Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 32

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
11.04.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður óskaði eftir að hönnunargögn vegna skóla í Björkurstykki yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum og var það samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1904044 - Yfirlýsing vegna lífskjarasamninga 2019-2022 á almennum vinnumarkaði
Yfirlýsing frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. apríl, í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022.
Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2020.
Yfirlýsing sambandsins vegna lífskjarasamninga 2019.pdf
2. 1808140 - Fjárhagsáætlun 2019
Bréf frá bæjar- og fjármálastjóra vegna fyrirspurnar frá EFS um upplýsingar um hvort einhver þeirra áætluðu fjárfestinga sem fram koma í fjárhagsáætlun ársins 2019 falli undir ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráð samþykkir að framlagt svar verði sent Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
 
Gestir
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri. - 17:00
3. 1902273 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2019
Rekstraryfirlit jan-feb.
Fjármálastjóri Árborgar fór yfir milliuppgjör jan-feb 2019.
 
Gestir
Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri - 17:00
4. 1811233 - Útsvarsprósenta 2019
Erindi frá RSK, dags. 3. apríl, um staðfestingu á útsvarshlutfalli við álagningu 2019 vegna tekna á árinu 2018.
Fjármálastjóra falið að svara erindinu.
Staðfesting á útsvarshlutfalli við álagningu 2019 vegna tekna á árinu 2018.pdf
 
Gestir
Inga Garðarsdóttir, fjármálastjóri - 17:00
5. 1904076 - Umsögn - frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl., innflutningur búfjárafurða
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 4. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), mál 766.
Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.pdf
6. 1811206 - Umsögn - verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 4. apríl. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 111/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 30.04.2019.
Lagt fram til kynningar.
FW: Til samráðs: Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.pdf
7. 1904104 - Umsögn - lyfsöluleyfi fyrir nýrri lyfjabúð, Austurvegi 24-26
Erindi frá Lyfjastofnun, dags. 3. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn vegna nýs lyfsöluleyfis fyrir nýja lyfjabúð að Austurvegi 24-26, Selfossi.
Bæjarráð, fyrir hönd bæjarstjórnar, gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
8. 18051725 - Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Fréttatilkynning frá afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands, dags. 9. apríl.
Lagt fram til kynningar.
Fullveldisafmaeli skyrsla vefur 20.3.2019.pdf
9. 1904116 - Tækifærisleyfi - Hvíta húsið annan í páskum 2019
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 9. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna páskaballs 22. apríl nk. óskað er eftir leyfi til kl. 04:00.
Bæjarráð mælist til þess að veitt verði umbeðið leyfi til að opið verði til klukkan 4:00.
10. 1806198 - Ný heimasíða og innri síða
Tillaga frá bæjarstjóra og starfshópi vegna heimsíðu Árborgar um að gengið verði til samninga við Hugsmiðjuna um gerð nýs Árborgarvefs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði um 3,5 milljónir króna. Gert er ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun ársins.
32. fundur Tillaga frá bæjarstjóra _Hugsmiðjan.pdf
Fundargerðir
11. 1903012F - Skipulags og byggingarnefnd - 17
17. fundur haldinn 3. apríl
Lagt fram til kynningar.
11.5. 1903278 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara. Umsækjandi: Míla ehf.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt. Allur frágangur við jarðrask verði í samræmi við reglur framkvæmda- og veitusviðs.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykktir veitingu framkvæmdaleyfis til Mílu vegna lagningu ljósleiðara. Allur frágangur við jarðrask verði í samræmi við reglur framkvæmda- og veitusviðs.
11.6. 1903222 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara. Umsækjandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt. Allur frágangur við jarðrask verði í samræmi við reglur framkvæmda- og veitusviðs.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. vegna lagningu ljósleiðara, allur frágangur við jarðrask verði í samræmi við reglur framkvæmda- og veitusviðs.
11.7. 1903305 - Framkvæmdaleyfisumsókn vegna dæluhúsa í landi Hellis. Umsækjandi: Vatnsveita Árborgar
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veit verði framkvæmdaleyfi til Vatnsveitu Árborgar vegna dæluhúsi í landi Hellis.
11.9. 1804263 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna umsóknar um byggingaleyfi fyrir viðbyggingu að Lyngheiði 11 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
Lagt er til við bæjarráð að skipulagsbreytingin verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir skipulagsbreytinguna vegna Lyngheiðar 11, Selfossi.
11.19. 1904028 - Lýsing deiliskipulag við Austurveg milli Sigtúns og Fagurgerðis.
Lagt er til við bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að lýsing deiliskipulags við Austurveg milli Sigtúns og Fagurgerðis verði auglýst og kynnt.
13. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
Bæjarráð samþykkir þau gögn sem lögð hafa verið fram, yfirlesin af lögmönnum og eru nú í auglýsingu.
Fundargerðir til kynningar
12. 1902248 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2019
6. fundur haldinn 2. apríl
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga nr 6.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica