Jarðvegslosun
Tekið er á móti endurnýjanlegu, óvirku jarðefni svo sem mold, möl og grjóti við Súluholt í Flóahreppi.
Jarðvegslosun
Tekið er á móti endurnýjanlegu, óvirku jarðefni svo sem mold, möl og grjóti við Súluholt í Flóahreppi. Einnig er bent á móttökustöð í sveitarfélaginu að Víkurheiði 4 þar sem losa má ómengaðan úrgang og jarðefni á opnunartíma.
Hvaða efni má losa?
Í Súluholti er tekið á móti óvirkum jarðvegsúrgangi, þ.e. mold, möl, sandi, grjóti, hreinum steypubrotum o.þ.h., auk lífræns jarðvegsúrgangs og trjáafklippa að svo miklu leyti sem slíkur úrgangur nýtist við frágang svæðisins.Hvar eru jarðvegslosunarsvæðin?
Súluholt í Flóahreppi er austan við bæina Súluholt og Skyggnisholt (sjá meðfylgjandi kort).
Mikilvægt er að sjá um að á öllu athafnasvæði hennar sé gætt fyllsta hreinlætis og svæðið sé snyrtilegt á hverjum tíma.
Hvenær er tekið á móti jarðvegi?
Opið er á jarðvegslosunarsvæði við Súluholt í samkomulagi við landeiganda.
Gámasvæði Árborgar er opið mánudaga til föstudaga kl 10:00 - 16:00, laugardaga er opið kl. 9:00 - 16:00. Lokað er á sunnudögum.
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Súluholt ehf hefur umsjón með jarðvegslosunarsvæðinu að Súluholti.
Sveitarfélagið Árborg hefur umsjón með gámasvæði. Fyrirspurnir og ábendingar má senda á radhus@arborg.is