Fréttasafn

Fréttir frá Sveitarfélaginu Árborg.


17. febrúar 2020 : Eyravegur 34-38 Selfossi. Lýsing deiliskipulagsáætlunar.

Samkvæmt 1.mgr.40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing deiliskipulags fyrir lóðirnar Eyravegur 34-38 á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða deiliskipulag á skipulagssvæði sem skilgreint er verslunar- þjónustu og íbúðarsvæði. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðunum Eyravegi 34-38. Selfossi. Lóðirnar eru vestan Fossvegs og norðan Eyravegs.

Sjá nánar

14. febrúar 2020 : Sundhöll Selfoss opnar kl. 14:30 í dag, fös. 14.feb.

Sundhöll Selfoss mun opna kl. 14:30 í dag, föstudaginn 14. febrúar. 

Sjá nánar

10. febrúar 2020 : Innritun í grunnskóla skólaárið 2020-21

Innritun barna sem eru fædd árið 2014 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2020 fer fram 14. - 24. febrúar næstkomandi. 

Sjá nánar

6. febrúar 2020 : Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í : „Stígar í Árborg 2020". 
Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti þar sem það á við á stígum í Árborg.
Eyrabakkastígur að Kaldaðarnesvegi, stígar í Tjarnahverfi og stígar við Blómsturvelli

Sjá nánar

5. febrúar 2020 : Lögð fram þingsályktunartillaga um menningarsal Suðurlands á Selfossi

Nokkrir þingmenn af Suðurlandi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu menningarsalar Suðurlands á Selfossi. 

Sjá nánar

5. febrúar 2020 : Unnið að hönnun á nýjum skóla á Selfossi

Vinna Hornsteina og Eflu við hönnun nýja skólans í Björkurstykki gengur vel. Byggingarnefnd hefur haldið 21 fund og á síðustu fundum nefndarinnar hafa arkitektar farið yfir staðsetningu skólans á lóðinni sem og heildar- og innra skipulag hússins með tilliti til leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, frístundaheimilis og íþróttahúss. 

Sjá nánar

3. febrúar 2020 : Ráðherra samþykkir reglur um Sérdeild Suðurlands

Á haustdögum 2019 samþykkti Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, reglur um innritun og útskrift grunnskólanemenda úr Sérdeild Suðurlands (Setrinu) sem er til húsa í Sunnulækjarskóla. 

Sjá nánar

31. janúar 2020 : Mat á umhverfisáhrifum

Sveitarfélagið Árborg hefur undanfarið unnið að undirbúningi vegna hreinsistöðvar fráveitu á Selfossi. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og hefur verkfræðistofunni EFLU verið falið að vinna umhverfismatið. Lögð hefur verið fram frummatsskýrslu fyrir hreinsistöð fráveitu á Selfossi til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

 

Sjá nánar

28. janúar 2020 : Auglýst eftir rekstraraðila fyrir tjaldsvæðið á Stokkseyri

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir rekstraraðila að tjaldsvæðinu á Stokkseyri. 

Sjá nánar

17. janúar 2020 : Jólagluggi Árborgar - Vinningshafar 2019

Heppnir Þáttakendur voru dregnir út í jólagluggaleik Árborgar 2019. Fjöldi barna tóku þátt en dregnir voru út þrír vinningshafar sem fengu afhenta vinninga frá Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Árborgar.

Sjá nánar

17. janúar 2020 : Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur á Mannamótum 2020

Hin árlega ferðasýning/kaupstefna Mannamót var haldin í gær fimmtudag í Kórnum, Kópavogi. Fjöldi fyrirtækja frá öllum landshlutum voru skráð til þátttöku í ár þar á meðal fyrirtæki frá Árborg og Flóahreppi sem kynntu starfsemi sína.

Sjá nánar

16. janúar 2020 : Framvinda fjölnota íþróttahússins á Selfossi

Í gær miðvikudaginn 15.01 var ákveðnum áfanga náð í byggingu á fjölnota íþróttahúsinu á Selfossi þegar fyrsta steypa fór fram.

Sjá nánar
Síða 1 af 20

Þetta vefsvæði byggir á Eplica