Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 25

Haldinn Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
10.06.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.

1. Kosning forseta til eins árs.
2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.
4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.
5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.

1. Kosning forseta til eins árs Lagt var til að Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, verði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

2. Kosning 1. varaforseta til eins árs
Lagt var til að Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, verði kosin 1. varaforseti til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

3. Kosning 2. varaforseta til eins árs
Lagt var til að Tómas Ellert Tómasson, M-lista, verði kosinn 2. varaforseti til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

4. Kosning tveggja skrifara til eins árs
Lagt var til að Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, verði kosnir skrifarar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.

5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs
Lagt var til að Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, verði kosin varaskrifarar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.
2. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. 27. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 813/2018 með síðari breytingum 665/2019
Lagt var til að eftirtaldir verði fulltrúar í bæjarráði.
Aðalmenn:
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista
Gunnar Egilsson, D-lista

Varamenn:
Arna Ír Gunnarsdóttir
Guðrún Jóhannsdóttir
Kjartan Björnsson

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
3. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020
Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 46. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 813/2018 með síðari breytingum 665/2019
Lagt var til að eftirtaldir verði fulltrúar í kjörstjórn.

1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Ingimundur Sigurmundsson
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
Bogi Karlsson

Varamenn:
Þórarinn Sólmundarson
Anna Ingadóttir
Steinunn Erla Kolbeinsdóttir

2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Íris Böðvarsdóttir
Gunnar Gunnarsson
Ólafur Bachmann Haraldsson

Varamenn:
Guðmundur Sigmarsson
Hólmfríður Einarsdóttir
Herborg Anna Magnúsdóttir

3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Sesselja S. Sigurðardóttir
Ingibjörg Jóhannesdóttir
Valdemar Bragason

Varamenn:
Grétar Páll Gunnarsson
Ingveldur Guðjónsdóttir
Gunnar Þorkelsson

4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Hafdís Kristjánsdóttir
Jónína Halldóra Jónsdóttir

Varamenn:
Kristjana Hallgrímsdóttir
Magnús Gísli Sveinsson
Ingibjörg Elfa L. Stefánsdóttir

5. Undirkjörstjórn 4, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Magnús Jóhannes Magnússon
Inger Schiöth
Elvar Ingimundarson

Varamenn:
Svava Júlía Jónsdóttir
Sigríður Sigurjónsdóttir
Þorgrímur Óli Sigurðsson

6. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Lýður Pálsson
María Gestsdóttir
Birgir Edwald

Varamenn:
Arnar Freyr Ólafsson
Þórarinn Ólafsson
Arnrún Sigurmundsdóttir

7. Undirkjörstjórn 6 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir
Ólafur Már Ólafsson
Ragnhildur Jónsdóttir

Varamenn:
Kristín Þ. Sigurðardóttir
Bjarkar Snorrason
Ingi Þór Jónsson í stað Guðna Kristjánssonar

Tillaga að fulltrúum í kjörstjórnir var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4. 1606089 - Umhverfisstefna
Tillaga frá 11. fundi umhverfisnefndar, frá 6. maí sl. liður 2. Ábendingar og athugasemdir sem bárust nefndinni frá íbúum Árborgar teknar fyrir í nefndinni áður en umhverfisstefnan verður lögð fyrir til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.

Formaður umhverfisnefndar leggur til að hann ásamt deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar fari yfir tímasetningar í drögum að umhverfisstefnunni og að tímasetningar í drögunum verði miðaðar við framkvæmdar og fjárfestingaráætlanir Sveitarfélagsins Árborgar.

Umhverfisnefnd vísar umhverfisstefnunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tóku til máls.

Umhverfisstefna Árborgar var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Umhverfisstefna Árborgar 10.06.2020.pdf
5. 2004297 - Framfaravog sveitarfélaganna - úrvinnsla niðurstaðna 2019
Lagt er til að Sveitarfélagið Árborg haldi áfram þátttöku í verkefninu „Framfaravog sveitarfélaga“ út árið 2021 þannig að móta megi markmið og aðgerðaáætlun, vinna með nokkrar vel valdar aðgerðir og fá raunhæfan samanburð milli ára. Markmið verkefnisins er aukin velferð með framúrskarandi þjónustu.

Kostnaður af þátttökunni er kr. 1.800.000- án/vsk. vegna ársins 2020 og leggja undirritaðir til að bæjarstjórn Árborgar samþykki viðauka við fjárhagsáætlun 2020 til að tryggja þátttöku Árborgar í verkefninu.

Í meðfylgjandi minnisblaði er greinargerð um tillöguna.

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tóku til máls.

Tillaga um að þáttaka í verkefninu "Framfaravog sveitarfélaga" út árið 2021 og að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020 var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.
Framfararvogin - minnisblað BB og GHH um framhaldið - júní 2020.pdf
Niðurstöður framfaravogin 2019 - slæður Árborg.pdf
Framfararvogin 2019 niðurstöður.pdf
6. 2006046 - Fundartími bæjarráðs og bæjarstjórnar sumar 2020
Forseti leggur til að bæjarstjórn taki sumarleyfi og að fundir bæjarstjórnar liggi niðri í júlí. Næsti fundur bæjarstjórnar verði þann 19. ágúst næstkomandi.

Meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella. Bæjarráð tekur ákvarðanir um að víkja frá fundartímum skv. bæjarmálasamþykkt eftir því sem þurfa þykir.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðir
7. 2005005F - Skipulags og byggingarnefnd - 45
45. fundur haldinn 20. maí.
8. 2005008F - Fræðslunefnd - 22
22. fundur haldinn 20. maí.

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tóku til máls undir lið nr. 2 -Heiti leikskólans við Engjaland.
9. 2005011F - Félagsmálanefnd - 15
15. fundur haldinn 25. maí.
10. 2005013F - Bæjarráð - 76
76. fundur haldinn 28. maí.
11. 2006002F - Bæjarráð - 77
77. fundur haldinn 4. júní.
Ari B. Thorarensen, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls undir lið nr. 1 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2020.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:31 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica