Landupplýsingavefur(Vefsjá)
Landupplýsingavefur(Vefsjá) Sveitarfélagsins Árborgar geymir meðal annars teikningar af mannvirkjum í Árborg sem hafa verið skannaðar inn ásamt lóðablöðum og hægt að haka við ýmsar upplýsingar sem gestir á vefnum vilja sjá.
Á Vefsjánni er hægt að kalla fram upplýsingar um:
- Lausar lóðir til úthlutunar
- Teikningar af byggingum
- Lóðamörk
- Deiliskipulag
- Aðalskipulag
Vefsjáin er tengd við ýmsar stofnanir sem veita upplýsingar eins og færð og veður á vegum, þjónustu, afþreyingu og fornleifaskráningu.
Vefsjáin er í stöðugri þróun og munu fleiri gagnlegar upplýsingar frá Sveitarfélaginu bætast við með tímanum.“