Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Húsavefur

Hugmynd að verkefninu „Söfnun upplýsinga um húseignir í Sveitarfélaginu Árborg“ var fyrst
sett fram formlega á fundi menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar þann 14.febrúar 2012.
Verkefnið er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Árborgar og Héraðskjalasafns Árnesinga með stuðningi frá Menningarráði Suðurlands.

Vinna við verkefnið hófst vorið 2012 en þá hófst undirbúningsvinnan sem vannst hægt og rólega allt árið. í janúar 2013 var síðan ákveðið að ráða inn starfsmann í 50% starf í sex mánuði sem ynni eingöngu við þetta verkefni. Til starfsins var ráðin Guðmunda Ólafsdóttir, nemi á lokaári í Þjóðfræði við Háskóla Íslands og hóf hún störf við verkefnið 1. febrúar 2013.

Kortasjá

Verkefnið er tvíþætt. Annarsvegar mun starfsmaður verkefnisins afla upplýsinga um gömul hús í sveitarfélaginu með því að skoða heimildir og taka viðtöl við fólk sem þekkir til húsanna. Hinsvegar er vonast til þess að íbúar sveitarfélagsins vilji rétta verkefninu hjálparhönd með því að svara þar til gerðum spurningalista og senda svörin til umsjónarmanns verkefnisins. Í spurningalistanum er spurt út í upplýsingar sem snúa að húsinu sjálfu og íbúum þess. 

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að svara spurningalistanum, hvort sem þeir eiga/ þekkja gömul eða ný hús, enda er langtímamarkmið verkefnisins að safna upplýsingum um allar húseignir í Sveitarfélaginu Árborg.

Þær upplýsingar sem safnast verða jafn óðum gerðar aðgengilegar almenningi á kortasjá verkefnisins auk þess sem allar upplýsingarnar verða varðveittar á Héraðsskjalasafni Árnesinga. Upplýsingarnar ættu þannig að geta nýst fræðimönnum framtíðarinnar sem og hinum almenna íbúa sem vill fræðast um sitt nærumhverfi. Upplýsingarnar munu einnig koma til með að gagnast ferðaþjónustuaðilum sem sífellt eru að leita nýrra leiða til að kynna sveitarfélagið fyrir hinum sístækkandi hópi ferðamanna.

Húsalistinn


Þetta vefsvæði byggir á Eplica