Tími til að lesa: Stefna að nýju heims­meti í lestri

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.

Sjá nánar

1. apríl 2020 : Vor í Árborg 2020 - Frestað

Í kjölfarið á banni við skipulögðum viðburðum hefur öllum viðburðum sem fara áttu fram á bæjar- og menningarhátíðinni Vor í Árborg frá 23.- 26. apríl 2020 verið frestað um óákveðin tíma. 

Sjá nánar

30. mars 2020 : Heiða Ösp Kristjánsdóttir ráðin deildarstjóri félagsþjónustu

Heiða Ösp Kristjánsdóttir ráðgjafi og atvinnulífstengill hjá VIRK hefur verið ráðin deildarstjóri félagsþjónustu sveitarfélagsins en starfið var auglýst laust til umsóknar í febrúar mánuði sl. 

Sjá nánar

27. mars 2020 : Útivist og afþreying í Sveitarfélaginu Árborg

Nú þegar samkomubann er í fullu gildi og margt úr skorðum í okkar daglegu rútínu er mikilvægt að nýta þá möguleika sem þó standa til boða til afþreyingar fyrir einstaklinga og fjölskyldur.   

Sjá nánar

27. mars 2020 : Aðgerðaráætlun bæjaryfirvalda

Bæjaryfirvöld vinna nú að aðgerðaráætlun til að koma til móts við þarfir íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu í þeim krefjandi aðstæðum sem við blasa. Stefnir bæjarráð á kynningu aðgerðaráætlunar á næsta fundi bæjarráðs, þann 2. apríl.

Sjá nánar

26. mars 2020 : Þjónusta í samkomubanni

Þjónustu sveitarfélagsins verður eftir fremsta megni haldið gangandi þrátt fyrir samkomubann og hugsanleg veikindi eða sóttkví starfsfólks. Horft er til þess að draga úr smithættu meðal almennings og vernda lykilstarfsmenn frá sóttkví eða veikindum. Mælst er til að póstur sé sendur rafrænt til sveitarfélagsins.

Yfirlit yfir þjónustu stofnana sveitarfélagsins meðan á samkomubanni stendur, uppfærðar jafnóðum og breytingar verða.

23. mars 2020 : Bæjarstjórnarfundur 24. mars

Fundur bæjarstjórnar Árborgar var haldinn þriðjudaginn 24. mars síðastliðið kl. 17:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Fundargerð fundsins er orðin aðgengileg á vefnum. Tímabundin heimild var veitt til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga v. neyðarstigs almannavarna

Sjá nánar
Síða 1 af 23

Þetta vefsvæði byggir á Eplica