Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 94

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
12.11.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Rósa Sif Jónsdóttir, ritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2011062 - Umsögn tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4 nóvember, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, mál 39.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mál 39.pdf
2. 2011080 - Sjóðurinn góði 2020 - oft var þörf en nú er nauðsyn
Beiðni frá Sjóðnum Góða, dags. í nóvember, þar sem óskað var eftir fjárframlagi frá sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 300.000,- að þessu sinni.
3. 2011094 - Kjarasamningsumboð 2020
Sveitarfélagið Árborg felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar við RSÍ fyrir sína hönd.
Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar við RSÍ.
4. 2011072 - Árlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2020
Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 26. október, um minngardag um fórnarlömb umferðarslysa sem haldinn verður 15. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.
Kynning um minningardag 2020.pdf
5. 2007034 - Fjárhagsáætlun 2021-2024
Beiðni frá fjármálastjóra, dags. 5. nóvember, um frest á framlagningu og afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Fjármálastjóri leggur til að bæjarráð samþykki að óska eftir fresti hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun 2021-2024 til 30. nóvember 2020. Einnig leggur fjármálastjóri til að bæjarráð samþykki að óska eftir fresti til að afgreiða fjárhagsáætlun til 16. desember 2020.
Bæjarráð samþykkir beiðni fjármálastjóra um að óska eftir fresti hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun 2021-2024 til 30. nóvember nk. og einnig samþykkir bæjarráð að óska eftir fresti til að afgreiða fjárhagsáætlun til 16. desember nk.
Fundargerðir
6. 2010020F - Skipulags og byggingarnefnd - 55
55. fundur haldinn 4. nóvember.
6.9. 2010307 - Framkvæmdaleyfisumsókn vegna frágangs á jarðvegstipp - Lækjarmót
Sótt um framkvæmdarleyfi vegna frágangs á jarðvegstipp við Lækjarmót. Lokaáætlun lögð fram. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna frágangs á jarðvegstipp - Lækjarmót.
6.13. 2010023 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitulagnar
Sótt um framkvæmdarleyfi til að leggja hitaveitu frá Tryggvagötu við Suðurhóla að fyrirhugaðri vegtengingu Suðurhóla og Hólastekks.Umsækjandi: Selfossveitur bs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt með fyrirvara um nánari útfærslu á þverun aðkomu að Fossmúla í samráði við Skipulagsfulltrúa.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna hitaveitulagnar með fyrirvara um nánari útfærslu á þverun aðkomu að Fossmúla í samráði við skipulagsfulltrúa.

7. 2011002F - Umhverfisnefnd - 15
15. fundur haldinn 4. nóvember.
8. 2011004F - Frístunda- og menningarnefnd - 14
14. fundur haldinn 9. nóvember.
Fundargerðir til kynningar
9. 2001353 - Fundargerðir stjórnar SASS 2020
563. fundur haldinn 28. október.
563. fundur stj. SASS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica