Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 78

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
11.06.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Kjartan Björnsson varamaður, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá 29. fundargerð byggingarnefndar fyrir nýjan skóla í Björkurstykki frá 10. júní sl. Var það borið undir atkvæði og samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020
Kosnings formanns og varaformanns bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að formaður ráðsins verði Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og að varaformaður verði Tómas Ellert Tómasson, M-lista.

Kjartan Björnsson sat hjá.
2. 2003232 - Fundartími bæjarráðs 2020
Fundartími bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Bæjarráð stefnir að því að funda hálfsmánaðarlega í sumarleyfi bæjarstjórnar. Næsti fundur verði því fimmtudaginn 25. júní að öllu óbreyttu.
3. 2004081 - Styrktarsjóður EBÍ 2020
Erindi frá EBÍ, dags. 29. maí, þar sem fram kemur að sveitarfélagið Árborg hefur fengið úthlutað styrk að kr. 270.000.- vegna verkefnisins "Upplýsingaskilti við Knarrarósvita".
Bæjarráð þakkar fyrir styrkveitinguna.
Úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ 2020.pdf
4. 2006017 - Átak í fráveituframkvæmdum
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku, dags. 2. júní, um átak í fráveituframkvæmdum.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í eigna- og veitunefnd.
Bréf frá Sambandi og Samorku (003).pdf
5. 2006056 - Sumarstörf skáta við Úlfljótsvatn sumar 2020
Erindi frá Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatn, dags. 3. júní, þar sem óskað er eftir að Árborg styðji við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og unga skáta í sveitarfélaginu til launaðra starfa á Úlfljótsvatni sumarið 2020.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur menningar- og frístundadeild að útfæra samstarfið.
Sumarstorf a Ulfljotsvatni.pdf
6. 2006024 - Fyrirspurn - landnemaspilda fyrir Tjaldskóg
Erindi frá Maríu og Thelmu í Tjaldinu, dags. 1. júní, þar sem þær óska eftir landsspildu fyrir Tjaldskóga.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu í umhverfisnefnd.
7. 2006089 - Styrkbeiðni - Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum á Selfossi
Erindi frá Hestamannafélaginu Sleipni, dags. 8. júní, þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi vegna Íslandsmóts barna og unglinga í hestaíþróttum sem fram fer á Selfossi 18. - 21. júní nk.
Bæjarráð samþykkir að styðja við verkefnið um kr. 600.000,-
Jafnframt óskar bæjarráð eftir yfirliti yfir rekstraruppgjör vegna mótsins þegar það liggur fyrir.
Menningar- og frístundadeild falið að útfæra samstarfið.
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum .pdf
8. 1608087 - Reglur um leikskóla í Árborg
Tillaga frá 22. fundi fræðslunefndar frá 20. maí sl., liður 1. Reglur um leikskóla í Árborg. Endurskoðaðar reglur lagðar fram. Guðný Ingibjörg Rúnarsdóttir, leikskólaráðgjafi, sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti helstu breytingar. Samþykkt samhljóða.

Lagt er til við bæjarráð að samþykkja reglurnar.

Bæjarráð samþykkir reglurnar.
Reglur um leikskóla í Árborg - 2020.pdf
9. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
Erindi frá 29. fundi byggingarnefndar fyrir nýjan skóla í Björkurstykki, frá 10. júní sl.

Nefndin leggur til að jarðvinna byrji í ágúst 2020 og húsbyggingin byrji 1. desember 2020 til maí 2022.
Ganga þarf frá þóknun við hönnuði út frá breyttri tímalínu.

Málið fær efnislega meðferð í bæjarráði sem fyrst svo hægt sé að upplýsa hönnuði.

Nefndin óskar að bæjarráð taki fundargerðina inn á afbrigðum á morgun.

Bæjarráð samþykkir tillögu bygginganefndar nýs grunnskóla í Björkurstykki, frá 10. júní sl., um að framkvæmdir við jarðvinnu hefjist nú í ágúst og að byggingartími skólans verði lengdur fram í maí 2022, í stað ágúst 2021.
Það er mat verkfræðinga Verkís að mjög knappur tími gæfist til framkvæmda ef skila ætti húsnæðinu haustið 2021. Knappur framkvæmdatími getur mögulega leitt til aukins kostnaðar og einnig truflana á skólastarfi ef eitthvað kæmi upp á sem tefði skil verksins.
Gera þarf ráð fyrir að formlegt starf Björkurskóla geti hafist fyrr, eða haustið 2021, og að starfsemi skólans verði þá hýst með bráðabirgðarlausnum þar til nýtt húsnæði verður afhent. Mikil fjölgun gunnskólabarna undanfarin ár, og fyrirsjáanlegt framhald þar á, leyfir vart að núverandi skólar hýsi allt skólastarf til haustsins 2022. Af þeim sökum er mikilvægt að tryggja nægjanlegt bráðabirgðahúsnæði þar til fyrsti áfangi nýrrar skólabyggingar verður tekinn í notkun.
Bæjarráð felur mannvirkja- og umhverfisviði að leita lausna á húsnæðismálum nýja grunnskólans þar til að skólabyggingin verður tekin í notkun í maí 2022 og gera ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar 2021.
Byggingarnefnd (29) 10.6.2020.pdf
Fundargerðir
10. 2005015F - Frístunda- og menningarnefnd - 9
9. fundur haldinn 8. júní.
10.2. 2006029 - Frístundamiðstöð í Árborg - niðurstöður fýsileikakönnunar
Lögð fram skýrsla um mögulega byggingu frístundamiðstöðvar í Sveitarfélaginu Árborg. Skýrslan er lokaverkefni Braga Bjarnasonar, deildarstjóra frístunda- og menningardeildar og fjallar um mögulegan ávinning þess fyrir Árborg að sameina nokkrar stofnanir sem sinna frístundastarfi í sveitarfélaginu í sama húsnæðið.
Bragi kynnir verkefnið og fer yfir helstu niðurstöður. Nefndin fagnar því að þessi skýrsla sé komin fram og sýnir hún greinilega fjárhagslegan og faglegan ávinning ásamt þörfina fyrir framtíðaruppbygginu fjölnota frístundamiðstöðvar í Sveitarfélaginu Árborg. Nefndin leggur til við bæjarráð að stofnaður verði starfshópur til að vinna málið áfram á grunni skýrslunnar. Starfshópurinn verði skipaður fimm aðilum kjörinna fulltrúa og hagaðila.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð frestar skipan starfshóps þar til bæjarfulltrúar hafa fengið kynningu á hugmyndunum.
Fundargerðir til kynningar
11. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
28. fundur haldinn 30. apríl.
Byggingarnefnd (28) 30.4.2020.pdf
12. 2002055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2020
205. fundur haldinn 2. júní og drög að viðbragðsáætlun Suðurlands um loftgæði.
Óskað er eftir ábendingum og tillögum að breytingum frá sveitarfélögunum eins og þurfa þykir. Heilbrigðisnefnd Suðurlands væntir þess að viðbragsáætlun um loftgæði á Suðurlandi verði afgreidd á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í október 2020.

fundargerd_205.pdf
13. 2002188 - Fundargerðir Héraðsnefnda Árnessýslu 2020
18. fundur haldinn 12. maí.
Héraðsnefnd Árnesinga bs - fundargerð 18. fundur.pdf
14. 2001344 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2020
293. fundur haldinn 26. maí.
293. stjf. SOS 26.05.20.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica