Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 22

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
12.06.2019 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stefán Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Byggingafulltrúi
Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1810115 - Tillaga um heildarendurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
Lagt er til við bæjarstjórn að heildarendurskoðun aðalskipulagsins verði boðin út á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.
2. 1906013 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Austurbyggð.
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
3. 1709001 - Tillaga að deiliskipulagi að Votmúla II.
Árborg hefur borist erindi Skipulagsstofnunnar, dags. 8. mars 2019, þar gerðar voru athugasemdir við deiliskipulag fyrir Votmúla 2, Austurkot, Sveitarfélaginu Árborg.
Skipulagsstofnun telur að rökstyðja þurfi, í samræmi við fyrirhugaða uppbyggingu við landbúnað, landnotkunarflokk aðalskipulags og gera grein fyrir fyrirhugaðri landbúnaðarstarfsemi. Einnig þurfi að skýra hvort skipulagsáform séu í samræmi við skilgreinda landnotkun í aðalskipulagi Árborgar, hvernig skipulagsáform samræmist skilmálum fyrir landbúnaðarsvæði og hvernig þau eru frábrugðin því sem reikna megi með í svokallaðri búgarðabyggð.
Í aðalskipulagi og landskipulagsstefnu er mörkuð stefna um varðveislu og eflingu landbúnaðar og landbúnaðarlands í Árborg. Stefna þessi markast þó af breyttu landbúnaðarmynstri síðastliðin ár og áratugi, þ.e. að landbúnaður hafi á undanförnum árum tekið talsverðum breytingum, hrossabúskapur hafi stóraukist og einnig það að búskapur sé stundaður í hjáverkum samhliða annarri vinnu.
Deiliskipulagssvæðið er gott til landbúnaðar en er einnig þeim kostum búið að vera í góðum tengslum við þéttbýli Selfoss, sem og höfuðborgarsvæði. Ásókn hefur verið í að stunda þar hóflegan búskap samhliða öðru starfi.
Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að ráðstafa svæðinu til eiginlegs landbúnaðar, með hliðsjón af breyttu landbúnaðarmynstri síðastliðna áratugi, svo raunverulegur árangur náist um uppbyggingu og varðveislu landbúnaðar og landbúnaðarlands. Með þessu er miðað að því að tryggja að á umræddu svæði verði áfram stundaður eiginlegur landbúnaður, þó þannig að ekki verði endilega stundaður búskapur í þeim mæli sem áður þekktist, heldur svo að íbúum verði t.d. mögulegt að stunda aðra vinnu samhliða búrekstri en reiknað er með því að ekki verði á svæðinu reist íbúðarhús án nokkurra tengsla við búskap.
Skipulags- og byggingarnefnd telur þessi sjónarmið nægilega fram komin í fyrirliggjandi skipulagsgögnum og að ekki sé þörf á frekari skýringum. Um þetta er einkum vísað til 4.7.1 og 4.7.2 gr. og greinargerðar með gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, 2.1., 2.2. og 5.2 gr. greinargerðar með deiliskipulaginu og landskipulagsstefnu 2015-2026.
Þá gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að ekki sé í deiliskipulagi markaður göngu- og reiðstígur meðfram Votmúlavegi í samræmi við aðalskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd telur stíganna falla utan skipulagssvæðisins og að ekki sé nauðsynlegt að gera breytingar til upprætingar á áforum í aðalskipulagi um lagningu göngu- og reiðvegar. Skipulags- og byggingarnefnd telur það sem fram kemur í deiliskipulaginu um afmörkun veghelgunarsvæðis og lýsingu kvaða um umferðarrétt ríðandi vegfarenda nægjanlegt að svo búnu.
Þá hafa Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands skilað inn umsögnum við deiliskipulagið sem kalla að mati Skipulags- og byggingarnefndar ekki á sérstakar aðgerðir eða nokkrar breytingar á deiliskipulaginu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki nauðsynlegt að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunnar með breytingum á deiliskipulaginu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að deiliskipulagið verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica