Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 93

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
05.11.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2011002 - Árshátíð Sveitarfélagsins Árborgar
Ekki reynist unnt að halda árshátíð Sveitarfélagsins Árborgar með venjubundnum hætti en gert var ráð fyrir fé í fjárhagsáætlun vegna hennar.
Bæjarráð samþykkir að fé sem ætlað var til árshátíðarhalda, ásamt jólagjöf sveitarfélagsins til starfsmanna, verði fært starfsfólki í formi glaðnings á úttektarkorti. Starfsfólki er að sjálfsögðu frjálst að ráðstafa fjárhæðinni að eigin vali en bæjarráð hvetur starfsfólk til að gera sér glaðan dag á sínum heimaslóðum eftir því sem aðstæður leyfa.
Árið sem er að líða hefur lagt þungar byrðar á mikinn fjölda starfsmanna sveitarfélagsins og hafa þeir sannarlega staðið undir þeim byrðum og í mjög erfiðum aðstæðum skilað verki sem mikill sómi er af.
Þrátt fyrir að ekki sé hægt að halda árshátíð með venjubundnum hætti vill bæjarstjórn með þessu sýna þakklæti sitt og jafnframt hvetja fólk til að gleðjast í skammdeginu, stolt yfir öllum þeim góðu verkum sem unnist hafa.
2. 2011005 - Dagur íslenskrar tungu 2020
Erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 28. október, með upplýsingum um Dag íslenskrar tungu 16. nóvember, nk.
Lagt fram til kynningar.
Bréf til stjórnenda_30.10.2020.pdf
3. 2004184 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2020
Rekstraryfirlit jan-ágúst 2020
Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri - 17:05
4. 2003173 - Covid-19 - Viðbragðsáætlun Árborgar við faraldri
Bæjarstjóri upplýsir um stöðu mála vegna Covid-19 í Árborg.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.
5. 2011018 - Kynning á markmiðum BHM á styttingu vinnuvikunnar
Erindi frá BHM, dags. 2. nóvember, um styttingu vinnuviku hjá dagvinnufólki.
Lagt fram til kynningar.
Bréf til sveitarfélaga. stytting vinnuviku hjá dagvinnufólki.pdf
6. 2011022 - Skil á lóð - Þykkvaflöt 8
Samningur um skil á lóð við Þykkvaflöt 8, Eyrarbakka.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um uppgjör vegna lóðarinnar.
7. 2011025 - Umboð til bæjarritara
Bæjarstjóri lagði til að bæjarritara, sem er staðgengill bæjarstjóra, yrði í hans fjarveru veitt umboð til undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til.
Bæjarráð samþykkir að bæjarritari hafi, líkt og bæjarstjóri, umboð til undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til.
Fundargerðir
8. 2010022F - Eigna- og veitunefnd - 33
33. fundur haldinn 28.október.
Fundargerðir til kynningar
9. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
890. fundur haldinn 30. október.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 890.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica