Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 18

Haldinn Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
11.12.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og óskaði eftir að taka inn á afbrigðum bókun vegna lántöku Byggðasafns Árnesinga vegna framkvæmda við Búðarstíg 22 á árinu 2020 sem samþykkt var á haustfundi Héraðsnefndar Árnesinga þann 15. október síðastliðinn. Var það samþykkt samhljóða.
Einnig sagði frá því að í dag var opnuð ný og endurbætt heimasíða fyrir Sveitarfélagið Árborg.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1902222 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2019
Viðauki nr. 9
Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

Viðauki nr. 9 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 9 atkvæðum.
2. 1909256 - Kauptilboð í Eyði Mörk 2
Tillaga frá 55. fundi bæjarráðs, frá 28. nóvember, bæjarráð samþykkir að gera tilboð um kaup á landspildu úr landi Geirakots í samræmi við fyrirliggjandi drög. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samþykkt kauptilboð.
Tillaga frá 56. fundi bæjarráðs frá 5. desember, liður 10. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði kaupsamningur á grundvelli samþykkts tilboðs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
3. 1909056 - Byggingarleyfisumsókn - Fossvegur 1
Tillaga frá 33. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. nóvember sl., liður 10. Umsókn um byggingarleyfi fyrir lausri kennslustofu við Fossveg 1 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.

Ari Björn Thorarensen, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
4. 1905087 - Umsagnarbeiðni vegna byggingaáforma - Bankavegur 8
Tillaga frá 33. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. nóvember sl., liður 11. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
5. 1910064 - Fyrirspurn um byggingarleyfi - Heiðarvegur 1
Tillaga frá 33. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. nóvember sl., liður 12. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
6. 1705111 - Deiliskipulagstillaga - Austurvegur 52-60a
Tillaga frá 33. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. nóvember sl., liður 16. Lagt er til við bæjarstjórn að framlögð deiliskipulagstillaga verði auglýst.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
7. 1911585 - Vetraríþróttir í Sveitarfélaginu Árborg
Tillaga frá 2. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 2. desember sl., liður 4. Farið yfir hugmyndir um framtíðaruppbyggingu fyrir vetraríþróttir í Sveitarfélaginu Árborg og lögð fram eftirfarandi tillaga: Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn Árborgar að nú við gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði hugað að svæði til uppbyggingar vetraríþróttahallar. Jafnframt að starfsmanni nefndarinnar verði falið að kanna mögulegan grundvöll fyrir uppbyggingu og rekstri á slíku mannvirki. Meðfylgjandi greinagerð lögð fram sem fylgiskjal til rökstuðnings tillögunni. Góð umræða um málið og eru allir nefndarmenn sammála um að málið eigi heima í aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins sem framundan er. Samþykkt samhljóða.
Tillaga frístunda- og menningarnefndar um að við gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði hugað að svæði til uppbyggingar vetraríþróttahallar var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

8. 1912020 - Fullnaðaruppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna Sólvalla
Tillaga frá 56. fundi bæjarráðs frá 5. desember sl., liður 11. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman minnisblað um málið og leggja í framhaldinu fram tillögu fyrir bæjarstjórn um afgreiðslu þess.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og fór yfir málið.

Bæjarstjóri leggur til að yfirlýsing sveitarfélagsins með samningnum verði samþykkt enda ekki um að ræða fjárskuldbindingu sveitarfélagsins.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnar Egilsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
9. 1910108 - Byggingarleyfisumsókn - Starmói 14
Tillaga frá 34. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 4. desember sl., liður 9. Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Starmóa 14, Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir og
andsvar hefur borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingunni verði hafnað

Óskað var eftir fundarhléi.

Fundi var fram haldið.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
10. 1909011 - Byggingarleyfisumsókn - Austurvegur 7
Tillaga frá 34. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 4. desember sl., liður 12.
Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum að Austurvegi
7 (Kaffi Krús ), erindið hefur verið grenndarkynnt, áður á fundi 6. nóvember sl. Skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanni falið að svara framkomnum athugasemdum.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði
samþykkt.

Kjartan Björnsson, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
11. 1906009 - Aðalskipulagsbreyting í landi Jórvíkur og Bjarkar
Tillag frá 34. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 4. desember sl., liður 20. Lagt er til við bæjarstjórn tillaga að aðalskipulagsbreytingu í landi Jórvíkur og Bjarkar verði auglýst. Erindið var borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Fulltrúar D-lista telja eðlilegasta leiðin sé
að aðalskipulagsbreytingin verði tekin með heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingatillögu: Óskað er eftir að aðalskipulagið verði tekið fyrir með heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

Breytingartillagan var borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa Á-,B-,M- og S-lista, bæjarfulltrúar D-lista, greiddu atkvæði með breytingatillögunni.

Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu í landi Jórvíkur og Bjarkar verði auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista. Kjartan Björnsson, D-lista, sat hjá.

Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
12. 1908115 - Breytingar á samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg 2019
Fyrri umræða.
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, fór yfir tillögur að breytingum á samþykkt um gatnagerðargjöld í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg.

Lagt er til að vísa samþykkt um gatnagerðargjöld í þéttbýli til síðari umræðu.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
13. 1912050 - Breyting á reglum um lóðaúthlutun
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, fór yfir breytingar á reglum um lóðaúthlutun.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, M-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
14. 1911169 - Gjaldskrár 2020
Síðari umræða.

1) Tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
2) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaheimili í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
3) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
4) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
5) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
6) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
7) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
8) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
9) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
10) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
11) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaklúbbinn í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
12) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Grænumörk 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
13) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna afnota á húseigna í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
14) Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna fráveitu (tæming rotþróa) í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 2,5%
15) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu og gámasvæði í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 5% fyrir sorphirðugjöld og 2,5% á gámasvæði í Árborg.

Ari Björn Thorarensen, D-lista tók til máls.

16)Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sundstaði í Árborg 2020 - Hækkunin nemur 2,5%

Tillögur að breytingum á gjaldskrám fyrir Sveitarfélagið Árborg voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða með 9 atkvæðum.
Gjaldskrá - Selfossveitur 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir frístundaheimilin í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá leikskóla 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá Bókasafna Árborgar 2020.pdf
gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir Frístundaklúbbinn í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá fyrir Grænumörk 2020.pdf
Gjaldskrá húseigna 2020.pdf
Gjaldskrá vegna fráveitu í Árborg 2020.pdf
Gjaldskrá Sundlauga Árborgar frá 1.jan 2020.pdf
15. 1911605 - Útsvarsprósenta 2020
Lögð var fram eftirfarandi tillaga um útsvarsprósentu.

Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2020 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52 % af útsvarsstofni.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
16. 1908021 - Fjárhagsáætlun 2020-2023
Síðari umræða.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og kynnti breytingar á fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun milli umræðna.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun voru bornar undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar D lista leggja fram eftirfarandi bókun og gera grein fyrir atkvæðum sínum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir Arborg.

Við sitjum hjá við afgreiðslu.

Við getum ekki samþykkt fjárhagsáætlunina vegna skorts á fullnægjandi upplýsingum um stórann hluta fjárfestinga,óraunhæfar áætlanir um kostnað og að okkar mati ranga forgangsröðun verkefna.
Á þetta höfum við ítrekað bent og óskað eftir betri uppl. en hvorki fengið hljómgrunn eða svör.
Við teljum að meirihluti bæjarstjórnar sé með þessu að vanrækja grunnþjónustu og stefna fjárhagslegu sjálfstæði sveitarfélagsins í hættu.


Eggert Valur Guðmundsson S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mikil vinna hefur verið lögð í að bæta áætlanagerð hjá sveitarfélaginu að undanförnu með það að markmiði að fjárhagsáætlunin sé eins nákvæm og kostur er. Það er hlutverk bæjarfulltrúa allra flokka, í samstarfi við starfsfólk sveitarfélagsins, að gera sífellt betur í rekstri sveitarfélagsins.

Svf. Árborg er um margt einstakt sveitarfélag með friðsælum sjávarþorpum, búgarðabyggð, stóru þéttbýli með þjónustu sem nútímasamfélag gerir kröfur um, auk dreifbýlis þar sem stundaður er hefðbundin landbúnaður og kraftmikil hesta- og ferðamennska.

Svf. Árborg hefur vaxið gríðarlega á skömmum tíma og hefur uppbygging íbúðarhúsnæðis að öllum líkindum aldrei verið meiri en hún er þessi misserin. Framkvæmdir við nýtt byggingarland í landi Bjarkar eru komnar í gang auk fjölmargra annarra verkefna sem of langt mál er að tína til í stuttri bókun.

Nú á dögunum var tíu þúsundasti íbúi sveitarfélagsins boðinn velkominn með gjöfum. Á undanförnum árum hefur íbúafjölgun verið mikil og sýnir svo ekki verður um villst að eitthvað er verið að gera rétt við stjórnun sveitarfélagsins. Margt er þó enn hægt að bæta og munum við á næstu árum sífellt leita leiða til þess að gera betur í að bæta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.

Fjárhagáætlun sveitarfélagsins er ekki einungis rammi um útgjöld og tekjur, heldur er hún stefna um þjónustu og framkvæmdir sem markar línur fyrir það öryggi sem íbúar ásamt fyrirtækum búa við næsta árið. Það er von okkar að með samþykkt þessarar fjárhagsáætlunar sé stigið skref til þess að koma á móts við réttmætar væntingar íbúa og fyrirtækja. Starfsfólki sveitarfélagsins eru færðar hinar bestu þakkir fyrir þeirra vinnu við gerð fjárhagsáætlunarinnar um leið og undirrituð óska starfsfólki og íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla.

Helstu forsendur fjárhagsáætlunar 2020 :
Útsvarsprósentan er óbreytt milli ára eða 14,52%
Fasteignaskattsprósenta af íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,275% í 0,2544% eða um 7,5%
Fasteignaskattsprósenta af atvinnuhúsnæði lækkar úr 1,65% í 1,60% eða um 3%
Vatnsgjald á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,1765% í 0,1721% eða um 2,5%
Sorphirðugjald hækkar um 5% milli ára.
Almennt hækka gjaldskrár um 2,5% milli ára í samræmi við samkomulag sem gert var í tengslum við lífskjarasamninga.


Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista.

Fjárhagsáætlun 2020 - 2023 seinni umræða.pdf
Áætlun 2020 - 2023 breytingar á milli umræðna.pdf
Viðauki við greinargerð fjárhagsáætlun 2020-2023 seinni umræða.pdf
17. 1903014 - Ábyrgð á láni til Byggðasafns Árnesinga
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita stofnun/félagi sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku stofnunar Héraðsnefndar Árnesinga, Byggðasafni Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 120.000.000 kr. til allt að 15 ára.

Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Byggðasafni Árnesinga.

Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ljúka framkvæmdum á fasteigninni Búðarstígur 22 sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafns Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnunar sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Byggðasafni Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni kt. 151066-5779 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Fundargerðir
18. 1911006F - Fræðslunefnd - 16
16. fundur haldinn 13. nóvember.

Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um lið 2 - Stofnun fjölmenningardeildar Vallaskóla.
19. 1911004F - Eigna- og veitunefnd - 13
13. fundur haldinn 13. nóvember.
20. 1911011F - Bæjarráð - 54
54. fundur haldinn 21. nóvember.
Kjartan Björnsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls um lið 3 - Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - afþreyingar og útivistargarður á Sýslumannstúnið.
21. 1911008F - Skipulags og byggingarnefnd - 33
33. fundur haldinn 20. nóvember.
Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls undir lið 17.3 af afgreiðslunefndarfundi byggingarfulltrúa - Umsókn um byggingaleyfi fyrir 1. áfanga fjölnota íþróttahús á íþróttasvæðinu við Engjaveg.
22. 1911014F - Bæjarráð - 55
55. fundur haldinn 28. nóvember.
23. 1911013F - Eigna- og veitunefnd - 14
14. fundur haldinn 27. nóvember.
24. 1911017F - Frístunda- og menningarnefnd - 2
2. fundur haldinn 2. desember.
Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls undir lið 2 - Uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar 2019.
25. 1912001F - Bæjarráð - 56
56. fundur haldinn 5. desember.
Bæjarstjórn Árborgar sendir starfsmönnum og íbúum öllum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica