Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jarðvegslosun

Tekið er á móti endurnýjanlegu, óvirku jarðefni svo sem mold, möl og grjóti við Súluholt í Flóahreppi.

Jarðvegslosun

Tekið er á móti endurnýjanlegu, óvirku jarðefni svo sem mold, möl og grjóti við Súluholt í Flóahreppi. Einnig er bent á móttökustöð í sveitarfélaginu að Víkurheiði 4 þar sem losa má ómengaðan úrgang og jarðefni á opnunartíma.

Hvaða efni má losa?

Í Súluholti er tekið á móti óvirkum jarðvegsúrgangi, þ.e. mold, möl, sandi, grjóti, hreinum steypubrotum o.þ.h., auk lífræns jarðvegsúrgangs og trjáafklippa að svo miklu leyti sem slíkur úrgangur nýtist við frágang svæðisins.

Hvar eru jarðvegslosunarsvæðin?

Súluholt í Flóahreppi er austan við bæina Súluholt og Skyggnisholt (sjá meðfylgjandi kort).

Mikilvægt er að sjá um að á öllu athafnasvæði hennar sé gætt fyllsta hreinlætis og svæðið sé snyrtilegt á hverjum tíma.

Hvenær er tekið á móti jarðvegi?

Opið er á jarðvegslosunarsvæði við Súluholt í samkomulagi við landeiganda.
Gámasvæði Árborgar er opið mánudaga til föstudaga kl 10:00 - 16:00, laugardaga er opið kl. 9:00 - 16:00. Lokað er á sunnudögum.


Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Súluholt ehf hefur umsjón með jarðvegslosunarsvæðinu að Súluholti.

Sveitarfélagið Árborg hefur umsjón með gámasvæði. Fyrirspurnir og ábendingar má senda á radhus@arborg.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica