Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 38

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
12.02.2020 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sigurður Andrés Þorvarðarson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Sigurður Andrés Þorvarðarson ritaði fundargerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1907112 - Tillaga að götunöfnum í Bjarkarlandi.
Málið rætt á fundi. Tillaga lögð fram. Frestað
2. 2001270 - Umsókn um byggingarleyfi að Vallartröð 7 Selfossi.
Umsækjandi:Halldóra Sigríður Jónsdóttir.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum hesthúsa að Vallartröð 5 og 9
3. 2002007 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs að Sandgerði 2 Stokkseyri.
Fyrirspyrjandi fh, eigenda: Verkfræðistofa V G S.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum húsa að Sandgerði 1, 3 og 4, og Strandgötu 7. Óskað er eftir samþykki eigenda hússins að Sandgerði 4 fyrir byggingu í lóðarmörkum.
4. 2002006 - Umsókn um lóðina Hulduhóll 7-9 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Aðal byggingarstjórinn ehf.
Samþykkt að úthluta lóðinni til Aðal byggingarstjórinn ehf.
5. 2002044 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir smáhýsi að Eyravegi 3 Selfossi.
Umsækjandi: Hreint verk ehf.
Stöðuleyfi samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits og heilbrigðiseftirlits. Leyfið skal vera til 6 mánaða. Staðsetning húss skal vera í samráði við Skipulags- og byggingarfulltrúa.
6. 1911539 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Norðurgötu 29 Tjarnarbyggð.
Umsækjandi. Hallgrímur Sigurðsson.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum lóða að Norðurgötu 25, 27, 31 og 33.
7. 1705111 - Tillaga að deiliskipulagi fyrir Austurveg 52-60a, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist.
Skipulagsfulltrúa, höfundi deiliskipulagstillögunnar og bæjarlögmanni falið að hefja viðræður við aðila sem lagt hafa fram athugasemdir.
8. 1906009 - Aðalskipulagsbreyting í landi Jórvíkur og Bjarkar, tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar skipulags- og byggingarnefndar.
9. 1910067 - Óskað er umsagnar um tillögu að skipulagslýsingu vegna breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Ölfus, en áskilur sér rétt til að veita umsögn og gera athugasemdir á síðari stigum skipulagsferilsins.
Fundargerð
10. 2001016F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 35
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica