Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 30

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
09.10.2019 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stefán Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Byggingafulltrúi
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá framkvæmdaleyfi og fyrirspurn.
Stefán Guðmundsson ritaði fundargerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1909056 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir lausri kennslustofu að Fossvegi 1 Selfossi. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Sóltúni 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25 og 27, Árbakka 2 og Austurmýri 1.
2. 1909219 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 2 gáma a Eyravegi 31-33 Selfossi. Umsækjandi: Steingarður ehf.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 6 mánaða með fyrirvara um samþykki lóðarhafa.
3. 1908099 - Umsókn um stækkun á byggingarreit að Sílalæk 13 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Umsækjandi: S.G hús ehf
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.
4. 1908020 - Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II að Smáratúni 19 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
5. 1907066 - Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II að Austurvegi 21c Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemd borist.
Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
Samþykkt að veita neikvæða umsögn á grundvelli athugasemda sem bárust.
6. 1910064 - Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir fjölbýslishúsi að Heiðarvegi 1 Selfossi.
Umsækjandi: Iron ehf
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Heiðarvegi 2, 3 og 4 og Kirkjuvegi 8, 10, 12 og 14.
7. 1910066 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir kaldavatnslögn frá stofnlögn að inntaksrými vatnsúðunarkerfis í nýbyggingu að Austurvegi 69 Selfossi.
Umsækjandi: Árfoss ehf
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
8. 1910067 - Óskað er umsagnar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfus 2010-2022
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Ölfus 2010-2022.
9. 1804320 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Ólafsvöllum Stokkseyri.
Lagt fram til kynningar.
10. 1909015F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 27
11. 1807111 - Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II fyrir Seaside Cottages. Umsagnaraðili; Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Eyrargötu 33, 35, 39, 39a, 41a og 41b
12. 1905087 - Fyrirspurn til bygginganefndar vegna byggingaráforma að Bankavegi 10 Selfossi. Fyrirspyrjandi: Sigfús Kristinsson
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Bankavegi 6, Tryggvagötu 7, 9 og 11.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica