Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 49

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
10.10.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Guðrún Jóhannsdóttir varamaður, M-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá 10. fundargerð eigna- og veitunefndar frá 9. október. Gunnar Egilsson óskaði eftir að því máli yrði frestað og við því var orðið.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1909229 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt endurgreiðslu vsk, vegna fráveituframkvæmda
Erindi frá nefndarsviði Alþingis, dags. 26. september, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.
Bæjarráð fagnar því að þetta frumvarp er fram komið og leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að það verði að lögum. Fjöldi sveitarfélaga stendur frammi fyrir miklum framkvæmdum í fráveitumálum og mun það verk ganga greiðar verði frumvarpið að lögum.
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál..pdf
2. 1909230 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 26. september, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál..pdf
3. 1909233 - Umsögn - frumvarp til laga um skráningu einstaklinga heildarlög
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 26. september, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um skráningu einstaklinga heildarlög.pdf
4. 1909235 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla)
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. september, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla)
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í fræðslunefnd.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjáfstætt rekinna grunnskóla).pdf
5. 1909247 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr.4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 27. september, þar sem vakin er athygli á að frumvarp tillaga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, hefur verið lagt til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda..pdf
6. 1909222 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - vegna bókasafnsins á Selfossi
Fyrirspurn frá Kjartani Björnssyni, bæjarfulltrúa D-lista, um framkvæmdir í bókasafninu á Selfossi.
Svör bæjarstjóra:
1. Hvenær var ákveðið að fara í endurbætur á jarðhæð ráðhússins í bókasafninu?

Líkt og fram kemur í fyrirspurn bæjarfulltrúans hafa endurbætur verið til umræðu árum saman en enginn undibúningur þó farið fram. Í skýrslu Haraldar L. Haraldssonar, sem unnin var síðastliðinn vetur, skilað í janúar 2019 og tekin til umfjöllunar í bæjarstjórn 27. febrúar 2019, kom m.a. fram þessi umræða, sem bæjarfulltrúinn nefnir, um að afgreiðsla ráðhússins flytjist í húsnæði safnsins.
Þann 27. september 2018 fór forstöðumaður bókasafns fram á að skipt verði um gólfefni á safninu. Ljóst er að þetta var brýnt mál og dúkur orðinn gatslitinn. Samdægurs kannaði umsjónarmaður fasteigna Árborgar ástandið og gerði ráð fyrir endurbótum í fjárhagsáætlun sem samþykkt var í desember 2018. Umsjónarmaður fasteigna gerði ráð fyrir að lagning dúksins gæti hafist í ágúst, þegar verkefnum verktaka í skólum Árborgar væri lokið.
Í kjölfar samþykktar fjárhagsáætlunar, þar sem gert var ráð fyrir nýjum stöðugildum í ráðhúsinu, varð ljóst að gera þyrfti breytingar í húsinu þannig að fleiri gætu verið þar með vinnuaðstöðu en verið hefur.
Í tillögu Haraldar L. Haraldssonar, nr. 131, er fjallað um húsnæði ráðhúss og gerð tillaga um að fyrirkomulagið verði endurskoðað þannig að betri nýting fáist á húsnæðinu.
Í tillögu bæjarstjóra að aðgerðaáætlun vegna tillagna H.L.H, sem lögð var fyrir fund bæjarstjórnar þann 20. mars 2019 í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar frá 27. febrúar 2019, var kynnt að málið yrði unnið með arkitektum og tillögur um úrbætur lagðar fram fyrir fjárhagsáætlun haustsins.
Eftir samtal við arkitekta var hafist handa við endurhönnun og skipulagningu ráðhúss í samráði við starfsfólk í húsinu og með hliðsjón af ofangreindum hugmyndum og ákvörðunum. Var einnig óskað eftir kostnaðaráætlun sem ganga ætti út frá lágmarksbreytingum í fyrstu sem þó væru þannig að þær myndu nýtast ef farið yrði í víðtækari breytingar síðar.
Talsverðan tíma tók að fullhanna breytingarnar og var ástæðan fyrst og fremst sú að mikið samráð var haft við starfsfólk til að tryggja að breytingarnar yrðu skynsamlegar, hagnýtar og í fullri sátt. Það fór því svo að kostnaðaráætlun fyrir breytingar var enn ekki tilbúin þegar gólfdúkurinn kom til Árborgar í byrjun júní mánaðar.
Ljóst var að það væri firra að fresta því í lengri tíma að setja niður dúkinn, en jafnframt að ómögulegt væri að leggja dúkinn án þess að fyrirhugaðar breytingar á veggjum o.þ.h. yrðu gerðar samhliða. Einnig þurfti að fá samning við verktaka um framkvæmd verksins.
Í júní mánuði var ráðinn verkefnisstjóri frá Verkís (ESB) í að skipuleggja ýmis framkvæmdaverkefni á vegum Árborgar. Verkefnisstjóri og umsjónarmaður fasteigna Árborgar tóku svo boltann, unnu kostnaðaráætlun og skipulögðu framkvæmdir.
Segja má að unnið hafi verið afrek þeirra sem að málinu komu í að koma verkinu af stað á þeim tíma sem raun bar vitni, þannig að það myndi ekki dragast frekar. Ástæða er til að þakka sérstaklega fyrir það.

2. Hvenær eða hvort voru þessar umbætur á bókasafninu teknar fyrir í bæjarkerfinu?

12. desember 2018 ? Fjárhagsáætlun samþykkt. Umbætur á bókasafni og skipti á gólfdúks voru ekki ræddar sérstaklega á bæjarstjórnarfundi heldur aðeins á vinnufundum bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun, enda aðeins hluti fjölda verkefna í fjárhagsáætlun. í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kostnaði við þessar breytingar í ýmsum fjárfestingaverkefnum hjá Eignadeild og endurbótum á skrifstofum ráðhúsi hjá bæjarskrifstofu.
27. febrúar 2019 ? Tillögur Haraldar L. Haraldssonar lagðar fyrir bæjarstjórn.
20. mars 2019 ? Aðgerðaráætlun vegna tillagna H.L.H. lögð fyrir bæjarstjórn.

3. Liggur fyrir framkvæmda og fjárhagsáætlun um verkið og hvar var það lagt fyrir?

Kostnaðaráætlun Verkís er dagsett 27. ágúst 2019. Hún hefur ekki verið tekin til umfjöllunar annarsstaðar en á milli verkefnisstjóra og starfsmanna mannvirkja- og umhverfissviðs.

4. Hvenær lýkur verkinu og hvað mun það kosta?

Heildarkostnður við breytingar í ráðhúsi, eins og þær hafa nú verið hannaðar og undirbúnar, er áætlaður 46 m.kr. Aðeins er þó verið að vinna hluta af þeim verkþáttum á þessu ári. Gert er ráð fyrir að fá heimildir fyrir öðrum liðum breytinganna í fjárhagsáætlun 2020 og jafnvel einhvers kostnaðar vegna 2. hæðar með tillögu að viðauka við áætlun 2019.

5. Hefur verkið, kynningin á verkinu og framkvæmdir allar verið unnar í nánu samstarfi við til dæmis héraðsskjalasafn Árnessýslu sem er með mikilvæga starfsemi á jarðhæðinni og auðvitað starfsmenn og viðskiptavini safnsins?

Verkið hefur verið unnið í miklu samráði við starfsfólk bókasafnsins, og annað starfsfólk hússins. Ekki var haft samráð við notendur safnsins, en rík áhersla lögð á að unnið væri á grunni þekkingar starfsfólks bókasafnsins á þörfum viðskiptavina. Ekkert samráð hefur verið haft við héraðsskjalasafn Árnessýslu um breytingarnar. Þar sem Héraðsskjalasafnið er á leið úr húsnæðinu á næstunni þá er miður að ekki skyldi lagður nýr dúkur á þann hluta húsnæðisins í leiðinni, en slíkt hefði reyndar kallað á miklar tafir og aukinn kostnað.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - vegna bókasafns Árborgar.pdf
7. 1909213 - Tré lífsins minningagarður
Erindi frá Tré lífsins, dags. 20. september, þar sem verið er að kanna áhuga sveitarfélagsins á minningagörðum og afstöðu til þess að opna slíkan garð.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til starfshóps um endurskoðun aðalskipulags.
Tré Lífsins Minningagarður.pdf
8. 1903073 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins
Erindi frá SASS. Minnisblað Eflu um svæðisskipulag Suðurlands - forathugun.
Bæjarráð tekur undir bókun Flóahrepps um sama mál. Ekki er hægt að taka afstöðu til erindisins fyrr en fulltrúar Árborgar, Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa rætt um aðkomu Árborgar að svæðisskipulagi Suðurhálendisins og kostnaðarskiptingu vegna þess, þar sem sveitarfélagið hefur einungis upprekstrarrétt í Flóamannaafrétt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en fer ekki með skipulagsvald á afréttinum.

Bæjarráð samþykkir því að fresta afgreiðslu erindisins. Bæjarstjóra er falið að hafa samráð við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Flóahrepp um málið.
9. 1910082 - Húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnessýslu
Bæjarráð Svf. Árborgar lýsir sig reiðubúið til þess að afhenda Héraðsnefnd Árnesinga, endurgjaldslaust, lóð við Austurveg á Selfossi undir byggingu sem hýsa myndi starfsemi héraðsskjalasafns.
Svf. Árborg er einnig tilbúið til þess að byggja hentugt húsnæði sem sniðið verður að starfsemi Héraðsskjalasafns Árnesinga og leigja safninu til framtíðar, ef Héraðsnefnd Árnesinga telur þann kost heppilegri en eigin fjármögnun framkvæmdarinnar.

Greinargerð:
Héraðsskjalasafn Árnesinga hefur um langa hríð verið á hrakhólum með húsnæði. Undanfarin ár hefur safnið leigt húsnæði í ráðhúsi Svf. Árborgar, en það húsnæði er fyrir löngu orðið of lítið og stendur starfssemi safnsins fyrir þrifum. Svf. Árborg hefur auk þess mikla þörf fyrir það rými sem safnið hefur leigt undir sína eigin starfsemi í ráðhúsinu. Það er ríkur vilji til þess hjá bæjaryfirvöldum í Svf. Árborg að styðja við það að Héraðsskjalasafn Árnesinga haldi áfram að eflast og styrkjast og starfsemi þess verði áfram á besta stað á Selfossi eins og verið hefur mörg undanfarin ár.
Bæjaryfirvöld í Árborg hafa undanfarin ár sýnt í verki vilja sinn til að efla starfsemi Héraðsskjalasafnsins með því að leggja til sérstök framlög vegna ljósmyndaverkefnis. Samtals er þar um að ræða tæpar 16 milljónir króna frá árinu 2011.
Tillaga héraðsskjalasafn.pdf
10. 1910083 - Sameining sveitarfélaga
Tillaga frá formanni bæjarráðs Árborgar um sameiningu sveitarfélaga.
Bæjarráð Svf. Árborgar samþykkir að óska eftir afstöðu sveitarfélaga í Árnessýslu til sameiningar sveitarfélaganna og hvort vilji sé til að hefja viðræður og skoðun á þeim möguleika. Bæjarstjóra er falið að senda sveitarfélögunum erindi þar að lútandi.
Tillaga um sameiningu sveitarfélaga.pdf
11. 1902273 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2019
Rekstraryfirlit - 8 mánaða uppgjör
 
Gestir
Inga Garðarsdóttir, fjármálastjóri - 00:00
Fundargerðir
12. 1909012F - Eigna- og veitunefnd - 9
9. fundur haldinn 25. september.
13. 1910004F - Íþrótta- og menningarnefnd - 14
14. haldinn 7. október.
13.2. 1903090 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2019
Lögð fram bókun af 27.fundi hverfisráðs Eyrarbakka sem kemur til umsagnar úr bæjarráði Árborgar. Íþrótta- og menningarnefnd tekur vel í hugmyndir hverfisráðsins um nafnið "Bílastíg" á götustíg sem liggur á milli húsanna Búðarstíg 6 og 8 og að Hreggviði og Skúmastöðum ásamt því að setja upp skilti við stígsendan við Búðarstíg. Nefndin leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að umræddur götustígur kallist Bílastígur og felur mannvirkja- og umhverfissviði að merkja hann þannig.
13.4. 1910076 - Ályktun frá Umf. Selfoss vegna forhönnun íþróttamiðstöðvar á Selfossvelli
Lögð fram ályktun frá Ungmennafélag Selfoss um að haldið verði áfram undirbúningsvinnu við íþróttamiðstöð á Selfossvelli. Félagið lýsir einnig yfir áhuga á að koma að þeirri vinnu enda muni aðstaða félagsins batna til framtíðar með uppbyggingunni. Nefndin þakkar Ungmennafélagi Selfoss fyrir erindið og lýsir yfir mikilvægi þess að gott samstarf sé áfram við alla hagsmunaaðila við hönnun íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Nefndin leggur til við bæjarráð að ráðist verði í þarfagreiningu á næstu áföngum í framtíðaruppbygginu á Selfossvelli. Samþykkt samhljóða.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í þarfagreining á næstu áföngum í framtíðaruppbygginu á Selfossvelli og felur frístunda- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.
14. 1909014F - Umhverfisnefnd - 5
5. fundur haldinn 2. október.
14.4. 1908200 - Tilraunaverkefni með grenndarstöðvar
Upplýsingar um tilraunaverkefni varðandi staðsetningu og gerð grenndarstöðvar við Sunnulækjarskóla.
Rætt var um staðsetningu á tilrauna grenndargámastöð við Sunnulækjarskóla á Selfossi. Lagt var fram tilboð frá Íslenska Gámafélaginu um NODE grenndar og flokkunarstöð sem tekur við endurvinnsluefni, plastumbúðum, pappír og pappa. Auk þess sem hægt verður að skila af sér gleri á grenndargámastöðina. Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við Íslenska Gámafélagið á grundvelli tilboðsins.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Íslenska Gámafélagið á grundvelli tilboðsins, enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar.
Fundargerðir til kynningar
15. 1901039 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
285. fundur haldinn 2. október.
Lagt fram til kynningar
285 stjf. SOS 02.10.19.pdf
16. 1901272 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019
199. fundur haldinn 25. september.
Lagt fram til kynningar
199_fundargerd.pdf
17. 1903289 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2019
Fundur haldinn 17. september.
1. Vísað til eigna- og veitunefndar
2. Vísað til umhverfisnefndar
3. Bæjarráð telur ekki fært að funda 9. eða 16. október og felur bæjarstjóra að finna fundartíma eins fljótt og kostur er.
4. Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.
5. Bæjarstjóra falið að kanna málið.
6. Vísað í Eigna- og veitunefnd.
7. Hundasleppisvæði er á fjárhagsáætlun ársins og í vinnslu hjá mannvirkja- og umhverfissviði. Stefnt er að því að svæði opni í haust.
8. Bæjarráð tekur undir áhyggjur hverfisráðs. Nýtt deiliskipulag er í vinnslu og verður vonandi tilbúið sem fyrst þannig að mæta megi aukinni þörf fyrir nýbyggingar.
9. Vísað til eigna- og veitunefndar.
10. Vísað til eigna- og veitunefndar.
11. Reglur þar að lútandi hafa margoft verið auglýstar í héraðsfréttablöðum. Bæjarráð óskar eftir að mannvirkja- og umhverfissvið ítreki þær kynningar.
12. Vísað til umhverfisnefndar.
13. Bæjarráð hafnar beiðni um afnot af áhaldahúsinu sem geymslu fyrir íbúa.
14. Vísað til umhverfisnefndar.
Fundur hjá Hverfaráði Stokkseyrar 17.sept.pdf
18. 1901335 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
873. fundur haldinn 30. ágúst.
874. fundur haldinn 27. september.

Lagt fram til kynningar
873. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - .pdf
874. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
19. 1902248 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2019
10. fundur haldinn 3. september.
11. fundur haldinn 26. september.

Lagt fram til kynningar
10. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 3. sept. 2019.pdf
11. fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga 26. sept. 2019.pdf
20. 1905258 - Fundargerðir byggingarnefndar Búðarstígs 22
4. fundur haldinn 3. september.
Lagt fram til kynningar
4. fundur bygginganefndar Byggðasafns frá 3. sept.2019.pdf
21. 1906158 - Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands 2019
17. aðalfundur haldinn 20. september.
Lagt fram til kynningar
Fundargerð fulltrúaráðsfundar 20.09.2019.pdf
22. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
9. fundur haldinn 27. september.
Lagt fram til kynningar
9. fundur v. leiksk. v. Engjaland 27.9.2019.pdf
23. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
16. fundur haldinn 23. september.
Lagt fram til kynningar
Byggingarnefnd (16) 23.9.2019.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica