Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jafnlaunavottun

Sveitarfélagið Árborg er stolt af því að hafa innleitt jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012

Sveitarfélagið Árborg stóðst fyrst jafnlaunavottun árið 2019, sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og félagsmálaráðuneytisins. Jafnlaunakerfi sveitarfélagsins er nú tekið út árlega af BSI á Íslandi.  Kynbundin launamunur mælist um  1% í apríl 2021 sem er vel fyrir innan markmið sveitarfélagsins sem er 2,5%. Næsta úttekt á jafnlaunakerfinu er í september 2022.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynja á vinnumarkaði. Með innleiðingu jafnlaunastaðals hefur sveitarfélagið komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.   

Megináherslur í jafnlaunamálum

Jöfn laun og kjör fyrir jafnverðmælt störf

Sveitarfélagið Árborg greiðir starfsfólki jöfn laun og það nýtur sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Til að styðja jafnlaunastefnuna fer sveitarfélagið eftir íslenska staðlinum ÍST 85:2012 um jafnlaunakerfi. Samkvæmt staðlinum skulu launaviðmið vera fyrirfram ákveðin og fela ekki í sér beina eða óbeina mismunum. Allar ákvarðanir sem hafa áhrif á kjör skulu byggjast á málefnalegum forsendum, óháð kyni. Með reglulegum innri og ytri mælingum, ásamt launageiningu er lagt mat á framfylgni jafnlaunastefnunnar.    

Ráðningar, starfsþróun og símenntun án kerfisbundinnar mismununar

Sveitarfélagið Árborg kappkostar að ráðningar, starfsþróun og símenntun feli ekki í sér kerfisbundna mismunun vegna kyns, aldurs eða þjóðernis. Markvisst skal leita leiða til að jafna kynjahlutfall í öllum starfsgreinum. Að öllu jöfnu skuli ráðningar stuðla að jafnara kynjahlutfalli. Nýta skal starfsþróun og símenntun til aukins jafnréttis kynja á vinnustað. Þá beitir sveitarfélagið sér fyrir reglulegri fræðslu um jafnréttismál fyrir starfsmenn og stjórnendur þess. 

Samræming vinnu og einkalífs

Starfsfólki sveitarfélagsins er gert kleift að samræma skyldur sínar gagnvart vinnu og einkalífi með sveigjanlegum vinnutíma eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið vegna eðlis starfsemi sveitarfélagsins og þörf er á. 

Einelti, áreitni og ofbeldi

Sveitarfélagið Árborg er vinnustaður þar sem einelti, kynferðislegt áreiti, áreitni eða ofbeldi er ekki liðið.   Vakin er athygli á heilsuverndarteymi sveitarfélagsins og stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum,  ásamt sérstökum verklagsreglum. 


Jafnréttisáætlun í heild sinni, 2019-2022


Athugasemd vegna jafnlaunakerfis Sveitarfélagsins Árborgar

Með þessu eyðublaði getur starfsfólk sveitarfélagsins, eða aðrir hagsmunaaðilar, komið ábendingum eða kvörtunum í tenglsum við laun og jafnlaunakerfi á framfæri við mannauðsstjóra sem er jafnfram ábyrgðaraðili á framkvæmd jafnlaunakerfisins.

Til þess að athugasemd sé tekin til efnislegrar meðferðar þarf sá sem gerir athugasemd að fylla út í alla dálka í meðfylgjandi eyðublaði.

1. Bakgrunnsupplýsingar

2. Athugasemd

Vinsamlegast útskýrið í hverju athugasemdin felst og tilgreinið þau atriði sem talin eru vera brot á kröfum jafnlaunastaðals 85:2015 eða lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 með tilheyrandi breytingum vegna jafnlaunavottunar. Tilkynningin getur átt við þig sem einstakling, annað starfsfólk sveitarfélagsins sem þú telur brotið á, eða jafnlaunakerfið sjálft og eftirfylgni þess.

3. Annað

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica