Sjálfbær fjármálaumgjörð
Sveitarfélagið Árborg hefur nú birt sjálfbæra fjármálaumgjörð, sem lýsir nálgun sveitarfélagsins í sjálfbærri fjármögnun.
Umgjörðin samræmist alþjóðlegum viðmiðum Alþjóðasamtaka aðila á verðbréfamarkaði (ICMA) og hefur hlotið óháða vottun (e. Second Party Opinion) frá Sustainalytics, sem er leiðandi viðurkenndur vottunaraðili í sjálfbærum fjármálum á heimsvísu. Umgjörðin byggir á áætlunum sveitarfélagsins í umhverfisvænni og félagslegri uppbyggingu. Árborg stefnir á að gefa út fyrsta sjálfbærni skuldabréfið á Íslandi til fjármögnunar á verkefnum sem hafa umhverfis og/eða félagslegan ávinning.
Árborg hefur sett sér metnaðarfulla umhverfisstefnu sem leiðir vegferð sveitarfélagsins í málaflokknum. Jafnframt vinnur sveitarfélagið með Framfararvoginni að samfélagslegri framþróun á grunni Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna undir vottun Social Progress Imperative. Sjálfbær fjármögnun styður við sjálfbærni vegferð sveitarfélagsins og umhverfisstefnu þess.
Skjöl- Árborg Allocation and Impact Report 2023
- Sveitafélagið Árborg takmörkuð staðfesting 2023
- Sveitarfélagið Árborg - Takmörkuð staðfesting 2022
- Árborg Sustainable Bond | Allocation and Impact Report 2022
- Árborg - Framework
- Árborg municipality Sustainable Bond Framework Second-Party Opinion
- Útgáfulýsing sjálfbærniskuldabréfs - ARBO 31 GSB
- Árborg Sustainable Bond | Allocation and Impact Report 2021
Nánari upplýsingar
Bragi Bjarnason, bæjarstjóri | bragi@arborg.is