Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 56

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
05.12.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1911607 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum, forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 29. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarfstjórnarlögum ( forsendur úthlutunar úr Jöfnunarsjóði) mál 391.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða hugsanlega áhrif á sveitarfélagið Árborg og upplýsa bæjarráð.
2. 1911568 - Samkomulag við Ölfus um námsvist o.fl.
Samkomulag við Sveitarfélagið Ölfus um aðgengi skólabarna í Árbæjarhverfi að leik- og grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöð Árborgar.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samkomulagi og felur bæjarstjóra að ganga frá því.
3. 1911582 - Tækifærisleyfi - herrakvöld Karlakórs Selfoss
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 28. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna Herrakvölds Karlakórs Selfoss 17. janúar 2020. Umsækjandi: Karlakór Selfoss.
Bæjarráð samþykkir að leyfið verði veitt.
Umsókn um tækifærisleyfi tímabundið áfengisleyfi.pdf
4. 1911001 - Undirbúningur vegna nýrra byggingalóða
Niðurstaða Lögmanna Suðurlandi vegna undirbúnings nýrra byggingarlóða.

Lögð fram til kynningar greining vegna hugsanlegrar þéttingar byggðar á Selfossi. Þessi greining er einungis lögð fram til kynningar en ekki er um endanlega niðurstöðu á vali eða nýtingu þéttingarreita að ræða.
Bæjarráð vísar greiningunni til frekari umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarnefnd.

2839-021_KYN-V01-191202_A3_minni.pdf
5. 1911022 - Umsögn - breyting á reglugerð í samráðsgátt um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi
Upplýsingar frá umhverfis- og auðlindaráðherra, dags. 2. desember, um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd og kallar eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvernig heppilegast væri að ljúka afgreiðslu framkvæmdaleyfa í þeim tilfellum sem sveitarfélagið er framkvæmdaaðili.
FW: Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum.pdf
6. 1912008 - Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista - skipurit fyrir mannvirkja- og umhverfissvið
Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista, um að skipurit mannvirkja- og umhverfissviðs verði lagt fram.
Skipurit MU - desember 2019.pdf
Skipurit M.pdf
7. 1912005 - Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista - sundurliðun á liðum fjárfestingaráætlunar með vsk.
Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista um sundurliðun á því hvaða liðir í fjárfestingaráætlun sem nú er unnið að eru með virðisaukaskatti og hvaða liðir ekki. Rökstuðningur fylgi í þeim tilvikum sem fjárhæðir eru inni án virðisaukaskatts.
Virðisaukaskattur af fjárfestingum.pdf
8. 1912018 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðunum nr. 1 og 3 við Víkurheiði
Beiðni frá félaginu Anpro, dags. 3. desember, þar sem óskað er eftir vilyrðum fyrir lóðum nr. 1 og 3 við Víkurheiði á Selfossi.
Bæjarráð samþykkir vilyrði til Anpro fyrir lóðum nr. 1 og 3 við Víkurheiði til 6 mánaða.
9. 1909200 - Útboð - ræsting og hreingerning hjá Árborg
Samantekt á vinnu við ræstingar - útboð Árborgar.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda miðað við hann standist standist allar þær kröfur sem settar eru fram í útboðs- og samningsskilmálum.
10. 1909256 - Kauptilboð í Eyði Mörk 2
Umfjöllun um samþykkt kauptilboð bæjarráðs frá síðasta fundi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði kaupsamningur á grundvelli samþykkts tilboðs.
11. 1912020 - Fullnaðaruppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna Sólvalla
Drög að fullnaðaruppgjöri og drögum að yfirlýsingu sveitarfélagsins sem tengist uppgjörinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman minnisblað um málið og leggja í framhaldinu fram tillögu fyrir bæjarstjórn um afgreiðslu þess.
Fundargerðir
12. 1911013F - Eigna- og veitunefnd - 14
14. fundur haldinn 27. nóvember.
13. 1911017F - Frístunda- og menningarnefnd - 2
13.4. 1911585 - Vetraríþróttir í Sveitarfélaginu Árborg
Farið yfir hugmyndir um framtíðaruppbyggingu fyrir vetraríþróttir í Sveitarfélaginu Árborg og lögð fram eftirfarandi tillaga:

Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn Árborgar að nú við gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði hugað að svæði til uppbyggingar vetraríþróttahallar. Jafnframt að starfsmanni nefndarinnar verði falið að kanna mögulegan grundvöll fyrir uppbyggingu og rekstri á slíku mannvirki.

Meðfylgjandi greinagerð lögð fram sem fylgiskjal til rökstuðnings tillögunni.

Góð umræða um málið og eru allir nefndarmenn sammála um að málið eigi heima í aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins sem framundan er. Samþykkt samhljóða.

Niðurstaða þessa fundar
Fundargerðir til kynningar
14. 1902097 - Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2019
194. fundur haldinn 29. nóvember
Fundur 194 - 29.11.2019.pdf
15. 1902004 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnessýslu bs. 2019
17. fundur haldinn 15. október.
Fundargerð 17. fundar HÁ.pdf
16. 1901039 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
Aðalfundur haldinn 25. október.
Fundargerð aðalfundar SOS 2019.pdf
17. 1901039 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
288. fundur haldinn 26. nóvember.
288. stjf. SOS 26.11.10.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica