Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 26

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
14.08.2019 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Guðrún Jóhannsdóttir varamaður, M-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stefán Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Byggingafulltrúi
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá framkvæmdaleyfisumsókn við Grænumörk.
Stefán Guðmundsson ritaði fundargerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1906191 - Umsókn um hækkun á nýtingarhlutfalli og hækkun á hámarks mænishæð að Dranghólum 17 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
2. 1907062 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Eyravegi 26 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugsemdir borist.
Fyrirspyrjandi: Haraldur Ingvarsson
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
3. 1908022 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að Grænumörk 3 Selfossi.
Umsækjandi: Pálmatré ehf
Stöðuleyfi samþykkt til 6 mánuða.
4. 1907125 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir göngustíg sem tengir stíga frá Sóltúni, Fosstúni og Þóristúni.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
5. 1908043 - Umsókn um stofnun lóðar úr landi Smjördala fyrir spennistöð.
Umsækjandi: Rarik ohf
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti stofnun lóðarinnar.
6. 1907112 - Tillaga að götunöfnum í Bjarkarlandi, áður á fundi 31. ágúst sl.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að götur í Björkurlandi beri eftirfarandi heiti:

Gata 1: Eyrarstekkur
Gata 2: Urðarstekkur
Gata 3: Heiðarstekkur
Gata 4: Björkurstekkur
Gata 5: Móstekkur

Botnlangar út frá þessum götum beri sömu nöfn og götur sem þeir liggja frá.
7. 1908084 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun bílastæða við Grænumörk 5. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica