Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 47

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
19.09.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1704290 - Kynning - alþjóðaflugvöllur í Árborg
Staða mála og næstu skref.


Fulltrúar Þróunarfélags um alþjóðaflugvöll í Árborg ehf. mættu á fundinn og kynntu undirbúningsvinnu þeirra vegna hugsanlegs alþjóðaflugvallar í Árborg.
 
Gestir
Andri Björgvin Arnþórsson - 17:00
Páll Arnþórsson - 17:00
2. 1711099 - Samkomulag vegna bílastæða bak við Austurveg 6
Að ósk Lögmanna Suðurlands leggur bæjarstjóri það til við bæjarráð að samþykkja greiðslu kostnaðar að fjárhæð kr. 1.797.421 í samræmi við samning Sveitarfélagsins Árborgar við Árfoss um málefni lóðarinnar Austurvegi 4, afsal ofl., dags. 15. júní 2017.
Bæjarráð samþykkir að greiðslan fari fram, að því gefnu að Árfoss fallist á að þar með sé kostnaður sveitarfélagsins vegna 3ju greinar samningsins frá 15. júní 2017 að fullu uppgerður gagnvart Árfossi.
3. 1810115 - Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
Á 27. fundi skipulagsnefndar var kynnt niðurstaða útboðs á vinnu ráðgjafa við endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Efla hf. átti það tilboð sem var metið hagstæðast skv. skilmálum útboðsgagna og leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarráð að samþykkt verði að ganga til samninga við Eflu hf. um ráðgjafarvinnu við endurskoðun aðalskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd leggur einnig til að starfshópur verði skipaður.
Áður frestað á 46. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Eflu hf. á grundvelli tilboðs þeirra.
4. 1909026 - Drög - nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga
Beiðni frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um umsögn um nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Frestur til að skila inn umsögn er til 7. október.
Lagt fram til kynningar.
Drög að nýjum reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga .pdf
5. 1907068 - Rekstur á samkomuhúsinu Gimli Stokkseyri
Leigusamningur milli Sveitarfélagins Árborgar og leikutaka vegna Gimlis, Stokkseyri.
Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim fyrirvara allar breytingar sem gerðar verði á húsnæðinu falli sveitarfélaginu til eignar endurgjaldslaust og jafnframt að samþykki sveitarfélagsins þurfi fyrir slíkum breytingum.
6. 1908208 - Rekstrarleyfisumsögn - Byggðarhorn 40
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 27. ágúst, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi að Byggðarhorni 40 til sölu gistingar í flokki II, minna gistiheimili. Umsækjandi: Netvélar sf. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsóknina á fundi sínum 11. september sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
Umsókn um rekstarleyfi Byggðarhorn 40.pdf
7. 1902273 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2019
Rekstraryfirlit - 7 mánaða uppgjör
Lagt fram til kynningar
8. 1909148 - Strandhreinsunardagur 28. september 2019
Lagt er til að bæjarráð samþykki að standa fyrir strandhreinsunardegi þann 28. september nk.
Bæjarráð samþykkir strandhreinsunardag þann 28. september og hvetur íbúa til þátttöku. Mannvirkja- og umhverfissviði er falið að undirbúa daginn og halda utan um verklag og móttöku úrgangs.
Strandhreinsunardagur 28. september 2019.pdf
Fundargerðir
9. 1909004F - Íþrótta- og menningarnefnd - 13
13. fundur haldinn 9. september.
10. 1909002F - Skipulags og byggingarnefnd - 28
28. fundur haldinn 11. september
10.1. 1909005 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir endurnýjun á malbiki og gangstétt við Eyrargötu á Eyrarbakka.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfir fyrir endurnýjun á malbiki og gangstétt við Eyrargötu á Eyrarbakka.
10.2. 1909004 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Björkurstykki.
Umsækjandi: Sveitarféagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir gatnagerð í Björkurstykki.
10.12. 1909082 - Tillaga um breytta gjaldskrá stöðuleyfa
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að reglur og gjaldskrá vegna stöðuleyfa verði endurskoðaðar. Jafnframt leggur nefndin til að komið verði upp verkferlum sem tryggi eftirlit og eftirfylgni með veittum stöðuleyfum.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að endurskoðun fari fram og felur bæjarritara að undirbúa tillögur að nýjum reglum og gjaldskrá.
11. 1909005F - Félagsmálanefnd - 9
9. fundur haldinn 10. september.
12. 1909006F - Fræðslunefnd - 14
14. fundur haldinn 11. september.
13. 1909008F - Eigna- og veitunefnd - 8
8. fundur haldinn 9. september.
13.1. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
Kostnaðaráætlun vegna leikskólans við Engjaland lögð fram.
Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarráð að fela sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða verkið út ásamt því að undirrita samninga um hönnun leikskólans.


Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs að undirrita hönnunarsamninga og bjóða verkið út.
Fundargerðir til kynningar
14. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
8. fundur haldinn 12. september.
8. fundur v. leiksk. v. Engjaland (2) 30.8.2019.pdf
15. 1901039 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
284. fundur haldinn 4. september.
Bæjarráð Árborgar tekur undir bókun stjórnar SOS um urðunarskatt og ráðstöfun hans. Tryggja þarf að sveitarfélögum vinnist tími til að finna úrræði fyrir þá úrgangsflokka sem um ræðir. Bæjarráð leggur áherslu á að dýrahræ og óvirkur úrgangur verða að vera undanþegin þessum skatti.
284 stjf. SOS 04.09.19.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica