Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 90

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
15.10.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2003173 - Covid-19 - Viðbragðsáætlun Árborgar við faraldri
Bæjarritari upplýsir um stöðu mála vegna Covid-19 í Árborg.
Lagt fram til kynningar.
Verklagsreglur um Viðbragðsstjórn Árborgar.pdf
Markmið Árborgar - mikilvæg starfsemi.pdf
2. 2003009 - Verklagsreglur og áætlun vegna smithættu af sorpi og meðhöndlun úrgangs - heimsfaraldur kórónuveirunnar
Erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 5. október, þar sem fram komu upplýsingar um meðhöndlun úrgangs vegna Covid-19, þar sem ríkislögreglustjóri hefur nú fært almannavarnarstig af hættustigi yfir á neyðarstig.
Lagt fram til kynningar.
Meðhöndlun úrgangs vegna COVID-19 .pdf
3. 2009529 - Rekstrarleyfisumsögn - Búðarstígur 4
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi dags. 7. september, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki III veitingahús að Búðarstíg 4, Eyrarbakka. Umsækjandi var Húsið við Hafið.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að veita jákvæða umsögn á 53. fundi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt.
4. 2010127 - Kolefnisspor Suðurlands
Skýrsla sem unnin var af Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) fyrir SASS. Verkefnið var eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Tilgangur verkefnisins var annars vegar að reikna kolefnisspor landshlutans og hins vegar að benda á leiðir til kolefnisjöfnunar.
Lagt fram til kynningar.
Kolefnisspor Sudurland 200416.pdf
5. 2010140 - Samningar - uppsetning og rekstur gatnalýsingar í Árborg
Erindi frá HS veitum hf. dags. 12. október, þar sem óskað var eftir samningaviðræðum vegna uppsetningar og reksturs gatnalýsingar á Árborgarsvæðinu.
Bæjarráð vísar málinu til eigna- og veitunefndar til úrvinnslu.
Bréf frá HS veitum.pdf
6. 2010142 - Upplýsingar - aðgerðir sveitarfélaga á íþróttastarf vegna Covid19
Erindi og spurningarlisti frá HSK, dags. 12. október, um hvort og hvernig stuðning sveitarfélagið hafi veitt íþróttastafi í tengslum við Covid-19 faraldurinn.
Svör sveitarfélagsins við HSK lögð fram.
bréf til sveitarfélaga 12.10.2020.pdf
Svör við fyrirspurn HSK 12.okt´20.pdf
7. 1812130 - Afsal- afhending lóðar nr. 21 við Engjaland
Vörðuland ehf. afsalar lóðum nr. 21 við Engjaland, F2509001, L229741 og Dísarstaðir land 6, F2341071, L210673 til Sveitarfélagsins Árborgar.

Lagt var til við bæjarráð að samþykkja afsalið.

Bæjarráð samþykkir framlagt afsal.
8. 2010150 - Heimsendur matur í Árborg
Tillaga frá Fjölskyldusviði Árborgar um að farið verði í verðkönnun og/eða útboð á þjónustu um heimsendingu á mat fyrir aldraða í sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur fjölskyldusviði að gera verðkönnun byggða á því sem fram kemur í minnisblaðinu og leggja niðurstöður fyrir bæjarráð í byrjun nóvember.
Heimsendur matur í Árborg.pdf
Fundargerðir
9. 2009013F - Skipulags og byggingarnefnd - 53
53. fundur haldinn 7. október.
9.2. 2009780 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum í Árbakkalandi.
Rannsaka á jarðveg í fyrirhuguðu hverfi í Árbakka með því að fergja 3 lóðir í hverfinu og mæla sig þeirra yfir ákveðið tímabil.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum í Árbakkalandi.
10. 2010005F - Umhverfisnefnd - 14
14. fundur haldinn 7. október.
11. 2010004F - Félagsmálanefnd - 19
19. fundur haldinn 7. október.
12. 2010010F - Frístunda- og menningarnefnd - 13
13. fundur haldinn 12. október.
12.2. 2008074 - Áherslur FMÁ í fjárhagsáætlun 2021
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun þeirra málaflokka sem heyra undir nefndina.
Fram koma að helstu tillögur í fjárhagsáætlun 2021 væri viðbót við frístundastyrk til barna þar sem skoðað yrði að bæta við yngri árgöngum en í dag er styrkurinn fyrir 5-17 ára börn. Starfsmanni falið að móta tillögur í framhaldi af umræðu nefndarinnar.
Nefndin leggur ríka áherslu á að starf Lýðheilsufulltrúa sé inn í fjárhagsáætlun en sá starfsmaður kæmi að vinnu við verkefnið heilsueflandi samfélag, framfaravog sveitarfélaga og fleiri forvarna- og lýðheilsutengd verkefna þvert á svið sveitarfélagsins. Umræða um hversu mikilvægt það sé að sveitarfélagið hugsi til framtíðar og leggi grunn að verkefnum sem spari fjármuni seinna meir.
Rætt um samninga vegna framkvæmda hátíða og íþrótta- og frístundafélaga sem eru í endurskoðun og leggur nefndin til við bæjarráð að ákveðið fjármagn vegna endurskoðun slíkra samninga verði tryggt í fjárhagsáætlun næsta árs. Um er að ræða t.d. samninga við
- Björgunarfélag Árborgar
- Hestamannafélagið Sleipnir
- Skátafélagið Fossbúa
- Rekstur Selfossvallar við Umf. Selfoss
- Íþróttafélagið Suðri
- Körfuknattleiksfélag Selfoss - Samstarf um rekstur kvennaliðs
- Framkvæmd Sumars á Selfossi, Bryggjuhátíðar, Jónsmessu og fleiri hátíða

Niðurstaða þessa fundar
Niðurstaða 13. fundar Frístunda- og menningarnefndar er vísað til fjárhagsáætlunargerðar á fjölskyldusviði.
12.4. 2009512 - Endurskoðun erindisbréf ungmennaráðs Árborgar 2020
Tekið til umræðu eftir að hafa verið vísað til nefndarinnar af 87. fundi bæjarráðs.
Fjallað um drög að erindisbréfi UNGSÁ (Ungmennaráðs Árborgar) sem unnið var af ungmennaráði og nefndin lagði til við bæjarráð á 12. fundi að yrði samþykkti. Eftir umræðu um alla þætti erindisbréfsins er ályktun Frístunda- og menningarnefndar óbreytt milli funda enda telur nefndin að UNGSÁ hafi unnið gott starf við endurskoðun erindisbréfsins og fært rök fyrir sínum tillögum. Má þar benda sérstaklega á að hlutfall einstaklinga í ráðinu sem eru 18 ára og eldri er mjög lágt eða að jafnaði 1-3 einstaklingar af 13 í ráðinu.
Sveitarfélagið Árborg er að mati nefndarinnar að starfa í anda Æskulýðslaganna, nr.70/2007 og má vera gríðarlega stolt af framgöngu UNGSÁ undanfarin ár sem og öðru íþrótta- og frístundastarfi sem falla undir umrædd lög. Enn fremur má benda á að fulltrúar í UNGSÁ sem hafa starfað lengur en til 18 ára aldurs með ráðinu hafa hafa áfram sýnt áhuga á þátttöku í málefnum nærsamfélagsins.
Frístunda- og menningarnefnd leggur því til við bæjarráð að erindisbréf Ungmennaráðs Árborgar verði samþykkt óbreytt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð frestar því að taka afstöðu til erindisbréfs ungamennaráðs og óskar eftir fundi með fulltrúum frístunda- og menningarnefndar um málið.
Fundargerðir til kynningar
13. 2009712 - Fundargerðir kjaranefndar 2020
3. fundur haldinn 16. september.
Fundargerð lögð fram.
Trúnaðarmál
14. 2002049 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2020
197. fundur haldinn 6. október.
Fundur 197 - 6.10.2020.pdf
15. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
888. fundur haldinn 29. september.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 888.pdf
16. 2001353 - Fundargerðir stjórnar SASS 2020
562. fundur haldinn 2. október.
562. fundur stj. SASS.pdf
17. 2004011 - Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2020
5. fundur haldinn 17. september.
5. fundur.pdf
18. 2001344 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2020
296. fundur haldinn 22. september.
296. stjf. SOS 22.09.20.pdf
19. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
31. fundur haldinn 9. október.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica